Fréttir

21. ágúst 2014 16:47

Landsbankinn hagnast um 14,9 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2014

Hagnaður Landsbankans nam 14,9 milljörðum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2014 samanborið við 15,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2013. Á öðrum ársfjórðungi var bókfærður 4,9 milljarða króna hagnaður vegna sölu Landsbankans á 9,9% hlut í FSÍ (Framtakssjóður Íslands) slhf. og öllum hlut bankans í IEI slhf. og vegna gangvirðisbreytinga á þeim hlut í FSÍ sem bankinn hélt eftir.


Nánar

20. ágúst 2014 15:31

Hagsjá: Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Stóru tíðindi dagsins eru að nefndin telur nú að ef forsendur þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabankans halda muni núverandi vaxtastig duga til að halda verðbólgu nálægt markmiði út spátímabilið, þ.e. til ársloka 2016.


Nánar

20. ágúst 2014 09:21

Landsbankinn úthlutar styrkjum vegna Akureyrarvöku

Landsbankinn hefur úthlutað styrkjum til tíu verkefna og viðburða á Akureyrarvöku en samtals voru veittar 400 þúsund krónur til verkefnanna. Styrkveitingin er hluti af samstarfi Akureyrarstofu og Landsbankans sem hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil.


Nánar