Fjársvikarar notar ýmsar leiðir til að pretta fólk. Mikilvægt er að halda vöku sinni og veita því athygli sem kann að vera grunsamlegt. Góð vörn gegn fjársvikum er að þekkja algengar aðferðir sem notaðar eru til að pretta fólk.
Kynntu þér málið
Örugg meðhöndlun upplýsinga
Þegar þú opnar netbankann af vefsíðu Landsbankans sendir vafrinn notandanafn þitt og lykilorð yfir netið frá þinni tölvu til netþjóns bankans með SSL tækninni (Secure Sockets Layer). SSL dulkóðar upplýsingarnar áður en þær flytjast yfir af þinni tölvu, og tryggir þannig að eingöngu vefþjónn Landsbankans getur lesið þær.