Raunveruleikurinn

Um Raunveruleikinn

Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur, hannaður sem fjármála- og neytendafræðsla fyrir efstu bekki grunnskóla. Um er að ræða vefleik þar sem nemendur fá innsýn í þær ákvarðanir sem venjulegur þjóðfélagsþegn þarf að taka á lífshlaupi sínu og hvernig bregðast skuli við ólíkum tækifærum og hindrunum sem verða á vegi hans. Á þennan hátt setja nemendur sig í ákveðin spor og móta lífshlaup sitt í sem raunverulegustum aðstæðum, óháð raunverulegri stöðu sinni.

Raunveruleikurinn hefur verið spilaður í þrettán spilunartímabil en nú er unnið að því að uppfæra leikinn og verður hann því ekki spilaður í núverandi mynd vorið 2014. Stefnt er að því að kynna nýjan leik til sögunnar í apríl 2014 sem einnig er hannaður sem fjármálafræðsla fyrir efstu bekki grunnskóla.

Landsbankinn leggur mikla áherslu á að efla fjármálalæsi og að nemendur fái innsýn í fjármálaumhverfi einstaklinga í sinni víðustu mynd þar sem rúm er fyrir umræður og virka þátttöku yfir lengri tíma.