Viðbótar-lífeyrissparnaður

Viðbótarlífeyrissparnaður hefur ýmsa kosti. Þú getur lagt allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað og launagreiðendur greiða að jafnaði allt að 2% í viðbótarframlag sem þýðir að þú færð greitt fyrir að spara.

Nýttu þér úrræðin

Nýttu þér skattleysi viðbótarlífeyrissparnaðar til að lækka íbúðalánin eða spara fyrir íbúðarkaupum.

Kynntu þér málið

Af hverju skiptir viðbótarlífeyrissparnaður máli?

Almennt tryggir lögbundinn lífeyrissparnaður aðeins um helming af meðallaunum yfir starfsævina. Þar við bætist að meðallaun eru gjarnan nokkuð lægri en lokalaun og því getur þú orðið fyrir verulegri tekjuskerðingu við starfslok.

Um lífeyrissparnað í stuttu máli

Spurt og svarað um lífeyrissparnað


Kostir viðbótarlífeyrissparnaðar

  • Bætir lífskjör þín á efri árum.
  • Mótframlag frá vinnuveitanda.
  • Viðbót við þau 56% af meðallaunum sem lögbundinn lífeyrissp. á að tryggja þér.
  • Erfist að fullu.
  • Skattalegt hagræði.
  • Ávöxtun er undanþegin fjármagnstekjuskatti.

Reglur um viðbótarlífeyrissparnað Landsbankans


Dæmi um 4% framlag af launum

  • Framlag launþega: 8.000 kr.
  • Mótframlag 4.000 kr.
  • Til ávöxtunar: 12.000 kr.
  • Útborguð laun lækka um 4.982 kr.

Heildarinneign launþega við 60 ára aldur er 13.301.556 kr. m.v. 25 ára einstakling.

Reiknaðu dæmið hér 


Þú velur þína ávöxtunarleið

Lífeyrissparnaður Landsbankans býður upp á sjö ólíkar ávöxtunarleiðir:

Einnig má velja að fylgja Lífsbraut Íslenska lífeyrissjóðsins þar sem sjóðfélagar færast sjálfkrafa á milli Líf I, II, III og IV eftir aldri.

Ávöxtun lífeyrissparnaðar (nafnávöxtun %): 31. október 2014
Veldu ávöxtunarleið 1 ár 3 ár* 5 ár* 10 ár* 15 ár*
* Meðalávöxtun á ári til 31. október 2014
** Lífeyrisbók til júlí 2007
Líf I: 16-44 ára 2,78  7,48 9,29 7,25 7,13
Líf II: 45-54 ára 1,81 6,26 8,31 6,62 6,91
Líf III: 55-64 ára 1,07 5,42 8,04 5,90 6,66
Líf IV: 65 ára+** -0,04 3,81 7,40 5,39 -
Lífeyrisbók verðtryggð 3,92 5,50 6,65 10,39 10,45
Lífeyrisbók óverðtryggð 4,25 4,09 4,35 8,20 8,71
Fjárvörslureikningur 4,15 9,06 4,64 10,19 -

Umsókn um viðbótarlífeyrissparnað

Tímabundin úttekt

Á tímabilinu 1. janúar 2014 til 1. janúar 2015 er heimilt að óska eftir fyrirframgreiðslu viðbótar-lífeyrissparnaðar. Hámarksúttekt er 9.000.000 kr. sem greiðist með mánaðarlegum greiðslum að hámarki 600.000 kr. í allt að 15 mánuði.

Nánar

Myndband


null

Skilmálar