Skoðun

Sérfræðingar bankans, innlendir og erlendir gestapennar birta hér greinar um efnahagsmál á breiðum grundvelli. Viðfangsefnin verða fjölbreytt og má þar nefna fjármál, hagfræði, samfélagslega ábyrgð, umhverfis- og auðlindamál, rekstur, stjórnun, siðferði, atvinnulíf, nýsköpun, gjaldmiðla og gjaldeyrisviðskipti.

Hvað kennir sagan?

Árið 1873 var Ísland sem hluti af Danmörku, aðili að Myntbandalagi Norðurlandanna (Danmörk, Noregur og Svíþjóð). Hvert kíló af gulli skyldi kosta 2.480 krónur. Hvert ríki gat gefið út sínar krónur en verðmætið skyldi fest við gull og krónurnar gjaldgengar í ríkjunum þremur. Myntbandalag Norðurlandanna leystist upp á tímabilinu 1914 til 1924.

Árið 1886 hófst íslensk seðlaútgáfa þegar Landsbankinn fékk hálfa milljón af Landssjóðsseðlum. Landssjóðsseðlar voru ekki innleysanlegir í gulli eins og aðrir norrænir seðlar en frá upphafi litið á þá sem jafngilda seðlum danska þjóðbankans. Árið 1904 var Íslandsbanki stofnaður sem mátti einnig gefa út seðla og bjó við skilyrði um gullinnlausn frá 1904 til 1914. Eftir 1914 jókst seðlaprentun gríðarlega sem ásamt óhagstæðum ytri aðstæðum leiddi til útlánabólu og verulegra erfiðleika í framhaldinu.

Árið 1873 var Ísland sem hluti af Danmörku, aðili að1 Myntbandalagi Norðurlandanna (Danmörk, Noregur og Svíþjóð). Hvert kíló af gulli skyldi kosta 2.480 krónur. Hvert ríki gat gefið út sínar krónur en verðmætið skyldi fest við gull og krónurnar gjaldgengar í ríkjunum þremur. Myntbandalag Norðurlandanna leystist upp á tímabilinu 1914 til 1924.2

Árið 1886 hófst íslensk seðlaútgáfa3 þegar Landsbankinn fékk hálfa milljón af Landssjóðsseðlum. Landssjóðsseðlar voru ekki innleysanlegir í gulli eins og aðrir norrænir seðlar en frá upphafi var litið á þá sem jafngilda seðlum danska þjóðbankans. Árið 1904 var Íslandsbanki stofnaður sem mátti einnig gefa út seðla og bjó við skilyrði um gullinnlausn frá 1904 til 1914. Eftir 1914 jókst seðlaprentun gríðarlega sem ásamt óhagstæðum ytri aðstæðum leiddi til útlánabólu og verulegra erfiðleika í framhaldinu.

Innan tveggja ára frá því að Ísland fékk fullveldi stóð þjóðin frammi fyrir stórfelldum efnahagsvanda. Fyrstu viðbrögð stjórnvalda voru að tryggja áframhaldandi stöðugt gengi. Íslensk króna skyldi jöfn þeirri dönsku þrátt fyrir seðlaprentun, útlánabólu, kaupmáttarrýrnun og áföll. Þegar gjaldeyrisskortur fór að sverfa að og peningar streymdu úr landinu var í mars 1920 innflutningur óþarfa bannaður.

Fyrsta skráning á gengi krónunnar átti sér stað í júní 1922. Árið 1923 var gengið látið ráðast af framboði og eftirspurn. Gengið réðst á markaði og leiddi það til þess að gengi krónunnar gagnvart sterlingspundi lækkaði en sú þróun bætti afkomu atvinnuveganna og gjaldeyrisviðskipti komust í jafnvægi. Þrátt fyrir jákvæð áhrif fljótandi gengis var það í hugum flestra aðeins bráðabirgðalausn þar sem fast og stöðugt gengi var álitin hin endanlega lausn. Þessi stefna átti öflugan málsvara í Jóni Þorlákssyni sem varð fjármálaráðherra 1924.

