Fréttir

29. september 2014 14:07

Hagsjá: Fasteignamarkaður í jafnvægi – en óvissa framundan

Ýmsir hefðbundnir mælikvarðar benda til þess að ágætt jafnvægi ríkir á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Þetta jafnvægi er hins vegar brothætt og það er töluverð óvissa framundan.


Nánar

29. september 2014 10:29

Vikubyrjun: mánudagurinn 29. september

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,12% milli mánaða. Þetta var undir væntingum, en við höfðum gert ráð fyrir 0,2% hækkun. Langmest munar um að flugfargjöld til útlanda lækkuðu um tæp 30% sem hafði -0,5% áhrif á vísitöluna. Ársverðbólgan mælist 1,8% í september, í samanburði við 2,2% í ágúst og hefur verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í átta mánuði samfellt.


Nánar

26. september 2014 16:03

Ráðstefna: Er danska leiðin sú rétta?

Á ráðstefnu Landsbankans um íbúðalán 25. september 2014 var fjallað um íbúðalánakerfið og þær hugmyndir sem eru uppi um breytingar á því. Sumir frummælanda voru á því að danska leiðin, eða útfærsla á henni, væri rétta leiðin fyrir Ísland. Aðrir sögðu enga þörf fyrir grundvallarbreytingar á íslenska húsnæðiskerfinu.


Nánar