Útgáfa

Hagfræðideild Landsbankans birtir hér yfirlit, greiningar og rannsóknir er snúa að þróun og horfum helstu hagvísa, svo sem verðbólgu, stýrivöxtum, hagvexti, atvinnuleysi og utanríkisviðskipum.

Hagsjá: Spáum 0,4% hækkun VNV í apríl

Hagstofa Íslands birtir aprílmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 29. apríl. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitalan hækki um 0,4% milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka um 0,2 prósentustig; úr 2,2% í 2,4%. Ársverðbólgan verður því enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Samantekt

Hagstofa Íslands birtir aprílmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 29. apríl. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitalan hækki um 0,4% milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka um 0,2  prósentustig; úr 2,2% í 2,4%. Ársverðbólgan verður því enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Spáum 0,4% hækkun VNV í apríl

 

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Vikubyrjun: mánudagurinn 14. apríl

Útboði á 27% hlut í HB Granda lauk á fimmtudaginn. Niðurstöður útboðsins voru að 27% hlutur var seldur fyrir 13,6 milljarða króna á genginu 27,7 krónur á hlut. Lánamál ríkisins gáfu út markaðsupplýsingar í apríl á miðvikudaginn. Seðlabankinn gaf út Fjármálastöðugleika á fimmtudaginn. Í skýrslunni segir að margt bendi til þess að áhætta í fjármálakerfinu hafi minnkað frá síðasta vori.

Helsta frá vikunni sem leið

Útboði á 27% hlut í HB Granda lauk á fimmtudaginn. Niðurstöður útboðsins voru að 27% hlutur var seldur fyrir 13,6 milljarða króna á genginu 27,7 krónur á hlut.

Lánamál ríkisins (LR) gáfu út markaðsupplýsingar í apríl á miðvikudaginn.

Seðlabankinn gaf út Fjármálastöðugleika á fimmtudaginn. Í skýrslunni segir að margt bendi til þess að áhætta í fjármálakerfinu hafi minnkað frá síðasta vori. Einnig er bent á að helstu áhættuþættir fyrir fjármálakerfið um þessar mundir tengjast greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins.

Hagstofan gaf út nýja þjóðhagsspá á föstudaginn. Hagstofan gerir ráð fyrir 2,7% hagvexti árið 2014, 3% árið 2015 og um 3% 2016-2018. Hagstofan spáir því að verðbólgan verði 2,6% á árinu 2014 en aukist eftir það og verði á bilinu 3,1-3,4% 2015 og 2016.

Á föstudag var útboð á ríkisbréfum.  Fjórum tilboðum var tekið fyrir 6.500 m. kr. að nafnverði á söluverðinu 103,090 (4,64% ávöxtunarkröfu) í ríkisbréfaflokknum RIKB 16 1013. Fimm tilboðum var tekið fyrir 1.400 m. kr. að nafnverði á söluverðinu 99,950 (6,25% ávöxtunarkröfu) í ríkisbréfaflokknum RIKB 20 0205. Alls eru LR búin að selja 8,1 ma. kr. að söluvirði á fjórðungnum, en stefna á að selja ríkisbréf á bilinu 10 til 20 ma. kr. á 2F.

Einnig var útboð á ríkisvíxlum á föstudeginum. Þrátt fyrir að tilboðum að nafnvirði 6,1 ma. kr. bárust í þriggja mánaða víxla ákvað LR hafnaði öllum tilboðum. Tilboðum að nafnvirði 2,7 ma. kr. bárust í sex mánaða víxlum og ákvað LR að taka tilboðum að nafnvirði 630 m. kr.  Krafan á sex mánaða víxlunum var 4,1% í samanburði við 4,5% í útboðunum í febrúar og mars.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,0% í vikunni. Mest hækkuð bréf í Marel (+10,4%) og N1 (+2,7%), en Icelandair (-1,1%) lækkaði mest.

Krónan styrktist lítillega  í vikunni á móti helstu gjaldmiðlunum, mest á móti Bandaríkjadal (USDISK = 111,7; -1,4%) en minna  á móti sterlingspundi (GDPISK = 186,9; -0,4%) og evrunni (EURISK = 155,1; -0,1).

Vikan framundan

Á mánudaginn birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í mars.

Á þriðjudag koma tölur um skráð atvinnuleysi frá Vinnumálastofnun og Hagstofan gefur út Hagtíðindin Gistiskýrslur 2013.

