Bílafjármögnun

Landsbankinn býður einstaklingum upp á fjölbreyttar leiðir til að eignast nýjan eða notaðan bíl. Fyrirtæki geta einnig fundið hagstæðar leiðir til fjármögnunar á atvinnutækjum.

Betri kjör á bílafjármögnun

Engin lántökugjöld í október

Í október greiða einstaklingar sem kaupa nýjan eða notaðan bíl og fjármagna hann hjá Landsbankanum engin lántökugjöld. Landsbankinn býður fjölbreyttar leiðir til að eignast bíl og fjármagnar allt að 80% af kaupverði. Viðskiptavinir njóta auk þess alltaf betri vaxtakjara.Hvernig bíl á ég að fá mér?

Þegar leitað er að rétta bílnum er mikilvægt að taka sér tíma í að skoða það sem er í boði. Fólk hefur misjafnan smekk og þættir á borð við búsetu og fjölskylduhagi hafa áhrif á það hvaða bíll hentar. Bílar eru mjög ólíkir hvað varðar rekstrarkostnað og verð. Það borgar sig að taka alla þætti með í reikninginn og kynna sér vel bílinn sem valinn er áður en gengið er frá kaupum.


Bílalán eða bílasamningur?

Bílalán

Helsti munurinn á bílasamningi og bílaláni felst í eignarhaldi. Með bílaláni ert þú skráður eigandi bílsins frá upphafi. Um er að ræða veðskuldabréf þar sem Landsbankinn er á fyrsta veðrétti. Bæði eru í boði jafnar greiðslur og fastar afborganir þar sem greiðslur lækka eftir því sem líður á lánstímann.

Nánar um bílalán

Bílasamningur

Með bílasamningi er gerður samningur milli lántaka og Landsbankans um kaup á bíl. Landsbankinn er þá skráður eigandi út samningstímann. Bílasamningar eru í boði óverðtryggðir á föstum vöxtum fyrstu 36 mánuðina eða á breytilegum vöxtum allan lánstímann.

Nánar um bílasamninga


Reiknivél

Reiknaðu dæmið
Hvað má nýi bíllinn kosta?

Bíllinn gæti kostað

kr.
kr.
0 kr.

Útreikningur miðast við 7 ára óverðtryggt lán og 9,15% vexti. Nákvæmari reiknivél.


Hvað getur bílalánið orðið langt?

Landsbankinn veitir bílalán til allt að 7 ára. Bíllinn getur mest orðið 12 ára meðan á lánstímanum stendur. Samanlagður aldur bílsins og lengd lánsins má ekki verða meiri en 12 ár.


Lánstími 7 ár
Aldur bíls 5 ár
Hreyfðu bílinn til að sjá samspil lánstíma og aldurs bíls.


Er hagstæðara að kaupa nýjan eða notaðan bíl?

Bifreiðagjöld

Allir bílar hafa sína kosti og galla. Nýir bílar eru dýrari en á móti kemur að þeir eru hagkvæmari í rekstri og talsverðu getur munað á rekstrarkostnaði. Þeir bila síður og þeim fylgir ábyrgð frá framleiðanda.

Nýir bílar eru auk þess flestir sparneytnari og menga minna en eldri gerðir. Eldri bílar eru ódýrari en það borgar sig að kynna sér sögu bílsins og þætti á borð við bilanatíðni tegundarinnar.


Að taka bílalán

Þegar þú tekur bílalán þarftu aðeins að eiga hluta af verði bílsins og getur dreift því sem eftir stendur yfir lengri tíma. Landsbankinn lánar allt að 80% af kaupverði bíla. Öllum lánum fylgir kostnaður. Þegar þú tekur bílalán greiðirðu vexti, þinglýsingargjald og lántökugjald sem taka þarf með í reikninginn. Á vef Landsbankans er reiknivél þar sem þú getur reiknað heildarkostnaðinn og mánaðarlegar greiðslur.

Reiknaðu dæmið


Þarf ég að fara í greiðslumat?

Ef fjárhæð lánssamnings er yfir 2.000.000 króna fyrir einstakling og 4.000.000 króna þegar um hjón eða sambúðarfólk er að ræða þarf greiðslumat.

Landsbankinn hefur þá samband við þig og upplýsir þig um þau gögn sem til þarf. Gátlista um gögn vegna greiðslumats er einnig að finna á vef Landsbankans.

Nánar um greiðslumat og fylgigögnGrænir bílar eru hagkvæmari í rekstri

Grænir bílar teljast þeir sem minnst menga umhverfi sitt eða á bilinu 0-120 g af koltvísýringi á ekinn kílómetra. Bifreiðagjöld eru mun lægri á slíkum bílum en fara stighækkandi eftir því sem bíllinn mengar meira. Grænir bílar eru auk þess jafnan sparneytnari. 

Lántakendum með græna bíla bjóðast hagstæð kjör hjá Bíla- og tækjafjármögnun Landsbankans.

NánarStærð bílsins og eyðsla hafa áhrif á kostnað

Hvað kostar eldsneytið?

Rekstri bíla fylgir ýmis kostnaður annar en kaupverðið og daglegur rekstur á borð við eldsneytiskaup.

Greiða þarf bæði fyrir tryggingar og bifreiðagjöld, en þyngd og gerð bílsins hafa veruleg áhrif á þann kostnað. Þá þarf að gera ráð fyrir reglulegri þjónustu, viðhaldi og viðgerðum.

Innskráning á síðuna mína