Efnahagsmál

Hagfræðideild Landsbankans birtir hér yfirlit, greiningar og rannsóknir er snúa að þróun og horfum helstu hagvísa, svo sem verðbólgu, stýrivöxtum, hagvexti, atvinnuleysi og utanríkisviðskipum.

-

Vegvísir: Landsbankinn varar eindregið við samþykkt frumvarpa sjávarútvegsráðherra í óbreyttri mynd

Lagafrumvörp um stjórnun fiskveiða og veiðigjöld

Landsbankinn gerir athugasemdir við að ekki hafi verið gerð ítarleg og nákvæm greining á áhrifum tillagnanna á raunverulegar rekstrarforsendur þeirra fyrirtækja sem nú starfa í sjávarútvegi hér á landi. Þá virðast ekki hafa verið metin þjóðhagsleg heildaráhrif frumvarpanna, þar með talin ýmis afleidd áhrif tillagnanna á atvinnu, byggðamál og samfélag.

Verðbólgan festist í sessi

Hækkun vístölu neysluverðs milli mars- og aprílmælinga Hagstofunnar var meiri en opinberar spár höfðu gert ráð fyrir. Hjöðnun verðbólgunnar verður að öllum líkindum hægari á næstu mánuðum en gert hafði verið ráð fyrir. Hagfræðideild Landsbankans hefur vaxandi áhyggjur af hugsanlegri víxlverkun launa og verðlags á næstu misserum.

Heldur dregur úr atvinnuleysi

Atvinnuleysið í mars lækkaði milli ára og gerir Hagfræðideild ráð fyrir að sú þróun haldi áfram á árinu.  Svo virðist sem lækkun atvinnuleysis skýrist að einhverju leyti af því að fólk er að færast af vinnumarkaði.

Raungengi krónunnar undir jafnvægi

Raungengi krónunnar er 20% undir meðaltali þess frá aldamótum og hefur það meðaltal oft verið notað sem meginviðmið um hvert raungengið ætti að vera í jafnvægi. Sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mátu jafnvægisraungengi íslensku krónunnar nýverið og er niðurstaða þeirra að krónan sé ekki jafn langt undir jafnvægi sínu eins og ofangreint meðaltal gefur til kynna.

Meiri samhljómur innan peningastefnunefndar árið 2011 en trúverðugleikinn lítill

Almennt séð var meiri samstaða innan peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands við vaxtaákvarðanir á síðasta ári samanborið við árið 2010. Trúverðugleiki peningastefnunnar er hinsvegar í lágmarki sem endurspeglast m.a. í þrálátri verðbólgu og háum langtímaverðbólguvæntingum. Þrátt fyrir að verðbólgan sýni lítil merki þess að vera í rénun hefur peningastefnunefndin farið mjög hægt í hækkun stýrivaxta.

Fjárhagsstaða heimilanna

Greining Seðlabankans bendir til þess að í lok árs 2010 voru 37,5% skuldsettra íbúðaeigenda í skuldavanda en um 20% í greiðsluvanda. Eitt af hverjum tíu skuldsettum heimilum á landinu glímir hinsvegar bæði við greiðslu- og skuldavanda.

Vegvísir - apríl 2012


Fyrirvari

Innihald og form þeirra greininga sem birtast hér eru unnið af starfsmönnum Hagfræðideildar Landsbankans hf. og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem þær voru unnar. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar þær eru dagsettar, en þær geta breyst án fyrirvara. | Lesa allan fyrirvarann

RSS