19. maí 2015 09:33
Landsbankinn hefur skilað inn fyrstu framvinduskýrslu sinni til PRI (Principle for Responsible Investment eða viðmið um ábyrgar fjárfestingar). PRI eru alþjóðleg samtök fjárfesta sem vinna saman að því að innleiða tiltekin grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar og njóta til þess stuðnings Sameinuðu þjóðanna.
Landsbankinn er fyrsta fjármálafyrirtækið á Íslandi sem undirgengst viðmið PRI en rúmlega 1.300 fyrirtæki á sviði eignastýringar og fjárfestinga um allan heim eiga aðild að PRI. Landsbankinn fékk aðild að PRI í ársbyrjun 2013 en aðilar að PRI eru skuldbundnir til að gera árlega grein fyrir framvindu verkefna sem falla undir viðmið samtakanna.
Landsbankinn birti stefnu sína um ábyrgar fjárfestingar haustið 2013 og hefur verið unnið að innleiðingu hennar í Eignastýringu bankans frá þeim tíma. Stefna bankans tekur mið af reglum Landsbankans um áhættuvilja, stórar áhættuskuldbindingar og hámark heildaráhættu, rekstraráhættu, orðsporsáhættu, lausafjáráhættu og góða stjórnarhætti. Stefnunni er ætlað að tryggja að viðmið um ábyrgar fjárfestingar séu jafnan höfð til hliðsjónar við mat á fjárfestingakostum.
Framvinduskýrsla Landsbankans
06. desember 2019 15:18
Tæknin sem gerir símanum okkar kleift að skilja mannsraddir og gefa tækjunum okkar raddir hefur gjörbreytt lífi fólks með fötlun. Birkir Rúnar Gunnarsson, sérfræðingur í aðgengismálum, segir tækifæri tækninnar óviðjafnanleg en að það skipti öllu máli að gera hlutina rétt.
05. desember 2019 10:36
Stjórnvöld hafa boðað frumvarp um hlutdeildarlán sem er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast íbúð. Í umfjöllun Unu Jónsdóttur, hagfræðings, kemur m.a. fram að markhópurinn þurfi að vera vel skilgreindur og séð til þess að stuðningurinn fari ekki til annarra en hann er ætlaður.
22. nóvember 2019 13:37
Landsbankinn mun ekki taka við 500 evru seðlum frá og með 5. desember nk. en útgáfu 500 evru seðla hefur verið hætt. Áfram verður hægt að skipta 500 evru seðlum í bönkum á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi tilkynningu Seðlabanka Evrópu.
Skráðu þig á póstlista
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.