Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans veitir fyrirtækjum og fjárfestum sjálfstæða ráðgjöf varðandi kaup, sölu og samruna fyrirtækja og rekstrareininga. Ennfremur hefur hún umsjón með hlutafjár-útboðum, skráningu hlutafjár í kauphöll og veitir ráðgjöf því tengdu.

Þjónusta sem við bjóðum upp á

Kaup og sala á fyrirtækjum

Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með kaupum og sölum á fyrirtækjum eða rekstrareiningum. Í slíkum ferlum sér Fyrirtækjaráðgjöf um allt kaup- eða söluferlið, hefur umsjón með áreiðanleikakönnunum ef við á og stýrir samningaviðræðum.

Fyrirtækjaráðgjöf leitar einnig að hentugum fjárfestingarkostum fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Þar vinnur Fyrirtækjaráðgjöf náið með viðkomandi fjárfesti við skimun mögulegra fjárfestingarkosta í þeim tilgangi að finna þau fjárfestingartækifæri sem henta og skila ávinningi fyrir fjárfestinn.

Fjárhagsleg endurskipulagning

Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja. Fyrirtækjaráðgjöf leggur fram sitt mat á þörf á endurskipulagningu efnahags fyrirtækja, stýrir viðræðum við lánardrottna og hefur umsjón með öflun nýs eigin fjár.

Hafðu samband

Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans
í síma 410 7340 eða í netfangið 
fyrirtaekjaradgjof@landsbankinn.is.

Skráning á verðbréfamarkaði

Fyrirtækjaráðgjöf þjónustar félög sem skráð eru á verðbréfamarkað. Þessi þjónusta felst meðal annars í umsjón með hlutafjárútboðum og nýskráningu fyrirtækja á markað. Fyrirtækjaráðgjöf hefur einnig umsjón með yfirtökutilboðum og afskráningu skráðra fyrirtækja.

Fjármögnun

Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með fjármögnun fyrirtækja, hvort sem hún felur í sér öflun hlutafjár, lánsfjár frá fjármálastofnunum, útgáfu skuldabréfa eða annars konar fjármögnun.


Nýleg verkefniFramtakssjóður Íslands
Júní 2014

Sala á eignarhlut Landsbankans í FSÍ og IEI.Reginn
Desember 2013

Umsjón með kaupum Klasa fasteignum og hlutafjárhækkun í Regin.HS veitur
Október 2013

Endurfjármögnun á skuldabréfum HS veitna. Útgáfa og skráning í kauphöll.
Landsbankinn
2013-2014

Sértryggð skuldabréf Landsbankans
- útgáfa og skráning í Kauphöll.Tryggingamiðstöðin
Maí 2013

Umsjón með skráningu í Kauphöll og sala á um 30% hlut í almennu útboði.Tryggingamiðstöðin
Júlí 2012

Umsjón með söluferli.
Reginn
Júní 2012

Útboð og skráning á hlutafé Regins í Kauphöll.Penninn
Júní 2012

Ráðgjöf til kaupenda.Sólning
Apríl 2012

Umsjón með söluferli.
Húsasmiðjan
Desember 2011

Umsjón með söluferli.Pizza Pizza ehf.
Júlí 2011

Umsjón með söluferli.Björgun ehf.
Júní 2011

Umsjón með söluferli.
Vestia eignarhaldsfélag
September 2010

Umsjón með söluferli, áreiðanleikakönnun og samningaviðræðum.Iðnfyrirtækið Límtré Vírnet
September 2010

Umsjón með söluferli.Lyfjadreifingarfyrirtækið Parlogis
Ágúst 2010

Umsjón með söluferli.
Bílaleigan Hertz
Apríl 2010

Umsjón með sölu eigna bílaleigunnar Hertz til fjárfesta.RARIK
Desember 2010

Umsjón með skráningu skuldabréfa í Kauphöll Íslands.Orkuveita Reykjavíkur
2010

Skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur. Útgáfa og skráning í Kauphöll.  
Kópavogsbær
2010

Skuldabréf Kópavogsbæjar. Útgáfa og skráning í Kauphöll.