Fréttir

13. febrúar 2020 08:30

Landsbankinn breytir vöxtum

Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða lækka um 0,25 prósentustig og fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða lækka um 0,15 prósentustig.

Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,15 prósentustig og breytilegir vextir á öðrum óverðtryggðum útlánum, s.s. yfirdráttarlánum og bíla- og tækjalánum, lækka um allt að 0,25 prósentustig.

Breytilegir vextir óverðtryggðra innlána standa ýmist í stað eða lækka um allt að 0,20 prósentustig en fastir vextir innlána lækka um 0,15-0,25 prósentustig.

Vextir verðtryggðra innlána og útlána haldast óbreyttir.

Nánari upplýsingar koma fram í nýrri vaxtatöflu Landsbankans sem tekur gildi 13. febrúar 2020.

09. júlí 2020 12:28

Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán og viðbótarlán

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stuðningslán og viðbótarlán fyrir fyrirtæki. Nánari upplýsingar um úrræði fyrir fyrirtæki sem verða fyrir áhrifum af heimsfaraldri Covid-19 eru á vef bankans.


Nánar

09. júlí 2020 11:09

Hagsjá: Verðbólgan áfram við markmið

Hagstofan birtir júlímælingu vísitölu neysluverðs (VNV) föstudaginn 24. júlí. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% lækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólgan úr 2,6% í 2,5%.


Nánar

06. júlí 2020 09:10

Umræðan: Hvort borgar sig að leigja eða kaupa?

Stundum eru notaðar einfaldar aðferðir til þess að meta hvort hagstæðara sé að leigja eða kaupa húsnæði. Þá er markaðsverði eignarinnar oft stillt upp á móti ársleigu reiknað á fermetra.


Nánar

Skráðu þig á póstlista