Fréttir

25. apríl 2012 10:55

Umræðan: Litlar vísbendingar um verðbólu á fasteignamarkaði

Að svo stöddu er ekki hægt að greina neinar vísbendingar þess efnis að verðbóla sé að myndast á íslenskum fasteignamarkaði samkvæmt úttekt Hagfræðideildar Landsbankans sem birt er á Umræðuvef bankans

Fullyrðingar um að slíkt sé nú í uppsiglingu hafa verið áberandi í opinberri umræðu að undanförnu en engin merki um eignabólu eru sjáanleg í opinberum hagtölum. 

Gjaldeyrishöftin geta þó reynst Íslendingum dýrkeypt að þessu leytinu að mati Hagfræðideildar, því þau geta haft brenglandi áhrif á eðlilega verðmyndun á innlendum eignamarkaði og stuðlað að bólumyndun.

Greinin í heild á Umræðunni

06. maí 2015 14:01

Hagsjá: Umtalsverð hagvaxtaráhrif af loðnuvertíðinni

Loðnuveiðar íslenskra skipa námu um 353 þúsund tonnum á nýliðinni vertíð sem er ríflega þrefalt meiri veiði en í fyrra. Gera má ráð fyrir að útflutningsverðmætið sé um 30 milljarðar króna og að bein hagvaxtaráhrif aukins útflutnings loðnuafurða verði í kringum 0,8 prósentur.


Nánar

06. maí 2015 09:59

Opnað fyrir umsóknir um samfélagsstyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans hér á vefnum. Landsbankinn veitir 20 milljónum króna í samfélagsstyrki í ár sem úthlutað verður í tvennu lagi. Tíu milljónir koma til úthlutunar í vor og rennur umsóknarfrestur út þriðjudaginn 26. maí.


Nánar

05. maí 2015 16:35

Grunnlýsing vegna skuldabréfa Landsbankans hf.

Landsbankinn hf hefur birt grunnlýsingu undir heitinu Base Prospectus vegna skuldabréfa sem útgefin eru af Landsbankanum hf. Grunnlýsingin er á ensku og er birt á rafrænu formi á vef Landsbankans hf.


Nánar