Fréttir

20. febrúar 2012 15:13

Hagsjá: Hagfræðideild spáir 1% hækkun vísitölu neysluverðs

Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs (VNV) föstudaginn 24. febrúar næstkomandi. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitalan hækki um 1% milli mánaða. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga lækka úr 6,5% í 6,3%. Líklegt er að verðbólgan hafi náð hámarki að sinni í janúar og fari lækkandi eftir því sem líður á árið, að því gefnu að olíuverð á heimsmarkaði og gengi krónunnar haldist stöðugt.

Hagsjá: 20. febrúar 2012

23. september 2014 14:55

Traustur samherji Íslensku sjávarútvegssýningarinnar í 30 ár

Landsbankinn er einn af bakhjörlum Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2014 sem haldin verður í Smáranum dagana 25.-27. september nk. Í ár kostar bankinn sjávarútvegsverðlaunin „Framúrskarandi íslensk fiskvinnsla“.


Nánar

23. september 2014 14:12

Kynningarfundur Svanna - lánatryggingasjóðs kvenna

Svanni veitir ábyrgðatryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Kynningarfundur um sjóðinn verður haldinn kl. 12.10-13.00 miðvikudaginn 24. september í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1.


Nánar

22. september 2014 12:34

Hagsjá: Sæstrengur opnar dyr inn á stórt markaðssvæði

Möguleg tenging inn á breska raforkumarkaðinn með sæstreng gæti haft töluverð jákvæð áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Breski raforkumarkaðurinn er tugfalt stærri en sá íslenski en með tengingu gæti skapast tækifæri fyrir íslenska raforkuframleiðendur að fá hærra verð fyrir framleiðslu sína.


Nánar