Erlend millifærsla

SWIFT er staðlað samskiptakerfi sem notað er af helstu bönkum um heim allan. Þetta kerfi er öruggasta og fljótvirkasta leiðin til að senda upplýsingar og greiðslur á milli landa. SWIFT samskiptakerfið er m.a. notað til að senda erlendar millifærslur á milli banka.

Landsbankinn sendir SWIFT-skeyti með greiðslufyrirmælum til viðskiptabanka erlendis, sem leggur greiðsluna inn á reikning viðtakanda. Í einhverjum tilvikum getur greiðslan þurft að fara í gegnum fleiri en einn banka og velur Landsbankinn þann/þá banka sem hann er í viðskiptum við og tryggir þannig skjótustu afgreiðslu.

Meginreglan er að erlenda millifærslan greiðist tveimur virkum dögum eftir að greiðslufyrirmæli eru send. Til viðbótar getur það tekið móttökubankann nokkra daga að leggja greiðsluna inn á reikning viðtakanda eða senda hana áfram til síns viðskiptabanka. Gera þarf ráð fyrir að það geti liðið 2-5 virkir dagar áður en símgreiðsla er greidd út til viðtakanda. Hægt er að flýta greiðslu um 1-2 daga með því að óska eftir hraðgreiðslu.


Upplýsingagjöf

Þegar óskað er eftir að senda millifærslu til útlanda þarf sendandi að veita eftirfarandi upplýsingar um viðtakanda:

  • Nafn og heimilisfang viðtakanda
  • IBAN númer reiknings viðtakanda (Evrópa) eða reikningsnúmer viðtakanda (utan Evrópu)
  • SWIFT heiti banka viðtakanda (Evrópa), Routing number/ABA eða Federal Wire (USA), Transit number (Kanada) og Bank Code (Ástralía)
  • Fjárhæð (í erlendri mynt)
  • Skýring greiðslu

Umsókn um erlendan gjaldeyri er hægt að sækja hér að ofan, fylla út og fara með í næsta útibú Landsbankans eða senda með tölvupósti á þjónustuver Landsbankans info@landsbankinn.is, sem mun aðstoða við millifærsluna.

Þegar tekið er á móti millifærslu frá útlöndum þarf að gefa upp IBAN númer reiknings og SWIFT heiti bankans.

Hægt er að nálgast þessar upplýsingar á reikningsyfirliti í netbanka einstaklinga eða með því að hafa samband við þjónustuver Landsbankans í síma 410 4000.

Þóknun vegna erlendrar millifærslu er samkvæmt verðskrá Landsbankans hverju sinni.