Fréttir

Opnað fyrir umsóknir um samfélagsstyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans hér á vefnum. Landsbankinn veitir 20 milljónum króna í samfélagsstyrki í ár sem úthlutað verður í tvennu lagi. Tíu milljónir koma til úthlutunar í vor og rennur umsóknarfrestur út þriðjudaginn 26. maí.

Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði og er meirihlutinn skipaður fólki utan bankans.

Nánar um samfélagsstyrki

Forsíða - 18. nóvember 2020 14:11

Fyrsta alþjóðlega loftslagsmælinum fyrir banka hleypt af stokkunum

Alþjóðlegi loftslagsmælirinn PCAF Standard, sem Landsbankinn hefur tekið virkan þátt í að þróa, var kynntur í dag á vegum verkefnisins Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF).


Nánar

Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar