Landsbankinn þinn

Landsbankinn þinn er heiti á stefnu Landsbankans. Bankinn hefur breyst mikið og mun breytast og eflast enn frekar í takt við stefnuna. Við skiptum ekki um nafn heldur hugarfar.

Við ætlum að vera Landsbankinn þinn

Stefna Landsbankans hvílir á fjórum meginstoðum sem allar verða að vera í jafnvægi. Þessar stoðir eru öflug liðsheild sem vísar til mannauðs bankans og hugarfars starfsmanna, traustir inniviðir sem vísar til verklags, fjárhagslegs styrks, áhættustýringar og aga í  

rekstri, ánægðir viðskiptavinir sem vísar til þjónustu við viðskiptamenn og gagnkvæms ávinnings af langtíma viðskiptasambandi og síðast en ekki síst er það ávinningur samfélags og eigenda sem gefur til kynna það hlutverk sem Landsbankinn hefur í samfélaginu.

Landsbankinn þinn 2012-2015

Framtíðarsýn Landsbankans er að vera til fyrirmyndar og sem liður í þeirri vegferð er markið sett á forystu árið 2013. Í stefnu bankans frá 2010 er forystuhlutverkið skilgreint þannig að hann verði fyrsti kostur á fjármálamarkaði, besti bankinn á Íslandi með trygga og ánægða viðskiptavini. Reksturinn skuli vera í senn hagkvæmur og arðsamur og traust á alþjóðlegum lánamörkuðum endurheimt.

Landsbankinn verður til fyrirmyndar þegar hann nýtur trausts og virðingar, er alhliðabanki í forystu á fjármálamarkaði, fyrsti valkostur í fjármálaþjónustu, hefur á að skipa metnaðarfullum og samheldnum hópi starfsmanna, er hreyfiafl í íslensku samfélagi, byggir á góðu siðferði og er álitinn góður fjárfestingakostur í dreifðu eignarhaldi.

Stefna Landsbankans var endurskoðuð haustið 2012, m.a. með aðstoð innlendra og erlendra ráðgjafa, til að leggja mat á framgang hennar til þessa og móta áherslur bankans til næstu framtíðar. Niðurstaðan var sú að draga fram hagkvæmni í rekstri, stjórnun og liðsheild og ábyrga markaðssókn sem megin áherslur innan stefnu bankans á næstu árum.

  • Hagkvæmni byggir á lækkun kostnaðar, skilvirkum ferlum, nýtingu tækninnar og virkri áhættustjórnun.
  • Stjórnun og liðsheild byggir á ábyrgri stjórnun, sameiginlegum metnaði og besta fagfólkinu.
  • Ábyrg markaðssókn byggir á langtímasambandi við viðskiptavina, vöruframboði og úrvali dreifileiða.

Stefnuáherslur

Hagkvæmni í rekstri

Það er lykilatriði að Landsbankinn nái á næstu misserum að lækka kostnað og hagræða í starfsemi sinni. Hagkvæmur rekstur, kraftmikil liðsheild og ábyrg markaðssókn eru forsendur þess að skapa Landsbankanum sterka stöðu á markaði og að hann skili ávinningi fyrir eigendur, viðskiptavini, starfsmenn og samfélagið allt. Lögð verður sérstök áhersla á hagkvæmni í rekstri með því að straumlínulaga og einfalda núverandi rekstur upplýsingatæknikerfa og lækka kostnað við rekstur þeirra og með því að vinna að innleiðingu nýrra staðlaðra kerfa.

Stjórnun og liðsheild

Samkeppnisstaða Landsbankans byggir á starfsmönnum sem hafa þekkingu og skilning á þörfum ólíkra viðskiptavina, leysa málin og sýna frumkvæði við að bjóða þjónustu og lausnir með gagnkvæma hagsmuni að leiðarljósi. Landsbankinn er einn eftirsóttasti vinnustaður landsins þar sem hæfileikar fá notið sín og hefur á að skipa framúrskarandi og metnaðarfullu fagfólki. Allir starfsmenn þekkja væntingar bankans til sín og góð frammistaða er metin að verðleikum. Öflug liðsheild er grunnurinn að því að Landsbankinn sé traustur samherji í fjármálum sem hjálpar viðskiptavinum að ná árangri. Styrkur heildarinnar er lykillinn að sterkri stöðu bankans.

Ábyrg markaðssókn

Ábyrg markaðssókn felur í sér að vaxa hóflega og fjölga góðum viðskiptavinum þar sem tekið er tillit til ytri þátta eins og hagvaxtar og innri viðmiða eins og áhættuvilja, markmiða um eignagæði, stöðu og arðbærni helstu atvinnugreina og að verðlagning taki mið af áhættu. Með ábyrgri markaðssókn ætlar bankinn að styrkja langtímasamband sitt við viðskiptavini, en lykilþættir í slíku sambandi eru dreifileiðir, fjölbreytt og vandað vöruframboð og góð þjónusta.

Siðasáttmáli

Siðasáttmáli hefur verið skrifaður fyrir Landsbankann og starfsmenn hans. Siðasáttmálinn tók gildi 1. mars 2011 og allir starfsmenn hafa skrifað undir hann. Starfsmenn munu framvegis staðfesta siðasáttmálann árlega. Siðasáttmálinn myndar grunnviðmið fyrir góða viðskiptahætti. Sáttmálinn er hornsteinn í stefnu Landsbankans.

Lesa siðasáttmála Landsbankans

Láttu í þér heyra

Okkur er umhugað um að heyra í þér og hvetjum þig til að senda okkur ábendingar, fyrirspurn, kvartanir eða hrós.

Hafðu samband