Húsfélagaþjónusta

Húsfélagaþjónusta Landsbankans léttir umstangi og fjármálavafstri af stjórnum stórra og smárra húsfélaga.

Fjármálin verða öruggari og þægilegri, bókhaldið einfaldara og þjónustufulltrúi bankans sparar gjaldkera félagsins ómælda vinnu og fyrirhöfn.

Þjónustan felur m.a. í sér:

 • Greiðsluþjónustu
 • Innheimtuþjónustu
 • Hagkvæm framkvæmdalán
 • Árlegt rekstraruppgjör

Markvissari innheimta:

 • Með húsfélagaþjónustu bankans verður innheimta húsfélagsgjalda markvissari og öruggari.
 • Bankinn sendir út greiðsluseðla til greiðenda húsfélagsgjalda og má greiða þá í hvaða banka og sparisjóði sem er.
 • Ef tafir verða á greiðslum getur bankinn reiknað dráttarvexti og vanskilakostnað. Bankinn sendir út ítrekun vegna vanskila sé þess óskað. Ef innheimtutilraunir bankans eru árangurslausar getur gjaldkeri húsfélagsins óskað eftir því að krafan sé send lögmanni til innheimtu.
 • Auk fastra húsfélagsgjalda er hægt að innheimta tilfallandi gjöld, t.d. vegna óvæntra útgjalda félagsins.
 • Þjónusta húsfélagaþjónustu Landsbankans er sveigjanleg og hún lagar sig að þörfum hvers félags fyrir sig.

Dæmi um innheimtuþjónustu:

 • Hægt er að innheimta sparnað og ráðstafa á sparireikning.
 • Hægt er að sundurliða greiðslur á greiðsluseðlinum í allt að tíu þætti, t.d. rafmagn, hita, tryggingar o.s.frv.
 • Greiðslum er skipt eftir eignarhluta hvers greiðanda eða jafnt eftir því sem við á.
 • Hægt er að láta gjöldin fylgja vísitölu, t.d. vegna innheimtu á húsaleigu.
 • Mögulegt er að skipta gjöldum á milli tveggja aðila, t.d. þannig að eigandi greiði viðhaldskostnað en leigjandi rekstrarkostnað í húsfélagi.

Þjónustufulltrúi bankans sér um að:

 • Innheimta húsfélagsgjöld með greiðsluseðlum.
 • Greiða reikninga fyrir eindaga.
 • Senda lista yfir greidda og ógreidda greiðsluseðla.
 • Senda ítrekun vegna ógreiddra gjalda sé þess óskað.
 • Senda vanskilakröfur innheimtufyrirtæki/lögmanni til innheimtu sé þess óskað.
 • Senda ítarlegan rekstrarreikning.
 • Veita hagstæð lán til ýmissa viðhaldsverkefna.

Hagstæð framkvæmdalán til viðhaldsverkefna:

 • Ef húsfélagið er að fara út í framkvæmdir, hvort sem um er að ræða stærri eða minni framkvæmdir, býður bankinn hagkvæm lán til lengri eða skemmri tíma.
 • Húsfélagaþjónustan er örugg og þægileg greiðslu- og innheimtuþjónusta sem sparar bæði tíma og peninga.
 • Kostnaður við þjónustuna fer eftir umfangi og stærð húsfélagsins.

Húsfélagaþjónustan gerir kleift að tryggja betur:

 • Að heimtur húsfélagagjalda séu góðar.
 • Að reikningar séu greiddir á réttum tíma.
 • Að gjaldkeri félagsins hafi ávallt upplýsingar um stöðu sjóðsins.