Beina brautin

Samkomulag um Beinu brautina runnið út

Beina brautin var samræmt átak við að endurskipuleggja skuldir lítilla og meðalstórra lífvænlegra fyrirtækja sem skulduðu minna en 1.000 milljónir króna. Á grundvelli hennar veitti Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum tímabundna heimild til að samræma úrlausnir vegna greiðsluvanda fyrirtækja til 30. júní 2012.

Önnur úrræði sem vísað er til á vef bankans munu þó áfram standa þeim fyrirtækjum til boða sem þarfnast endurskipulagningar.

Nánar

Í hnotskurn

Lítil og meðalstór fyrirtæki með skuldir allt að 1.000 m. kr. geta fengið skuldir sínar lækkaðar niður að endurmetnu eigna- og rekstrarvirði þeirra, hvoru sem er hærra, að viðbættu virði annarra trygginga og ábyrgða fyrir skuldum fyrirtækis.

 • Með þessum aðgerðum er Landsbankinn að hraða úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
 • Fyrirtæki sem eru lífvænleg og eru með skuldir undir 1.000 m. kr. fá tillögu að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrir 1. júní 2011.
 • Traust og trúnaður þarf að ríkja milli hagsmunaaðila og áframhaldandi þátttaka núverandi eigenda og/eða lykilstjórnenda er mikilvæg fyrir fyrirtækið.
 • Skuldir fyrirtækis eru aðlagaðar að virði eigna og rekstrar, hvoru sem er hærra, að viðbættu virði annarra trygginga og ábyrgða fyrir skuldum fyrirtækis.
 • Ábyrgðir og skuldir eigenda eru endurmetnar á grundvelli greiðslugetu og eignastöðu, samhliða endurskipulagningu.
 • Möguleiki er að fá mat þriðja aðila á virði fyrirtækis.
 • Öllum verður boðið að samþykkja skuldauppgjör og endurskipulagningu með fyrirvara um betri rétt samkvæmt niðurstöðu dómstóla.

Skilyrði

 • Fyrirtækið er lífvænlegt.
 • Áframhaldandi rekstur tryggir best hagsmuni kröfuhafa.
 • Áframhaldandi þátttaka núverandi eigenda og/eða lykilstjórnenda er mikilvæg fyrir verðmæti fyrirtækis.
 • Traust og trúnaður ríkir milli hagsmunaaðila.
 • Ársreikningar síðustu 2-3 ára þurfa að liggja fyrir, þar af ársreikningur 2009 og drög að rekstrarreikningi 2010.
 • Ítarlegar sjóðstreymisáætlanir.
 • Skattframtöl 2010 og 2009 ef eigendur eru í sjálfskuldarábyrgðum.

Spurt og svarað

 • Á hverju byggir samkomulagið?
 • Hvaða fyrirtæki falla undir samkomulagið?
 • Hvað er skoðað við mat á fyrirtækinu?
 • Hver eru viðmiðin við niðurfærslu skulda?
 • Hvernig er heildarskuldsetning samsett?
 • Hvernig fer með ábyrgðir eigenda eða þriðja aðila?
 • Eru fyrirtæki að fyrirgera betri rétti?
 • Hvernig verður aðkomu ríkisins háttað?
 • Hvernig er virði fyrirtækja metið?
 • Hvernig er tekið á ágreiningi innan kröfuhafahópsins?