Fréttir

28. febrúar 2013 14:14

Vegvísir: Mikil hækkun vísitölu neysluverðs í febrúar

Stærstu tíðindin í febrúar voru veruleg hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða en ársverðbólgan jókst um 0,6 prósent.

Seðlabanki Íslands var virkur á gjaldeyrismarkaði í mánuðinum í þeim tilgangi að styðja við gengi krónunnar sem átti undir högg að sækja. Til að byrja með virtust þessar aðgerðir ekki bera tilætlaðan árangur, en undir lok mánaðarins tók krónan við sér og gengið styrktist nokkuð.

Launaþróun síðustu mánaða hefur ekki leitt til mikillar aukningar kaupmáttar. Tölur um kortaveltu sem komu í mánuðinum benda til þess að enn hægist á vexti einkaneyslu.

Sá bjartsýnistónn sem var uppi um þróun fasteignamarkaðar hefur frekar látið undan síga, en þó eru merki um töluvert líf, t.d. í kringum fjölbýli á eftirsóttum svæðum.

Vegvísir: febrúar 2013