Betri bankaviðskipti

Við greiðum fyrir flesta þjónustu sem við fáum með einum eða öðrum hætti bæði í bankaviðskiptum og annars staðar. Það er samt oft hægt að spara sér kostnað með því að velja ódýrari leiðir og skoða vel það sem við kaupum með það í huga hvort við getum valið aðra leið, eða hvort við þurfum yfirhöfuð á þjónustunni að halda.

Það borgar sig að nota netbankann

Það kostar ekkert að nota netbankann. Ef þú hins vegar hringir eða færð fulltrúa til að fletta upp upplýsingum, prenta út, ljósrita eða framkvæma aðgerðir þarf oftast að greiða fyrir þá þjónustu.

Kortin henta við mismunandi aðstæður

Kort eru þægilegur greiðslumáti en þeim fylgir kostnaður. Til dæmis kostar ekkert að nota debetkort frá Landsbankanum í hraðbönkum Landsbankans, en greiða þarf þóknun þegar reiðufé er tekið út með kreditkorti. Í verslunum eru engin færslugjöld innheimt af notkun kreditkorta, en greiða þarf gjald fyrir debetkortafærslur. Árgjöld korta eru misjöfn: Dýrari kortum fylgja fríðindi og tryggingar sem geta komið sér vel, t.d. á ferðalögum, en ef þeirra er ekki þörf gæti borgað sig að nota ódýrara kort.

Skoðaðu verðskrá og vexti

 

Vaxtatafla

Verðskrá

Veldu ódýrari kosti

Þóknanir í útibúi / þjónustuveri Verðskrá Ódýrari kostur Verðskrá
Staða og færslur lesnar upp í síma af starfsmanni (innlánsreikningar, kreditkort o.fl.)
95 kr.
Netbanki / Þjónustusími 515-4444 / Hraðbankar Landsbankans
0 kr.
Reikningsyfirlit afhent í útibúi
150 kr.
Netbanki / Hraðbankar Landsbankans
0 kr.
Upplýsingaleit; leit að færsluskjali eða eldri gögnum og ljósritun, hver færsla
400 kr.
Netbanki
0 kr.
Millifærslur, innborganir á reikninga í ISK, greiðsla á gíró, greiðsluseðlum og inn á kreditkort (hver aðgerð), gegnum síma*
100 kr.
Netbanki / Þjónustusími 515-4444 / Beingreiðslur
0 kr.
Peningaúttekt innanlands, tekið út hjá gjaldkera án debetkorts (tékkafærslur og útborganir hjá gjaldkera)
54 kr.
Hraðbankar Landsbankans
0 kr.
Peningaúttekt innanlands, tekið út hjá gjaldkera með debetkorti (Debetkortafærsla)
18 kr.
Hraðbankar Landsbankans
0 kr.
Útborgun í banka eða hraðbanka erlendis með debetkorti
1,00%
Greiðsla m. debetkorti hjá þjónustu- eða söluaðila erlendis
1,00%
Innlend úttekt reiðufjár með kreditkorti, þóknun
2,20%
Greiðsla með kreditkorti hjá þjónustu- eða söluaðila
0%
Innlend úttekt reiðufjár með kreditkorti, úttektargjald
120 kr.
   
Erlend úttekt reiðufjár með kreditkorti, þóknun
2,75% á VISA kortum
Greiðsla m. kreditkorti hjá þjónustu- eða söluaðila erlendis
0%
Lágmarksþóknun vegna erlendrar úttektar reiðufjár
800 kr. á VISA kortum
 
 
Póstsendingar á kvittunum eða öðrum skjölum í almennum pósti eða tölvupósti
150 kr.
Senda tilkynningu með tölvupósti eða SMS í netbanka**
-
Talning myntar, viðskiptavinir Landsbankans
-
 
  
Talning myntar, aðrir en viðskiptavinir Landsbankans
3,00%
 
 
*Ef framkvæmt í Þjónustuveri er einnig send út kvittun og leggst þá við 50 kr. aukakostnaður.
**Ef innborgun / millifærsla / greiðsla er framkvæmd í netbanka er hægt að komast hjá kostnaði þar sem ekki þarf að senda kvittun