Nýsköpunarstyrkir

Markmið nýsköpunarstyrkja er að gefa frumkvöðlum tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu. Þeim er einnig ætlað að styðja frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða þjónustu eða sækja námskeið sem sannanlega byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.

Sérstök dómnefnd skipuð tveimur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt.

Úthlutun nýsköpunarstyrkja sem fyrirhuguð var í nóvember hefur verið frestað til byrjunar árs 2015.

Umsóknarfrestur nýsköpunarstyrkja rennur út mánudaginn 1. desember 2014. Stefnt er að úthlutun í byrjun árs 2015 og er öllum umsækjendum svarað.

Heildarupphæð styrkja nemur allt að 10.000.000 kr. og verða þeir veittir í tveimur þrepum:

 • Hærri styrkir fyrir lengra komin verkefni eru 500.000 - 2.000.000 kr.
 • Lægri styrkir fyrir fyrstu skrefin eru 200.000 - 500.000 kr.

Dómnefnd ákvarðar endanlega styrkupphæð verkefna.

Verkefni sem einkum koma til greina eru:

 • Ný viðskiptahugmynd.
 • Þekkt viðskiptahugmynd sem er þróuð fyrir nýtt markaðssvæði.
 • Ný vara.

Við mat á verkefnum er einkum litið til að:

 • Viðskiptahugmyndin sé áhugaverð.
 • Teymið/frumkvöðull er vel hæfur og líklegur til að koma verkefni lengra.
 • Markhópur og tekjur eru vel settar fram.
 • Verkefnið verður sjálfbært til lengri tíma litið.
 • Góðar líkur eru á að verkefnið komi til framkvæmda.
 • Verkefnið hafi samfélagslegt gildi s.s. atvinnusköpun, afleiddar tekjur, afleidd tækifæri.
 • Viðskiptaáætlun sé trúverðug.
 • Heildarfjármögnun er sett fram og staða hvers liðar fyrir sig skýrð.

Mikilvægt er að hafa í huga að gæði umsóknar getur ráðið úrslitum þegar um er að ræða sambærilegar viðskiptahugmyndir eða verkefni.

Falli þín viðskiptahugmynd ekki undir framangreint hvetjum við þig til að kanna hvort aðrir sjóðir gætu hentað. Við hvetjum þig til að afla þér nýrrar þekkingar, deila þinni reynslu og stofna til tengsla sem geta gagnast við framgang þinnar hugmyndar á Iceland Innovation UnConference í lok janúar.

Styrkflokkar

Hærri styrkir

Hærri styrkir eru ætlaðir  lengra komnum verkefnum fyrir:

 • Kaup á efni, aðstöðu, tækjum eða sérfræðiþjónustu.
 • Þátttöku í vörusýningum.
 • Markaðssetningu.

Nauðsynleg fylgigögn fyrir hærri styrki:

 • Viðskiptaáætlun (að hámarki 15 bls.).
 • Síðasti ársreikningur eða aðrar upplýsingar um rekstur ef á við.
 • Upplýsingar um aðra fjármögnun liggi fyrir frá umsækjendum þar sem það á við og komi það fram í viðskiptaáætlun (þ.e. tryggð fjármögnun eða ekki). 
 • Önnur fylgigögn sem styrkja umsókn og rúmast innan stærðarmarka.
 • Nafn fylgigagna skal alltaf byrja á heiti verkefnisins, dæmi: Dýrafóður_viðskiptaáætlun. 
 • Hvert viðhengt skjal getur verið allt að 20MB og hámarksfjöldi viðhengja er skilgreindur í umsóknarforminu. Ekki verður tekið við fleiri viðhengjum en þeim sem skilgreind eru í umsóknarforminu.Vinsamlegast veljið því þau viðhengi sem eiga best við viðskiptahugmyndina.

Lægri styrkir

Ætlaðir hugmyndum á frumstigi fyrir:

 • Námskeið sem sannarlega byggja upp færni/þekkingu vegna framgangs hugmyndar.
 • Kaup á sérfræðiþjónustu vegna framgangs hugmyndar.
 • Aðstöðusköpun.

Nauðsynleg fylgigögn fyrir lægri styrki:

 • Kynning á viðskiptahugmynd í texta (að hámarki 2 bls.) eða á myndbandi.
 • Önnur fylgigögn sem styrkja umsókn og rúmast innan stærðarmarka.
 • Nafn fylgigagna skal alltaf byrja á heiti verkefnisins, dæmi: Dýrafóður_viðskiptaáætlun. 
 • Hvert viðhengt skjal getur verið allt að 20MB og hámarksfjöldi viðhengja er skilgreindur í umsóknarforminu. Ekki verður tekið við fleiri viðhengjum en þeim sem skilgreind eru í umsóknarforminu.Vinsamlegast veljið því þau viðhengi sem eiga best við viðskiptahugmyndina.

Nánari upplýsingar

Helstu spurningum er svarað undir Spurt og svarað en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á nyskopun@landsbankinn.is.