Náman

Markmið Námunnar er að létta námsmönnum lífið meðan á námi stendur.
Þú færð hagstæðari kjör, betri yfirsýn yfir fjármálin og persónulegri þjónustu
sem sniðin er að þínum þörfum.

Það munar miklu að vera í Námunni

Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, 16 ára og eldri.  Lögð er áhersla á þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og fjölbreytt fríðindi. Náman hentar því öllum námsmönnum, óháð námslandi og skólastigi. Náman býður námsmönnum hagstæðari kjör á fjármálaþjónustu með sérstaka áherslu á námslán hér á landi og erlendis.

Náman 2013


Að verða fjárráða


Náman - DarriNetklúbbur Námunnar

Netklúbburinn er þægileg leið fyrir þá sem vilja fylgjast með áreynslulaust. Þú færð sendan tölvupóst á undan öllum öðrum þegar nýir þættir í þjónustu Námunnar eru kynntir. Síðast en ekki síst eru send spennandi tilboð, eingöngu ætluð Námufélögum.

Skráðu þig í netklúbbinn

Náman á Facebook

Á Facebook-síðu Námunnar er að finna ýmis tilboð, sparnaðarráð, verðlaunaleiki og margt fleira sem gerir námið þægilegra, skemmtilegra og ódýrara. Á síðunni er líka hægt að fá svör við spurningum um vörur og þjónustu Landsbankans.

Finndu okkur á Facebook

Kostir þess að vera í Námunni

Betri kjör

  • Hagstæðir vextir
  • 150 fríar færslur
  • Kreditkort, frítt fyrsta árið
  • Yfirdráttarheimild
  • Hagstæðari tryggingar

Þjónusta


Fjárráða

Hvað þýðir að vera fjárráða?

Við 18 ára aldur verða einstaklingar fjárráða. Það þýðir að þeir hafa full yfirráð yfir fjármunum sínum, bera ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum og fjárhagslegri framtíð sinni.

Upplýsingabæklingur

Að verða fjárráða - myndband

Traust og heiðarleiki eru mjög mikilvægir þættir í bankaviðskiptum og lykilatriði að einstaklingar byggi upp góða viðskiptasögu, því hún getur skipt miklu máli þegar fram í sækir.

Fjárráða einstaklingar geta fengið lán í bönkum. Ef ákveðið er að taka lán þarf að huga vel að kostnaði við lántöku. Kostnaður getur verið með ýmslu móti s.s. lántökugjöld, stimpilgjöld og þinglýsingargjöld, allt eftir eðli lána. Auk þessa kostnaðar eru vextir sem leggjast ofan á afborganir. Lán ætti því aldrei að taka nema nauðsyn beri til og lánataki sé viss um að geta staðið í skilum með afborganir.

Það er nauðsynlegt að staldra við öðru hverju og spyrja sjálfan sig hvert hugurinn stefnir. Þegar skoðað er í hvað peningarnir fara er gott að hafa skýr framtíðaráform og hafa í huga að með því að skipuleggja sparnað verður auðveldara að fjárfesta í framtíðinni.

Lán geta verið með ýmsu formi:

  • Skuldabréf
  • Yfirdráttur
  • Kreditkort

Sæktu um 

Umsókn um Námuna! Kærar þakkir fyrir að velja Námuna

Umsóknin hefur verið móttekin

Vinsamlega komdu við í næsta útibúi Landsbankans til að ganga frá umsókninni. Ef þú átt ekki afrituð skilríki hjá bankanum biðjum við þig að hafa ökuskírteini eða vegabréf meðferðis.

Ég er ekki með reikning hjá Landsbankanum og vil stofna Námureikning.

Ég er með reikning hjá Landsbankanum, en vil breyta í Námuna.

Vinsamlegast leiðréttið eftirfarandiÞjónusta