Aukakrónur

Aukakrónur eru fríðindakerfi Landsbankans. Í hvert skipti sem þú notar A-kortið safnar þú Aukakrónum sem þú getur nýtt eins og venjulega peninga.

Hvers vegna Aukakrónur?

Aukakrónur eru krónur sem safnast við notkun á kreditkorti sem tengt er Aukakrónusöfnun, svokölluðu A-korti. Aukakrónur eru greiddar annars vegar frá Landsbankanum sem hlutfall af innlendri veltu og hins vegar frá samstarfsaðilum Aukakróna sem endurgreiðsluafsláttur.

Uppsafnaðar Aukakrónur færast síðan mánaðarlega inn á úttektarkort sem svo er notað til að greiða fyrir vörur eða þjónustu hjá samstarfsaðilum Aukakróna.

Aukakrónur

Söfnun

Þú safnar Aukakrónum þegar þú notar A-kortið þitt. Landsbankinn leggur inn í Aukakrónusöfnun þína 0,4%-0,5% af allri innlendri verslun þinni og boðgreiðslum. Auk þess safnar þú Aukakrónum í hvert skipti sem þú verslar hjá samstarfsaðilum Aukakróna.

Notkun

Þegar þú vilt nýta Aukakrónurnar þínar þarftu að hafa úttektarkortið meðferðis. Heimild á úttektarkortinu er innistæða Aukakróna og þú getur verslað fyrir þær hjá öllum samstarfsaðilum Aukakróna.

Nánar


  • Ein Aukakróna jafngildir einni krónu.
  • A-kortið safnar Aukakrónum þegar þú notar það innanlands.
  • Aukakrónurnar getur þú nýtt hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
  • Einfalt er að nota úttektarkortið, það virkar eins og hefðbundið debetkort hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
  • Aukakrónur eru lausar til ráðstöfunar hvenær sem er.
  • Ekki þarf að safna háum upphæðum til að njóta Aukakróna því engin lágmarksfjárhæð er við notkun þeirra og alltaf hægt að nota þær sem hluta af greiðslu.

Breyta korti í A-kort

Beiðni hefur verið móttekin.

Umsóknin hefur verið móttekin.

A-kortið mun berast þér í pósti á næstu dögum.

Vinsamlegast leiðréttið eftirfarandi

Síðustu 6 stafir

Samstarfsaðilar okkar bjóða reglulega sértilboð fyrir A-korthafa. Þú getur fengið tilboðin send með tölvupósti eða SMS.