Hagtölur 14. apríl 2014

Innlendar markaðsupplýsingar 14. apríl 2014

Erlendar markaðsupplýsingar 14. apríl 2014

Mynd vikunnar

Síðan í byrjun árs 2013 hefur krónan styrkst á seinustu fimm virkum dögum mánaðarins 13 sinnum, en einungis veikst tvisvar. Að meðaltali hefur verð á einni evru lækkað um 58 aura á seinustu fimm dögum sem markaðir eru opnir á þessu tímabili. Til samanburðar hefur verð á evru að meðaltali lækkað um 22 aura fyrstu fimm daga mánaðar sem markaðir eru opnir og hækkað um 66 aura þess á milli.

Á þessu tímabili hefur velta á seinustu fimm viðskiptadögum mánaðarins verið að meðaltali 6,5 m. evra á dag í samanburði við 3,6 m. evru veltu á dag fyrstu fimm dagana og 4,2 m. evru veltu þess á milli.

Við teljum líklegast að hér séu fyrirtæki í útflutningi að selja gjaldeyri í lok mánaðar til þess að eiga fyrir launum og öðrum kostnaði í krónum um mánaðamót. Eðli skilvirkra fjármálamarkaða er hins vegar að þekktar hreyfingar eyðast, þannig að það verður fróðlegt að fylgjast með hvort þetta munstur verði áfram við líði næstu mánuði.

Sjá nánar í Hagsjá um gjaldeyrismarkaðinn sem við gáfum út í vikunni.

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Gengið svo til óbreytt milli mánaða

Krónan stóð næstum óbreytt í mánuðinum, og stóð í 155,3 krónum á evru í lok mánaðarins í samanburði við 155,0 í lok febrúar. Um þriðjungur af veltu mánaðarins átti sér stað á einum degi, en fimmtudaginn 27. mars skiptu 34 m. evra um hendur. Þetta er fjórða mesta velta á einum degi síðan í byrjun árs 2009. Þar af keypti Seðlabanki Íslands 15 m. evra.

Samantekt

Krónan stóð næstum óbreytt í mánuðinum, og stóð í 155,3 krónum á evru í lok mánaðarins í samanburði við 155,0 í lok febrúar. Um þriðjungur af veltu mánaðarins átti sér stað á einum degi, en fimmtudaginn 27. mars skiptu 34 m. evra um hendur. Þetta er fjórða mesta velta á einum degi síðan í byrjun árs 2009. Þar af keypti Seðlabanki Íslands 15 m.evra.

Innan mánaðar veiktist krónan fyrri hluta mánaðar, en styrktist undir lok mánaðar í nokkrum miklum viðskiptum. Þetta er langt frá því að vera óvenjulegt munstur innan mánaðar. Síðan í byrjun árs 2013 hefur krónan styrkst síðustu fimm virka daga mánaðarins 13 sinnum, en einungis veikst tvisvar. Við teljum líklegast að hér séu fyrirtæki í útflutningi að selja gjaldeyri í lok mánaðar til þess að eiga fyrir launum og öðrum kostnaði í krónum um mánaðamót.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Gengið svo til óbreytt milli mánaða

 

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Hagsjá: Uppbygging innviða í ferðaþjónustu og ábyrgð opinberra aðila

Um þessar mundir er uppgangur í ferðaþjónustu og fjölgun ferðamanna það mikil að hefðbundin uppbygging eins og við þekkjum hana nær varla að halda í horfinu. Á þessu ári má ætla að fjöldi ferðamanna verði tvöfaldur miðað við árið 2010, eða tæplega þrefaldur íbúafjöldi landsins. Tekjur hins opinbera af þeim, t.d. vegna virðisaukaskatts og eldneytisgjalda, hafa því aukist verulega.

Samantekt

Um þessar mundir er uppgangur í ferðaþjónustu og fjölgun ferðamanna það mikil að hefðbundin uppbygging eins og við þekkjum hana nær varla að halda í horfinu. Á þessu ári má ætla að  fjöldi ferðamanna verði tvöfaldur miðað við árið 2010, eða tæplega þrefaldur íbúafjöldi landsins. Tekjur hins opinbera af þeim, t.d. vegna virðisaukaskatts og eldneytisgjalda, hafa því aukist verulega.

Umræða um gjaldtöku af ferðamönnum er mikil nú og margar skoðanir á lofti. Það virðist ljóst að traust skortir í ferðaþjónustu á því að tekjur af einni sameiginlegri skattlagningu eða gjaldtöku skili sér á rétta staði. Eitt hlutverk hins opinbera er að hafa forystu um verkaskiptingu og þátttöku allra aðila, svo sem sveitarfélaga, landeigenda og fyrirtækja til þess að árangur náist. Sé vilji til aukinnar skattlagningar á ferðamenn gæti verið heppilegur tími til þess að hefja hana einmitt núna.

