Fréttir

- Samfélagsmál

Skólahreysti hefst í dag

Skólahreysti hefst í dag með látum. Fyrstu tveir undanriðlarnir fara fram á Akureyri en þar eigast við 18 skólar af Norðurlandi. Sigurvegarar í hvorum riðli vinna sér sæti í úrslitakeppninni í maí.

Landsbankinn er bakhjarl Skólahreysti og það var mikil stemning í útibúinu á Akureyri í morgun en þar klæddust starfsmenn fallegum Skólahreystibol í tilefni dagsins.

Undirbúningur við uppsetningu nýrrar brautar fyrir Skólahreysti er í fullum gangi þessa stundina í Íþróttahöllinni á Akureyri. Nýtt útlit Skólahreysti er þar í öndvegi.

Starfsfólk Landsbankans á Akureyri í miklu stuði í morgun.
Undirbúningur fyrir Skólahreysti er í fullum gangi en fyrsta keppnin fer fram í dag.

Nánar um skólahreysti

Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar

Samfélagsmál - 02. júní 2020 11:17

Lindaskóli varði titilinn í Skólahreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.


Nánar