Fréttir

01. nóvember 2011 09:00

Landsbankinn veitir 15 milljónir króna í nýsköpunarstyrki

Þann 31. október var úthlutað 15 milljónum króna í nýsköpunarstyrki í fyrsta sinn úr Samfélagssjóði Landsbankans. Fyrirhugað er að úthluta nýsköpunarstyrkjum árlega. Veittir voru sjö styrkir að upphæð 1 milljón króna hver og tuttugu styrkir að fjárhæð 400 þúsund krónur hver. Dómnefnd var skipuð Margréti Kristmannsdóttur framkvæmdastjóra Pfaff, Óla Halldórssyni forstöðumanni Þekkingarseturs Þingeyinga, Rögnvaldi Jóhanni Sæmundssyni dósent við HR, Magnús Jónssyni útibússtjóra Landsbankans í Árbæ og Finni Sveinssyni sérfræðingi hjá Landsbankanum í samfélagslegri ábyrgð en hann var jafnframt formaður dómnefndar. Ríflega 350 umsóknir bárust um nýsköpunarstyrki Landsbankans.

Nýsköpunarstyrkjunum er ætlað að styðja við frumkvöðla til að þróa nýjar viðskiptahugmyndir, nýta eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru. Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða til að sækja námskeið sem nýst geta í starfi.

Jensína K. Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri Þróunar hjá Landsbankanum segir: „Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er styðja við frumkvöðlastarf. Þáttur nýsköpunar er mikilvægur fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, til að stuðla fjölbreytileika og að styrkja eldri atvinnugreinar. Landsbankinn hefur sett á fót nýsköpunarþjónustu og  ráðist í nýsköpunarátak  með Innovit sem felst í því að halda Atvinnu- og nýsköpunarhelgar vítt og breitt um landið og með þessu móti vonumst við til að geta stutt vel við bakið á vænlegum viðskiptahugmyndum og eigendum þeirra."

Eftirtaldir hlutu nýsköpunarstyrki að þessu sinni og óskar Landsbankinn þeim til hamingju og velfarnaðar með verkefni sín í framtíðinni.

1 milljón króna styrkir

Volcano Iceland ehf. - Warmers - gigtahlífar

Volcano Iceland varmahlífar eru hannaðir fyrir einstaklinga sem þjást af gigt. Varmahlífarnar hafa verið prófaðir á gigtarsjúkum í samvinnu við Gigtarfélag Íslands. Hlífarnar vinna á helstu vandamálum þeirra sem þjást af þessum sjúkdómi, þ.e. minnka verki, bólgur og stífleika. Fjórar vörur verða tilbúnar á íslenskan markað fyrir áramótin og er undirbúningur til útflutnings þegar hafin.

Íslandshús ehf. - Ný kynslóð forsteyptra húseininga

Íslandshús vinnur að byggingu umhverfisvænna ArcCels eininga í burðavirki húsa. Einingarnar eru forsteyptar og hannaðar með áherslu á fjölbreytileika, styrk, tengingu og þyngd. Fylgt er eftir nýjum viðmiðum hvað varðar gæði og nákvæmni eininganna. Notuð verður flotsteypa og rýrnunarfrír múr. Styrkurinn rennur til hönnunar frumgerðarhúss og sannreynt hvort lausnin standist gildandi kröfur og markmiðum um 30% lækkun kostnaðar við burðavirki og 50% lægra CO2 fótspor verði náð.

Íslensk matorka ehf. - Græna hringferlið

Fyrirtækið starfrækir fiskeldi á Suðurlandi og hefur það að markmiði að nýta aðföng og frárennsli á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Í því felst að aðföng og affall, þ.e. fóður, kalt borholuvatn, jarðvarmi, frárennsli og lífrænn úrgangur er fullnýtt. Vatninu er hringrásað nokkrum sinnum innan stöðvarinnar og síðan veitt út í gróðurhús sem næringarríkt vatn til  ræktunar á kryddjurtum og berjum.  Græna hringferlið er því samheiti yfir umhverfisvænt hringferli verðmæta, vatns og næringarefna þannig að aukinn virðisauki afurða myndast á hverju stigi.

Jarðteikn ehf. - Mode Slurry Ice Systems

Mode Slurry Ice Systems hannar og framleiðir ískrapavélar.  Fyrirtæki kynnir nú nýja vél, Mode Slurry Ice, S-100C, sem er ætluð fyrir smábáta.  Vélin var kynnt á Sjávarútvegssýningunni á Íslandi 22.-24. september síðastliðinn.   Í kjölfar hennar var hafinn undirbúningur að sókn á Noregsmarkað.

Risk medical solution - Einstaklingsmiðuð meðferð

Hugbúnaður sem greinir og metur áhættu sykursjúkra einstaklinga og hvaða þjónusta hentar best hverjum og einum. Notendur kerfisins eru læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn. Megintilgangurinn er auka þjónustu og draga úr tíðni heimsókna.

