Fréttir og útgáfuefni

- Fréttir og tilkynningar

Endurbætur á útibúinu í Mjódd

Frá 20. júlí verður takmarkað aðgengi að útibúinu í Mjódd þar sem verið er að gera endurbætur á húsnæðinu. Við hvetjum viðskiptavini því til að  panta tíma í ráðgjöf á meðan á endurbótum stendur. Starfsfólk útibúsins mun þjónusta viðskiptavini sem eiga pantaða tíma, ýmist í gegnum síma eða með ráðgjöf á staðnum.

Hægt er að panta tíma hér á vefnum eða með því að senda okkur tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Við hvetjum viðskiptavini okkar jafnframt til að nýta sér sjálfsafgreiðslulausnir, hraðbanka, appið og netbankann fyrir alla helstu bankaþjónustu. Við tökum einnig vel á móti þér í öðrum útibúum Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu.

Þjónustuver Landsbankans er opið alla virka daga frá kl. 9 til 16. Þar er hægt að fá alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000 og í gegnum netspjallið.

Usprawnienia Oddziału w Mjódd

Fjárfestatengsl - 30. júlí 2020 15:59

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,3 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2020 samanborið við 11,1 milljarðs króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 13,4 milljörðum króna á tímabilinu sem jafngildir um 1,1% af útlánasafni bankans, samanborið við virðisrýrnun upp á 2,4 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar

Fjárfestatengsl - 21. júlí 2020 12:54

Landsbankinn besti banki á Íslandi að mati Euromoney

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi og er þetta annað árið í röð sem bankinn hlýtur þessa viðurkenningu. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.


Nánar

Fjárfestatengsl - 07. maí 2020 16:48

Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020

Afkoma Landsbankans var neikvæð um 3,6 milljarða króna eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Virðisrýrnun útlána nam 5,2 milljörðum króna á tímabilinu, samanborið við virðisrýrnun upp á 1 milljarð króna á sama tímabili í fyrra.


Nánar