Húsfélagaþjónusta

Húsfélagaþjónusta Landsbankans er þægileg greiðslu- og innheimtuþjónusta sem sparar bæði tíma og peninga. Umsýsla við fjármálin verður einfaldari.

Öruggara og þægilegra

Með húsfélagaþjónustu Landsbankans verða fjármál húsfélagsins öruggari og þægilegri, bókhaldið einfaldara og í góð yfirsýn fæst yfir stöðuna í netbanka fyrirtækja. Þjónusta við húsfélög er veitt í útibúum bankans.

Húsfélagaþjónustan gerir kleift að tryggja betur:

 • Að heimtur húsfélagagjalda séu góðar.
 • Að reikningar séu greiddir á réttum tíma.
 • Að gjaldkeri félagsins hafi ávallt upplýsingar um stöðu hússjóðsins.

Dæmi um innheimtuþjónustu:

 • Hægt er að innheimta sparnað og ráðstafa á sparireikning.
 • Hægt er að sundurliða greiðslur á greiðsluseðlinum í allt að tíu þætti, t.d. rafmagn, hita, tryggingar o.s.frv.
 • Greiðslum er skipt eftir eignarhluta hvers greiðanda eða jafnt eftir því sem við á.
 • Hægt er að láta gjöldin fylgja vísitölu, t.d. vegna innheimtu á húsaleigu.
 • Mögulegt er að skipta gjöldum á milli tveggja aðila, t.d. þannig að eigandi greiði viðhaldskostnað en leigjandi rekstrarkostnað í húsfélagi.

Hagstæð framkvæmdalán til viðhaldsverkefna:

 • Ef húsfélagið er að fara út í framkvæmdir, hvort sem um er að ræða stærri eða minni framkvæmdir, býður bankinn hagkvæm lán til lengri eða skemmri tíma.
 • Húsfélagaþjónustan er örugg og þægileg greiðslu- og innheimtuþjónusta sem sparar bæði tíma og peninga.
 • Kostnaður við þjónustuna fer eftir umfangi og stærð húsfélagsins.

Þjónustan felur m.a. í sér:

 • Greiðsluþjónustu.
 • Innheimtuþjónustu.
 • Hagkvæm framkvæmdalán.
 • Árlegt rekstraruppgjör.