Ýmislegt bendir til þess að við ráðum ekki að óbreyttu við áframhaldandi fjölgun ferðamanna sé gengið út frá hefðbundnum vinnuaðferðum og þróun í greininni.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Uppbygging innviða í ferðaþjónustu og ábyrgð opinberra aðila

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Vikubyrjun: mánudagurinn 7. apríl

Umframeftirspurn var í almennu hlutafjárútboði í Sjóvá sem lauk í vikunni. Útboðsgengi í tilboðsbók A, þar sem tekið var við áskriftum undir  10 m. kr., er 11,90 krónur á hlut og í tilboðsbók B, þar sem tekið var við áskriftum yfir 10 m. kr., er 13,51 króna á hlut. Í dag er fyrsti dagur í almennu útboði á 27% hlut í HB Granda, en útboðinu lýkur á fimmtudag.

Helsta frá vikunni sem leið

Umframeftirspurn var í almennu hlutafjárútboði í Sjóvá sem lauk í vikunni. Útboðsgengi í tilboðsbók A, þar sem tekið var við áskriftum undir  10 m. kr., er 11,90 krónur á hlut og í tilboðsbók B, þar sem tekið var við áskriftum yfir 10 m. kr., er 13,51 króna á hlut.

Lánamál ríkisins (LR) birtu ársfjórðungsáætlun fyrir 2. ársfjórðung í vikunni. Alls verða boðin til sölu ríkisbréf fyrir 10-20 ma. kr. á fjórðungnum. Alls áætla LR að útgáfa ríkisbréfa nemi 50 ma. kr. að söluvirði árið 2014, en á fyrsta fjórðungi seldi LR ríkisbréf að söluvirði 20,2 ma. kr. Ef áætlun LR á fjórðungnum gengur eftir er ljóst að meirihluti heildarútgáfu ríkisbréfa verður á fyrri helmingi ársins.

Samkvæmt mati Hagstofunnar sem var birt í vikunni var afgangur af vöruskiptum við útlönd hagstæður um 11,2 ma. kr. á fyrstu tvo mánuði ársins  og 1,1 ma. kr. í mars. Alls er afgangurinn á fyrsta fjórðungi því 12,3 ma. kr., sem er um helmingi minni afgangur en á sama tímabili í fyrra.

Seðlabanki Íslands (SÍ) birti í vikunni fundargerð peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunar 19. mars. Þar kom meðal annars fram að nefndarmönnum þótti koma til álita að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. Nefndarmenn voru sammála um að verðbólguhorfur hefðu batnað en töldu hins vegar ekki tímabært að lækka vexti, meðal annars vegna þess að lengri tíma verðbólguvæntingar virtust enn vera töluvert yfir verðbólgumarkmiðinu. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum.

SÍ birti einnig í vikunni Hagvísa fyrir marsmánuð.

Gistinætur á hótelum í febrúar voru 160 þús. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta. Fjöldi gistinátta erlenda gesta fjölgaði um 25% miðað við sama tíma í fyrra meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 1%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,5% í vikunni. Mest hækkuð bréf í VÍS (+4,9%), Icelandair (+4,3%) og Eimskip (+3,6%). Engin félög lækkuðu í vikunni.

Krónan stóð óbreytt á móti evrunni (EURISK = 155,3) og sterlingspund (GBPISK = 187,9) í vikunni. Hún veiktist hins vegar lítillega á móti  Bandaríkjadal (USDISK = 113,3; +0,4%).

Vikan framundan

Í dag er fyrsti dagur í almennu útboði á 27% hlut í HB Granda, en útboðinu lýkur á fimmtudag.

Á miðvikudag birta LR  markaðsupplýsingar og SÍ fjármálastöðuleikaskýrslu.

Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti Sjóvár á aðalmarkaði Kauphallarinnar verði á föstudaginn, en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.

Á föstudag er síðan fyrirhugað bæði útboð á ríkisbréfum og ríkisvíxlum. Sama dag birtir Hagstofan nýja þjóðhagsspá.

Hagtölur 7. apríl 2014

Innlendar markaðsupplýsingar 7. apríl 2014

Erlendar markaðsupplýsingar 7. apríl 2014

Mynd vikunnar

Á myndinni sést hlutfall á milli nýrra íbúðalána bankanna og veltu á íbúðamarkaði. Það er athyglisvert að íbúðalán virðast hafa fjármagnað sífellt minni hluta veltunnar síðasta hálfa árið og er breytingin veruleg. Sjá nánar í Hagsjá um íbúðalán sem við gáfum út í vikunni.

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein


Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér eru unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær eru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara. | Lesa allan fyrirvarann

RSS