TM útboð

Vinsamlegast leiðréttið eftirfarandi

  Villa

  Hlutafjárútboði í TM er lokið

  Almennu hlutafjárútboði í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) lauk klukkan 16:00 þann 24. apríl 2013. Alls bárust um 7 þúsund áskriftir að heildarandvirði 357 milljarðar króna. Í útboðinu buðu Stoðir 28,7% hlut í TM til sölu á verðbilinu 17,75 - 20,10 krónur á hlut og hefur stjórn Stoða ákveðið útboðsgengið í efstu mörkum, 20,10 krónur á hlut. Söluandvirðið nemur 4,4 milljörðum króna á útboðsgengi. Enginn hluthafa TM mun eiga yfir 10% eignarhlut.

  Nánar um niðurstöður útboðsins

  Gjalddagi og eindagi greiðsluseðla vegna útboðsins er 3. maí 2013 og verða hlutir í TM afhentir kaupendum 7. maí 2013. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti TM á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) verði 8. maí 2013, en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.

  Fjárfestum verður ekki sendur greiðsluseðill á pappír í hefðbundnum pósti en rafrænn greiðsluseðill verður aðgengilegur í netbönkum.

  Fjárfestar sem skráðu áskrift sína á áskriftarvef geta nálgast upplýsingar um úthlutun í útboðinu og greiðslufyrirmæli með því að slá inn kennitölu og lykilorð hér að neðan, nota skal sömu aðgangsauðkenni og notuð voru við skráningu áskriftar.

  Innskráning

     
    
  Úthlutun
  Nafn
  Kennitala
  Kaupverð
  Verð á hlut
  Fjöldi hluta
  Númer greiðsluseðils

  Greiðsluseðill hefur verið sendur í netbanka. Til að greiða greiðsluseðil utan netbanka þarf að gefa upp númer greiðsluseðils ásamt eftirfarandi upplýsingum.

  • Bankanúmer og höfuðbók: 0101-66
  • Gjalddagi: 3.5.2013
  • Kennitala móttakanda greiðslu: 471008-0280