Sjálfbærniskýrslur
Sjálfbærniskýrslur
Landsbankinn gefur árlega út sjálfbærniskýrslu um innleiðingu og helstu verkefni samfélagsábyrgðar hjá bankanum. Markmiðið með skýrslunni er að gera grein fyrir samfélagsáhrifum bankans á opinn og gagnsæjan hátt og leggja þar með grundvöllinn að uppbyggilegum samskiptum við hagsmunaaðila.
Skýrslurnar fylgja viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) en hver skýrsla telst einnig svokölluð framvinduskýrsla (e. communication on progress) í samræmi við þátttöku Landsbankans í hnattrænu samkomulagi Sameinuðu þjóðanna. Árið 2019 gerðist Landsbankinn þátttakandi í verkefni Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankaþjónustu (PRB) og eru sjálfbærniskýrslur bankans frá þeim tíma einnig framvinduskýrslur vegna þeirra viðmiða. Frá árinu 2020 er sjálfbærniskýrsla Landsbankans hluti af ársskýrslu bankans.
Skýrslur
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.