Náman

Markmið Námunnar er að létta námsmönnum lífið meðan á námi stendur.
Þú færð hagstæðari kjör, betri yfirsýn yfir fjármálin og persónulegri þjónustu
sem sniðin er að þínum þörfum.

Sérsniðin þjónusta fyrir námsmenn

Nám krefst orku og einbeitingar. Það er nauðsynlegt að geta helgað sig náminu án þess að hafa áhyggjur af fjármálum. Því er mikilvægt að hafa gott skipulag á hlutunum og góða yfirsýn.

Þjónusta Námunnar og fríðindin sem fylgja aðild eru sérsniðin fyrir námsfólk; fríar kortafærslur, hagstæðir vextir af yfirdráttarlánum, námsstyrkir, afslættir og tilboð af skólavörum, tryggingum og jafnvel bíóferðum.

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves

Landsbankinn er styrktaraðili Iceland Airwaves 2014. Hátíðin nálgast óðfluga og hefur aldrei verið umfangsmeiri en í ár. Til að hita upp hefur Landsbankinn fengið til liðs við sig hljómsveitirnar Vök, Young Karin og tónlistarmanninn Júníus Meyvant sem öll hafa unnið nýtt efni sem sjá má á vefnum landsbankinn.is/icelandairwaves. Tilgangurinn er að gefa forsmekk að stærstu tónlistarhátíð ársins og dæmi um þá miklu grósku sem er að finna í íslensku tónlistarlífi.

Iceland Airwaves vefur LandsbankansÞað borgar sig að hafa yfirsýn

Á L.is, farsímaútgáfu netbankans hefur þú fjármálin alltaf við höndina og auðkennislykill er óþarfur. Ef þú ert með regluleg útgjöld, t.a.m. æfingagjöld, afborganir af lánum eða húsaleigu, er sniðugt að kynna sér sjálfvirka skuldfærslu eða greiðsluþjónustu. Í Námunni færðu líka aðgang að Meniga sem er bókhald sem sýnir þér sjálfkrafa hvert peningarnir fara. Sparnað er auðvitað mikilvægt að tileinka sér og svo er alltaf velkomið að setjast niður með þjónustufulltrúa í útibúinu og fara yfir málin.

Aukakrónur - það munar um þær

Aukakrónur er fríðindakerfi Landsbankans. Ef þú ert með A-kort safnarðu Aukakrónum í hvert sinn sem þú notar kortið og þegar þú verslar við samstarfsaðila safnarðu enn fleiri Aukakrónum. Fyrir Aukakrónurnar geturðu keypt eitthvað skemmtilegt eða gagnlegt. Samstarfsaðilarnir skipta hundruðum og þú finnur örugglega eitthvað sem þig langar í.

Náman og LÍN

Náman vill vera samherji þinn þegar kemur að námslánum. Náman býður hagstæð framfærslulán, líka í erlendri mynt ef þú ert í námi erlendis. Þjónustufulltrúinn þinn aðstoðar þig við að gera áætlun fyrir veturinn og hækka heimildina mánaðarlega. Þegar þú lýkur námi áttu kost á námslokaláni sem hjálpar þér af stað út í lífið.

Nánar um LÍN-þjónustu

Hvað þýðir að vera fjárráða

Við 18 ára aldur verða einstaklingar fjárráða. Það þýðir að þeir hafa full yfirráð yfir fjármunum sínum, bera ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum og fjárhagslegri framtíð sinni. Traust og heiðarleiki eru mjög mikilvægir þættir í bankaviðskiptum og því lykilatriði að einstaklingar byggi upp góða viðskiptasögu, því hún getur skipt miklu máli þegar fram í sækir.

Upplýsingabæklingur

Tilboð og fríðindi – nám á líka að vera skemmtilegt

Það er nauðsynlegt að verðlauna sig öðru hvoru fyrir dugnaðinn. Námufélagar fá 2 fyrir 1 í bíó, afslætti af ýmsum vörum og þjónustu, regluleg tilboð og frítt á viðburði. Það borgar sig að skrá sig í netklúbbinn og fylgjast vel með á Facebook-síðu Námunnar.

Skráning í netklúbbinn


Netklúbbur Námunnar

Netklúbburinn er þægileg leið fyrir þá sem vilja fylgjast með áreynslulaust. Þú færð sendan tölvupóst á undan öllum öðrum þegar nýir þættir í þjónustu Námunnar eru kynntir. Síðast en ekki síst eru send spennandi tilboð, eingöngu ætluð Námufélögum.

Skráðu þig í netklúbbinn

Náman á Facebook

Á Facebook-síðu Námunnar er að finna ýmis tilboð, sparnaðarráð, verðlaunaleiki og margt fleira sem gerir námið þægilegra, skemmtilegra og ódýrara. Á síðunni er líka hægt að fá svör við spurningum um vörur og þjónustu Landsbankans.

Finndu okkur á Facebook

Kostir þess að vera í Námunni

Betri kjör

  • Hagstæðir vextir
  • 150 fríar færslur
  • Kreditkort, frítt fyrsta árið
  • Yfirdráttarheimild
  • Hagstæðari tryggingar

Þjónusta

Sæktu um 

Umsókn um Námuna! Kærar þakkir fyrir að velja Námuna

Umsóknin hefur verið móttekin

Vinsamlega komdu við í næsta útibúi Landsbankans til að ganga frá umsókninni. Ef þú átt ekki afrituð skilríki hjá bankanum biðjum við þig að hafa ökuskírteini eða vegabréf meðferðis.

Ég er ekki með reikning hjá Landsbankanum og vil stofna Námureikning.

Ég er með reikning hjá Landsbankanum, en vil breyta í Námuna.

Vinsamlegast leiðréttið eftirfarandiÞjónusta