Öryggi

Landsbankanum er annt um öryggi þitt á netinu. Þess vegna er okkur kappsmál að standa vörð um netaðgengi að persónuupplýsingum þínum svo að óviðkomandi komist ekki í þær.

Öryggiskerfi netbankans

Öryggiskerfi Landsbankans fyrir netbanka einstaklinga hámarkar öryggi notandans, gerir auðkennislykla óþarfa, eykur þægindi við notkun og dregur úr líkum á fjársvikum og annarri misnotkun.

Ekki þarf að nota auðkennislykil við innskráningu og aðgerðir í netbankanum.

Öryggiskerfið lærir að þekkja hegðun notandans og biður um staðfestingu á auðkenni, t.d. með því að svara öryggisspurningu eða símtali úr kerfinu, ef brugðið er út af hefðbundinni notkun. Að öllu jöfnu finnur viðskiptavinurinn þó ekki fyrir kerfinu.

Landsbankinn var fyrsti bankinn á Norðurlöndum sem innleiddi þessa lausn en á heimsvísu notast yfir 6.000 bankar við kerfið, með um 350 milljón netbankanotendur.


Spurt og svarað

 • Hvernig getur það verið öruggara að nota bara notandanafn og lykilorð í stað auðkennislykils?
 • Er þessi upplýsingaöflun í samræmi við lög og reglur um persónuvernd?
 • Hvernig virkar öryggiskerfið?
 • Þarf ég að virkja öryggiskerfið?
 • Hvað kostar þetta, t.d. auðkenning í gegnum símtal erlendis?
 • Hvenær er óskað eftir viðbótarauðkenningu?
 • Um hvaða upplýsingar til viðbótar verður beðið?
 • Hvernig hegðun telst óvenjuleg eða ekki dæmigerð?
 • Hvernig finnur bankinn hegðun sem er óvenjuleg eða ekki dæmigerð?
 • Verð ég alltaf beðin(n) um nánari upplýsingar eftir þetta?
 • Hvernig veit ég að þetta virkar?
 • Eru persónuupplýsingar mínar öruggar?
 • Þarf ég eða get ég notað íslenska stafi í öryggisspurningunum?
 • Hvernig verða símanúmerin mín notuð?
 • Hvað þarf ég að gefa upp mörg símanúmer?
 • Hvað ef ég þarf að skipta um símanúmer?
 • Hvað ef ekki er hægt að ná í mig í neinu af þeim símanúmerum sem gefin voru upp?
 • Ég er nú þegar búin(n) að gefa upp símanúmer þar sem hægt er að ná í mig, af hverju er þá verið að biðja um þau aftur?
 • Hvernig kemur þetta í veg fyrir fjársvik?
 • Ég fer oft í netbankann, myndi ég ekki taka eftir því ef eitthvað óvenjulegt kæmi fram þar?
 • Ég er nú þegar með veiruvörn og einkaeldvegg. Af hverju þarf ég þetta?