NCI-kóði

NCI-kóði einstaklinga

NCI-kóði (e. national client identifier) er alþjóðlegt kennimerki einstaklinga sem byggist á kennitölum, skattkennitölum og vegabréfsnúmerum sem ríki úthluta einstaklingum. Samsetning NCI-kóða er mismunandi eftir ríkisfangi, sjá lista. Fjármálafyrirtæki styðjast við NCI-kóða í skýrslugjöf um viðskipti með fjármálagerninga til eftirlitsaðila.

Hverjir þurfa að upplýsa um NCI-kóða?

Einstaklingur sem eingöngu hefur íslenskt ríkisfang þarf ekki að upplýsa um NCI-kóða sinn. Einstaklingur sem hefur annað ríkisfang en íslenskt eða tvöfalt ríkisfang þarf að upplýsa Landsbankann um alla erlenda NCI-kóða sína.

Senda má upplýsingar um NCI-kóða einstaklinga í tölvupósti á netfangið nci@landsbankinn.is ásamt nafni, íslenskri kennitölu og nafni landsins sem þú ert einnig með ríkisfang.

Algengar spurningar

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur