Fréttir

14. mars 2016 09:55

Tilkynning frá Landsbankanum

Bankaráð Landsbankans hefur fengið bréf frá Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um sölu Landsbankans á 31,2% hlut í Borgun árið 2014. Í niðurlagi bréfsins er óskað eftir viðbrögðum bankaráðsins.

Gert er ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið birti álit sitt á sölunni innan nokkurra daga.

Bankaráðið svarar Bankasýslunni innan þess frests sem tilgreindur er og birtir svarið opinberlega. Þá verður fjallað um málið á aðalfundi bankans 14. apríl nk.

Upplýsingasíða um sölu á hlut Landsbankans í Borgun

20. október 2020 08:00

Hagspá Landsbankans 2020-2023: Veruleg viðspyrna næsta haust

Í hagspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn.


Nánar

19. október 2020 13:36

HEIMA fékk Gulleggið í ár

Viðskiptahugmyndin Heima sigraði í Gullegginu 2020, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga.


Nánar

19. október 2020 07:59

Vikubyrjun 19. október 2020

Greiðslukortavelta Íslendinga í verslunum hér á landi jókst um 7% milli ára í september, sé miðað við fast verðlag. Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra.


Nánar

Skráðu þig á póstlista