Sæbýli ehf. - Eldi og vinnsla á japönskum sæbjúgum

Sæbýli sérhæfir sig í eldi á botnlægum sjávardýrum. Fyrirtækið byggir á SustainCycle eldistækninni sem þróuð hefur verið hér á landi á síðastliðnum 20 árum.  Markmið verkefnisins er að koma á fót nýrri atvinnugrein, eldi á japönskum sæbjúgum, EZO sæeyrum og rauðum sæeyrum. Sæbýli hefur yfir að ráða klakstofni af öllum þessum tegundum og eru þær allar mikils metin matvara í Asíu og víðar. Umsóknin nær til eldis og vinnslu á japönskum sæbjúgum.  

Valorka ehf. - Valorka hverfillinn

Valorka ehf. vinnur að þróun og rannsóknum á nýtingu sjávarfallsorku sem hægt er að virkja á vistvænan hátt. Félagið vinnur að gerð Valorku hverfilsins til virkjunar sjávarfallaorku utan sunda og fjarða. Hverfillinn getur orðið mikilvæg framleiðsluvara á sviði hátækni og hann skapað Íslendingum ný tækifæri á sviði orkuvinnslu. Félagið hefur tryggt einkaleyfi og raunhæfi hefur verið staðfest í kerprófunum.  Fyrirliggjandi verkefni Valorku ehf. er annars vegar að ljúka 3. áfanga þróunarverkefnis hverfilsins og hinsvegar í staðarvali fyrir prófanir og síðari notkun hverfilsins.  Þær rannsóknir verða gerðar í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Verkís og munu þær niðurstöður nýtast öllum aðilum samstarfsins. 

Úthlutaðir voru tuttugu 400 þúsund króna styrkir til eftirtalda aðila:

 • Bjargey Ingólfsdóttir - „Baralega", nýjung á hjálpatækjamarkaðnum fyrir fjölfatlaða.
 • Gísli Sverrir Árnason - Eyðibýli á Íslandi, ferðaþjónusta.
 • Þórunn Jónsdóttir - FAFU, þátttaka á sýningunni Childcare Expo 2011.
 • Inga Dóra Jóhannesdóttir - Flakkari, útivistarsokkar.
 • Hjálmar Árnason - Keilir ehf.,flugvirkjabúðir.
 • Þórður Pétursson - Hvannalindir, geithvönn, grunnur að heilsu.
 • Gunnar Jacobsen - Software.is ehf. , LIX hugbúnaðarkerfi, greinir leshæfni íslensks texta.
 • Karna Sigurðardóttir - Íslenskar vörur úr íslensku hráefni.
 • Guðrún Valdimarsdóttir - Trékubbar gerðir úr íslensku lerki.
 • Bryndís Guðmundsdóttir - Raddlist ehf. Leikum og lærum með hljóðin.
 • Ragnheiður Eiríksdóttir - Knitting Iceland, prjónaferðir til Íslands.
 • Þröstur Heiðar Erlingsson, Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir - Kjötvinnsla í Birkihlíð.
 • Smári Jósafatsson - Smart Motion Running, hlaupastílsnámskeið.
 • Sveinbjörg Hallgrímsdóttir - Svartfugl listhús ehf., markaðssókn hönnunar og lífsstílsvara.
 • Sverrir Pétursson - Prjónamunstur.is.
 • Geir Sigurður Jónsson - Center ehf. Golf80 - Social Scoring Network.
 • Ásta Hrönn Björgvinsdóttir - Þróun á andlits- og líkamsmaska úr íslenskum leir.
 • Kristbjörn Helgi Björnsson- Stórsaga ehf., ferðaþjónusta „Ferðast til fortíðar."
 • Kjartan Sverrisson - Þríhöfði ehf., gítarkennsla á vefnum og samfélags viðbótin PartyMode.
 • Jón Pálsson - GAIA ehf., þróun þrívíddarlíkana til birtingar upplýsinga á Google Earth.
Úthlutun nýsköpunarstyrkja

Tuttugu styrkþegar fengu úthlutað 400 þúsund krónur hver, hér ásamt Jensínu K. Böðvarsdóttur framkvæmdastjóra og Margréti O. Ásgeirsdóttur sérfræðingi í nýsköpun hjá Landsbankanum.


Úthlutun nýsköpunarstyrkja

Jensína K. Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri Þróunar hjá Landsbankanum ásamt þeim sjö styrkþegum sem fengu úthlutað 1 milljón króna hver.

20. október 2020 08:00

Hagspá Landsbankans 2020-2023: Veruleg viðspyrna næsta haust

Í hagspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5% á árinu 2020. Samdráttarskeiðið verður tiltölulega stutt en þrátt fyrir verulega viðspyrnu næsta haust verður efnahagsbatinn hægur fyrst um sinn.


Nánar

19. október 2020 13:36

HEIMA fékk Gulleggið í ár

Viðskiptahugmyndin Heima sigraði í Gullegginu 2020, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og huglægu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga.


Nánar

19. október 2020 07:59

Vikubyrjun 19. október 2020

Greiðslukortavelta Íslendinga í verslunum hér á landi jókst um 7% milli ára í september, sé miðað við fast verðlag. Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra.


Nánar

Skráðu þig á póstlista