Fréttir

15. júlí 2020 14:54

Endurbætur á útibúinu í Mjódd

Frá 20. júlí verður takmarkað aðgengi að útibúinu í Mjódd þar sem verið er að gera endurbætur á húsnæðinu. Við hvetjum viðskiptavini því til að  panta tíma í ráðgjöf á meðan á endurbótum stendur. Starfsfólk útibúsins mun þjónusta viðskiptavini sem eiga pantaða tíma, ýmist í gegnum síma eða með ráðgjöf á staðnum.

Hægt er að panta tíma hér á vefnum eða með því að senda okkur tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Við hvetjum viðskiptavini okkar jafnframt til að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir, hraðbanka, appið og netbankann fyrir alla helstu bankaþjónustu. Við tökum einnig vel á móti þér í öðrum útibúum Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu.

Þjónustuver Landsbankans er opið alla virka daga frá kl. 9 til 16. Þar er hægt að fá alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000 og í gegnum netspjallið.

Usprawnienia Oddziału w Mjódd

20. október 2020 08:00

Hagspá Landsbankans 2020-2023: Veruleg viðspyrna næsta haust

Í hagspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn.


Nánar

19. október 2020 13:36

HEIMA fékk Gulleggið í ár

Viðskiptahugmyndin Heima sigraði í Gullegginu 2020, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga.


Nánar

19. október 2020 07:59

Vikubyrjun 19. október 2020

Greiðslukortavelta Íslendinga í verslunum hér á landi jókst um 7% milli ára í september, sé miðað við fast verðlag. Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra.


Nánar

Skráðu þig á póstlista