Stuðningur við samfélagið

Lát­um gott af okk­ur leiða

Við erum virk­ur þátt­tak­andi í sam­fé­lag­inu og tök­um þátt í fjöl­breytt­um verk­efn­um sem stuðla að upp­bygg­ingu og fram­þró­un.

Stoltur bakhjarl

Við erum bakhjarl fjölbreyttra samfélagsverkefna sem stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu. Fyrir tilstilli útibúa okkar víðs vegar um land styrkjum við einnig margvísleg verkefni í þeirra nærsamfélagi.

Skólahreysti

Við erum aðalbakhjarl Skólahreysti og leggjum keppninni lið af krafti. Markmið Skólahreysti er að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð er á grunnforsendum almennrar íþróttakennslu og þar sem keppendur vinna að mestu leyti með eigin líkama í þrautum.

Knattspyrnusamband Íslands

Landsbankinn er bakhjarl Knattspyrnusambands Íslands. Ásamt fimm öðrum fyrirtækjum styrkir Landsbankinn uppbyggingarstarf íslenskrar knattspyrnu um land allt, öll yngri landslið og A-landslið karla og kvenna.

Hinsegin dagar

Við styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi heilshugar og höfum verið stoltur bakhjarl Hinsegin daga í Reykjavík frá upphafi. Við stöndum m.a. að baki Gleðigöngupottsins, í samstarfi við Hinsegin daga.

Iceland Airwaves

Iceland Airwaves hefur frá upphafi verið mikilvæg viðbót við íslenskt menningarlíf og ómetanlegur vettvangur fyrir íslenska tónlist. Við erum því stolt af því að vera meðal styrktaraðila hátíðarinnar.

Styrkjum góð málefni

Við veitum árlega náms- og samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans. Árið 2022 voru í fyrsta sinn veittir styrkir úr Sjálfbærnisjóði bankans.

Samfélagsstyrkir

Við veitum 15 milljónir króna í samfélagsstyrki á hverju ári. Styrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og umhverfismála og náttúruverndar.

Sjálfbærnistyrkir 2022

Sjálfbærnistyrkir

Við veitum 10 milljónir króna árlega úr Sjálfbærnisjóði bankans til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að sjálfbærni. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orkuskiptum.

Námsstyrkir

Á hverju ári veitum við námsstyrki til viðskiptavina sem eru í námi. Sérstök dómnefnd fer yfir allar umsóknir en nefndin er skipuð sérfræðingum úr skóla- og atvinnulífinu ásamt einum fulltrúa bankans. Úthlutun námsstyrkja fer öllu jafna fram í upphafi sumars.

Almennir styrkir

Senda má almenna styrktarbeiðni á netfangið styrkur@landsbankinn.is ef umsókn fellur ekki að skilgreiningu Samfélagssjóðsins. Við styðjum fjölbreytt verkefni með ýmsum hætti, m.a. með stuðningi útibúa við verkefni í nærsamfélagi og samstarfssamningum.

Frábært samstarf við hæfileikaríkt tónlistarfólk

Við lítum um öxl og skoðum þrjátíu myndbönd sem Landsbankinn og Iceland Airwaves hafa framleitt með ungu tónlistarfólki snemma á ferli þeirra.

„Margir héldu að Gunni og Felix væru pabbar mínir en ekki Baldur og Felix“

Álfrún Perla Baldursdóttir á tvo pabba og þátttaka í Gleðigöngunni er ómissandi fjölskylduhefð hjá þeim.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur