App Landsbankans

Með appi Landsbankans geta viðskiptavinir bankans sinnt bankaviðskiptum í snjalltækjum, hvar og hvenær sem er.

Bankaviðskiptin í símanum hvar og hvenær sem er

Viðskiptavinir fá skýra og einfalda samantekt á fjárhagslegri stöðu sinni um leið og þeir skrá sig inn. Síðan er auðvelt að kafa dýpra og fá nánari upplýsingar um hvern þjónustuþátt. Innskráningarferlið er einfalt, en hægt er að skrá sig inn með fingrafari, rafrænum skilríkjum eða notendanafni og lykilorði.  

Til að nota appið þarf að vera með aðgang að netbanka Landsbankans. Hægt er að sækja um aðgang að netbankanum í næsta útibúi bankans.

Í appinu er hægt að

 • Fá heildarsýn á fjármálin
 • Sjá yfirlit og stöðu bankareikninga
 • Sjá stöðu og færslur kreditkorta
 • Greiða reikninga
 • Millifæra
 • Sækja PIN fyrir debet- og kreditkort
 • Stofna og breyta yfirdráttarheimild
 • Skoða yfirlit lána
 • Skoða inneign og samstarfsaðila Aukakróna
 • Sjá rafræn skjöl
 • Sjá stöðu og færslur gjafakorta
 • Finna afgreiðslustaði og hraðbanka

 

 

 

 

Eldsnögg innskráning

Þú getur skráð þig inn í appið með fingrafari eða andlitsgreiningu (aðeins í iPhone X). Til að nýta þessar innskráningarleiðir þarft þú að auðkenna þig einu sinni með notandanafni og lykilorði eða með rafrænum skilríkjum. Athugaðu að ef einhver hefur aðgang að tækinu þínu með þessum innskráningarleiðum getur hinn sami líka notað þær til að komast inn í appið.

 

Sama öryggi og í netbanka Landsbankans

App Landsbankans nýtir sama öryggiskerfi og netbanki einstaklinga en það hámarkar öryggi þitt og dregur úr líkum á fjársvikum og annarri misnotkun. Kerfið lærir að þekkja hegðun þína og biður um staðfestingu á auðkenni, t.d. með því að svara símtali úr kerfinu ef brugðið er út af hefðbundinni notkun. Að öllu jöfnu finnur þú ekki fyrir öryggiskerfinu.

Nánar um öryggiskerfi netbankans

 

Allt um Aukakrónur

Í appinu færð þú greinargott yfirlit yfir Aukakrónuinneign þína og Aukakrónur sem eru á leiðinni. Þú getur skoðað hvernig þú hefur safnað Aukakrónum og hvar þú hefur notað þær. Í appinu hefur þú auk þess lista yfir samstarfsaðila Aukakróna og afslætti og tilboð frá þeim.

Nánar um Aukakrónur