Þegar krónan lækkaði mikið 1924 skipaði Alþingi nefnd sem fékk það hlutverk að stuðla að föstu eða hærra gengi krónunnar! Í samræmi við tíðarandann töldu flestir sjálfsagt að stefna að föstu og stöðugu gengi. Snerist ágreiningurinn um gengi og viðmið. Þegar Alþingi gat ekki komið sér saman um málið var látið duga að skora á ríkisstjórn og banka að koma í veg fyrir frekari röskun á gengi krónunnar. Það varð því ekkert úr því að Íslendingar tækju upp gullfót eins og flestar aðrar þjóðir Evrópu. Þess í stað festist gengi krónunnar við gengi sterlingspunds sem fyrst hafði verið skráð í lok október 1925 og hélst óbreytt til 1939. Þann 20. september 1931 var sterlingspundið tekið af gullfæti. Við þetta kom hik á íslensk stjórnvöld og spurningar vöknuðu hvort rétt væri að miða áfram við pundið.

Eftir skamma yfirlegu var ákveðið að láta krónuna fylgja pundinu áfram og gengisskráning tekin upp að nýju 3. október 1931. Hins vegar var gripið til hliðarráðstafana sem áttu eftir að hafa langvarandi áhrif. Sett var reglugerð um skilaskyldu gjaldeyris og skömmu síðar víðtæk innflutningshöft. Þar með var stofnað til haftakerfis með allri þeirri sóun og spillingu sem slíku fylgir og það plagaði þjóðina í áratugi.

Það má halda því fram að krafa Íslendinga um stöðugt gengi óháð undirliggjandi getu hagkerfisins til að standa undir kaupmætti sé ástæða hafta árið 1920. Þremur árum síðar styrktist atvinnulífið við það að gengi krónunnar fékk að ráðast á markaði og jafnvægi komst á gjaldeyrismarkað. Hins vegar var krafan um stöðugt og fast gengi áfram hávær og krónan fest við pundið 1925. Þegar sterlingspundið var tekið af gullfæti árið 1931 töldu menn skilaskyldu og höft nauðsynleg til að viðhalda stöðugleika gengisins. Sú ráðstöfun varð afdrifarík og festu landið í höft sem ekki voru að fullu afnumin fyrr en 1995.

Gengi sem miðast við óskir og drauma um stöðugleika og styrk óháð undirliggjandi hagkerfi og veruleika hélt ekki 1920, 1931 og 2008. Sagan segir okkur hins vegar að ef slíkir draumar ráða ferðinni þá þarf að grípa til hafta, sætta sig við gengishrun eða hvoru tveggja. Saga krónunnar frá 1920 og 1931 segir okkur að draumurinn um stöðugt gengi umfram raunsætt mat á veruleikanum kallar á höft. Sagan frá 2008 sýnir okkur að falskt gengi í boði hávaxtastefnu Seðlabankans, óháð getu undirliggjandi hagkerfis til að standa undir slíku gengi, olli á endanum hruni og höftum í framhaldinu.

Enn á ný er krafist stöðugs gengis ótengt undirliggjandi hagkerfi og aðstæðum.

Hvað getum við lært af sögunni?

Heimildir

  1. Jóhannes Nordal, „Efnahagslegt sjálfstæði Íslendinga“, Erindi á Söguþingi í Reykjavík, 31. maí 1997.
  2. Michael D. Bordo og Lars Jonung (1999), „THE FUTURE OF EMU: WHAT DOES THE HISTORY OF MONETARY UNIONS TELL US?“, Working Paper 7365, NBER, september 1999.
  3. Birgir Kjaran (1972) formaður Bankaráðs Seðlabanka Íslands, „200 ár liðin frá sláttu myntar með nafni Íslands“, Morgunblaðið, 13. apríl 1972.

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein