Námsstyrkir

Námufélagar eiga nú kost á veglegum námsstyrkjum á framhalds- og háskólastigi fyrir skólaárið 2014-2015. Styrkirnir eru fimmtán talsins og heildarupphæð nemur 6.000.000 kr.

Sérstök dómnefnd skipuð þremur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt. Umsóknarfrestur rann út mánudaginn 17. mars 2014. Stefnt er að úthlutun í maí og verður öllum umsækjendum svarað.

Styrkirnir skiptast þannig

  • 3 styrkir til framhaldsskólanáms, 200.000 kr. hver.
  • 3 styrkir til iðn- og verknáms, 400.000 kr. hver.
  • 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 400.000 kr. hver
  • 3 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 500.000 kr. hver
  • 3 styrkir til listnáms, 500.000 kr. hver

Styrkþegar fyrri ára