360° ráðgjöf

360° ráðgjöf er þjónusta þar sem farið er yfir fjármálin þín frá öllum hliðum, stöðuna í dag og framtíðarmarkmið.

Það er gott að vita hvar maður stendur

Velgengni í fjármálum snýst ekki bara um að ná endum saman og forðast óþarfa útgjöld og lán. Fjármál tengjast öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.

360° ráðgjöf er fjármálaráðgjöf sem öllum viðskiptavinum Landsbankans stendur til boða þar sem þú sest niður með ráðgjafa og ferð yfir fjármálin þín frá öllum hliðum; lán, sparnaður, tryggingar, staðan í dag og framtíðarmarkmið.

Fáðu ráðgjöf
Góður fjárhagur snýst um að kortleggja framtíðina

Öll eigum við okkur markmið og drauma. Til þess að við getum náð markmiðum okkar er mikilvægt að þau séu bæði skýr og raunhæf.

Hlutir til heimilisins, ferðalög og farartæki kosta peninga, en það er hægt að spara talsvert ef við vitum hvað við viljum gera í náinni framtíð og gerum áætlun um það hvernig við ætlum að borga fyrir það. Ef þú getur beðið, þá er alltaf ódýrara að spara fyrir hlutunum. Í 360° ráðgjöf gefst tækifæri til að skoða framtíðarmarkmiðin og setja upp áætlun til að þau náist.

Sparnaður og fjárfestingar

Það getur munað miklu að njóta bestu kjara sem eru í boði

Hvort sem um er að ræða lán til lengri eða skemmri tíma þá er mikilvægt að vita að kjörin sem þú færð séu góð og að þú hafir skýra áætlun um það hvernig og hvenær lánin eru greidd niður.

Minniháttar breytingar á vöxtum íbúðaláns geta t.d. breytt greiðslubyrði talsvert. Ef lánin eru mörg getur borgað sig að sameina þau og sömuleiðis þarf að gæta þess að það borgar sig alltaf að borga fyrst niður lánin sem bera hæstu vextina.

Í 360° ráðgjöf er farið yfir lánamálin og hvort að tækifæri sé til að hagræða þeim fyrir þig. Í 360° ráðgjöf gefst tækifæri til að setja niður markmiðin fyrir framtíðina og auðvelda þér að gera áætlun til að ná þeim.

Lán og fjármögnun


Lífið eftir vinnu á að vera ánægjulegt

Þegar þú hættir að vinna þarftu að lifa á því sem þú hefur eignast um ævina. Lögbundinn lífeyrissparnaður tryggir þér lágmarksframfærslu en er oftast lægri en launin sem þú ert með við starfslok. Algengt er að tekjur lækki um allt að 50% þegar starfsævinni lýkur.

Með því að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað og gera áætlun um lífið eftir vinnu geturðu lagt mikilvægan grunn að áhyggjuleysi eftir að þú lýkur störfum. Í 360° ráðgjöf er farið yfir þær ráðstafanir sem þú hefur gert fyrir efri árin og hvort að tækifæri sé til úrbóta.

Lífeyrissparnaður


Viltu fá betri yfirsýn yfir fjármálin?

Það kostar ekkert að koma í 360° ráðgjöf. Hér að neðan getur þú óskað eftir 360° ráðgjöf.
Veldu það útibú sem þú vilt að verði í sambandi við þig.