Fréttir

- Samfélagsmál

Mikil gleði á fjölskylduskemmtun á Goslokahátíð í Eyjum

Landsbankinn í Vestmannaeyjum stóð fyrir veglegri fjölskylduskemmtun á Goslokahátíðinni í Eyjum á laugardag. Mikill fjöldi fólks tók þátt í gleðinni á torginu fyrir framan útibú bankans við Bárustíg í góðu veðri. Krakkar á öllum aldri reyndu sig við Skólahreystibraut sem sett var upp sérstaklega í tilefni dagsins. Hoppukastalar voru á svæðinu, tríó Þóris Ólafssonar lék fyrir gesti og Sproti lék við hvern sinn fingur. Loks fengu allir gestir glaðning af grillinu og svalandi drykk en börnin fengu auk þess blöðru og kandífloss.

Goslokahátíðin er skipulögð af Vestmannaeyjabæ með stuðningi og þátttöku fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka í Vestmannaeyjum. Dagskrá hátíðarinnar var mjög fjölbreytt og metnaðarfull en hún er haldin til að minnast goslokanna 3. júlí árið 1973.

Skoða myndir frá Landsbankagleði á Goslokahátíð

Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar

Samfélagsmál - 02. júní 2020 11:17

Lindaskóli varði titilinn í Skólahreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.


Nánar