Fréttir

16. apríl 2014 10:57

Hagsjá: Spáum 0,4% hækkun VNV í apríl

Hagstofa Íslands birtir aprílmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 29. apríl. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitalan hækki um 0,4% milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan hækka um 0,2 prósentustig; úr 2,2% í 2,4%. Ársverðbólgan verður því enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans.


Nánar

14. apríl 2014 13:34

Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans. Landsbankinn veitir 20 milljónum króna í samfélagsstyrki árið 2014 sem úthlutað verður í tvennu lagi. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 12. maí 2014 og verða styrkþegar kynntir í júní næstkomandi. Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði og er meirihlutinn skipaður fólki utan bankans.


Nánar

14. apríl 2014 10:30

Vikubyrjun: mánudagurinn 14. apríl

Útboði á 27% hlut í HB Granda lauk á fimmtudaginn. Niðurstöður útboðsins voru að 27% hlutur var seldur fyrir 13,6 milljarða króna á genginu 27,7 krónur á hlut. Lánamál ríkisins gáfu út markaðsupplýsingar í apríl á miðvikudaginn. Seðlabankinn gaf út Fjármálastöðugleika á fimmtudaginn. Í skýrslunni segir að margt bendi til þess að áhætta í fjármálakerfinu hafi minnkað frá síðasta vori.


Nánar