Greiðslukort

Landsbankinn býður fjölbreytt úrval greiðslukorta, debet- og kreditkorta. Eiginleikar kortanna eru ólíkir en allir ættu að finna greiðslukort sem hæfir þörfum þeirra.

Debetkort

Debetkort eru greiðslukort sem veita viðskiptavinum nauðsynlegan aðgang að ráðstöfunarfé á veltureikningi þeirra hvenær sem þeim hentar, m.a. til að staðgreiða vörur og þjónustu, taka út fé í hraðbönkum eða greiða reikninga í bönkum.

Landsbankinn býður viðskiptavinum sínum að velja úr nokkrum tegundum debetkorta.

Kreditkort

VISA kreditkort

Landsbankinn býður upp á fjölbreytt úrval  Visa kreditkorta, hvert með mismunandi tryggingar, fríðindi og árgjöld.

  • Námu A-kort: Fyrir Námufélaga Landsbankans og sniðið að þörfum ungs fólks.
  • Almennt kort: Fyrir þá sem vilja ódýrt kreditkort til daglegra nota innanlands.
  • Svart A-kort: Flott kort á hagstæðu verði með góðar ferðatryggingar og fríðindi.
  • Farkort: Kort á góðu verði með góðar ferðatryggingar.
  • Gullkort: Kort með rýmri úttektarmörk og góðar ferðatryggingar.
  • Platinumkort: Kort með há úttektarmörk, mjög góðar ferðatryggingar og fríðindi.

MasterCard kreditkort

Landsbankinn býður upp á tvær gerðir af MasterCard kreditkortum fyrir einstaklinga

Aukakrónur

Viðskiptavinir með Aukakrónusöfnun safna fríðindum af allri innlendri verslun með kreditkorti, fá viðbótarsöfnun með viðskiptum við samstarfsaðilana auk þess sem viðskiptavinir í Vörðu og Námu fá Aukakrónur fyrir ýmis viðskipti við Landsbankann.

Nánar

Pinnið á minnið

Nú eru öll kreditkort Landsbankans komin með örgjörva og flest öll debetkort. Eins eru söluaðilar í auknu mæli að nota posa sem lesa örgjörvann og munu því korthafar staðfesta greiðsluna með pinni í stað undirskriftar, líkt og víða erlendis.

Ávinningur af breytingunni er aukið öryggi fyrir korthafa Landsbankans þegar greitt er með kortum. Með þessari breytingu mæta íslenskir aðilar kröfum alþjóðlegu kortafyrirtækjanna um öryggisráðstafanir sem innleiddar eru um allan heim til að sporna við fjársvikum skipulagðra glæpasamtaka.

Nánar

Gjafakort Landsbankans

Ertu í vandræðum með að finna réttu gjöfina? Þá erum við með góða lausn fyrir þig. Gjafakort Landsbankans, gjöf sem hentar öllum. Gjafakortið er allt í senn, gjöf, umbúðir og kort.

Fermingarkort

Fermingarkort Landsbankans hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst endurgjaldslaust í útibúum Landsbankans.