Bílafjármögnun

Landsbankinn býður einstaklingum upp á fjölbreyttar leiðir til að eignast nýjan eða notaðan bíl. Fyrirtæki geta einnig fundið hagstæðar leiðir til fjármögnunar á atvinnutækjum.

Betri kjör á bílafjármögnun

Landsbankinn býður einstaklingum 50% afslátt af lántökugjöldum á grænni bílafjármögnun til 31. desember. Viðskiptavinum Landsbankans bjóðast auk þess betri vaxtakjör.

Landsbankinn býður upp á fjölbreyttar leiðir til að eignast nýjan eða notaðan bíl.

  • Breytilegir óverðtryggðir vextir, nú 9,40%*

Leiðrétting bílalána

Landsbankinn er að yfirfara endurreikning bílalána hjá bankanum. Þar sem við á mun endurreikningurinn verða leiðréttur þannig að hann verði í samræmi við niðurstöðu dómsins.

Nánar

Fjármögnunarleiðir

Bílasamningur

Bílasamningur er samningur milli viðskiptavinar og Landsbankans um kaup á bíl eða ferðavagni. Bankinn er þá skráður eigandi bílsins á samningstímanum en viðskiptavinur skattalegur eigandi. Í lok samningstímans eignast viðskiptavinur bílinn.

Eftifarandi tegundir bílasamninga eru í boði:

  • Óverðtryggðir bílasamningar á föstum vöxtum
  • Óverðtryggðir bílasamningar á breytilegum vöxtum

Nánar um bílasamninga

Bílalán

Lán fyrir einstaklinga sem vilja vera skráðir eigendur að bílnum eða ferðavagninum. Um er að ræða veðskuldabréf þar sem Landsbankinn hefur fyrsta veðrétt sem tryggingu.

Eftifarandi tegundir bílalána eru í boði:

  • Óverðtryggð bílalán á breytilegum vöxtum

Nánar um bílalán


Hver er munurinn á bílasamningum og bílalánum ?

Munurinn á fjármögnunarleiðunum bílasamningi og bílaláni felst í eignarhaldi á samningstímanum og gjöldum við lántöku. Fjármögnunarleiðirnar eru í boði óverðtryggðar.

Samanburður
Bílasamningur Bílalán
Hve mikið er fjármagnað? Allt að 75% Allt að 75%
Hvað er fjármagnað? Nýir og notaðir bílar.
Ný fellihýsi og tjaldvagnar.
Nýir og notaðir bílar.
Ný fellihýsi og tjaldvagnar.
Lánstími / lengd samnings Allt að 7 ár fyrir nýja bíla.
Allt að 7 ár fyrir notaða bíla (aldur bíls á lánstíma má að hámarki vera 10 ár).
Allt að 5 ár fyrir ný fellihýsi og tjaldvagna.
Allt að 7 ár fyrir nýja bíla.
Allt að 7 ár fyrir notaða bíla (aldur bíls á lánstíma má að hámarki vera 10 ár).
Allt að 5 ár fyrir ný fellihýsi og tjaldvagna.
Skráður eigandi Landsbankinn Viðskiptavinur
Skattalegur eigandi Viðskiptavinur Viðskiptavinur
Greiðslur Jafnar mánaðarlegar greiðslur (annuitet). Jafnar mánaðarlegar greiðslur eða jafnar afborganir (greiðslu lækka eftir sem líður á lánstímann).
Mynt Íslenskar krónur Íslenskar krónur
Kostnaður Breytilegir vextir / Fastir vextir
Lántökugjald
Greiðslugjald (mánaðarlega)
Breytilegir vextir
Lántökugjald
Þinglýsingargjald
Greiðslugjald (mánaðarlega)
Hvað gerist í lokin? Þú eignast bílinn. Veði er létt af bílnum þínum.