Dagbók Eignastýringar

Dagbókinni er ætlað að upplýsa lesendur um framvindu á innlendum og erlendum fjármálamarkaði. Megináhersla er á þá þætti sem hafa áhrif á ávöxtun verðbréfa og stýringu eigna innanlands og utan. | Nánar um Dagbók Eignastýringar

Rólegt er yfir hlutabréfum á Wall Street í þakkargjörðarvikunni 2013

Lítil breyting á verði hlutabréfa í þakkargjörðarvikunni í Bandaríkjunum er alvanaleg. Þannig hefur það verið í áranna rás hver sem skýringin er. Hún liggur ekki í augum uppi þar sem um 60% alþjóðlegra hlutabréfa að markaðsvirði eru utan Bandaríkjanna. Svo virðist sem einhvers konar huglægt samband sé á milli Wall Street og kauphalla annarra heimsálfa. Í þakkargjörðarvikunni er lokað allan fimmtudag og eftir hádegið á föstudag.

Lítil breyting á verði hlutabréfa í þakkargjörðarvikunni í Bandaríkjunum er alvanaleg. Þannig hefur það verið í áranna rás hver sem skýringin er. Hún liggur ekki í augum uppi þar sem um 60% alþjóðlegra hlutabréfa að markaðsvirði eru utan Bandaríkjanna. Svo virðist sem einhvers konar huglægt samband sé á milli Wall Street og kauphalla annarra heimsálfa. Í þakkargjörðarvikunni er lokað allan fimmtudag og eftir hádegið á föstudag. Í vikunni hækkar S&P 500 um 0,1%, í Evrópu er hækkun 1,4% og í Asíu og Kyrrahafsríkjum hækka hlutabréf í verði um 0,5%. Á mynd 1 er dagkort af heimsvísitölu hlutabréfa og sýnir 0,27% hækkun föstudaginn 29. nóvember en hækkun í vikunni 25. til 29. október er 0,3%.

Mynd 1
Mynd 1 Heimsvísitala hlutabréfa er á sömu slóðum og í síðari hluta október 2013.

Á mynd 1 í neðri glugga neðan við dagkortið er sýnd Money Line Joanne Klein sem ritar Above the Green Line bloggvefinn hjá StockCharts.com. Red Zone merkir að Slow Stochastic sveifluvísirinn með einkennum (5,1) er ofan við 80. Í skammtímaviðskiptum merkir Red Zone að tími sé til að selja; í langtímaviðskiptum að ekki sé tími til að kaupa. Heimsvísitala hlutabréfa er rétt neðan við mörkin við lokun föstudag 29. nóvember sl. Í kerfi Joanne er Green Zone merki um að kaupa, þ.e. þegar Slow Stochastic hefur farið niður fyrir gildið 20 en snúið upp aftur og hækkað yfir 20.

Mynd 2 sýnir samanburð á hækkun hlutabréfa á heimsmarkaði frá lokum apríl 2013 á vikulegu árangurskorti. Því má skjóta inn hér að með nýrri litatækni á kortum frá StockCharts.com eru dagkort okkar sýnd með fölgulum (e. solar) bakgrunni (mynd 1), vikukort eru ljósgræn (e. spruce, mynd 2) og mánaðakort og fjórðungakort eru gráleit (e. graphite, myndir 3 og 4). Kort innan dags eru sýnd með fölrósrauðum lit (e. rose), þ.e. t.d. 15 mínútna kort, klukkutímakort eða jafnvel fimm mínútna og einnar mínútu kort. Á mynd 2 er sem sagt vikulegt árangurskort af S&P 500, Evrópuvísitölu og vísitölu Asíu og Kyrrahafslanda. Þar kemur fram veikleiki hlutabréfa í Asíu – jafnvel þótt Japan sé í myndinni og hafi þungt vægi en þar hafa hlutabréf hækkað 50% frá ársbyrjun 2013 (sjá töflu 1).

Mynd 2
Mynd 2 Evrópa og Wall Street hækka 12 til 13% frá lokum apríl 2013 en vísitala Asíu og Kyrrahafslanda stendur í stað.

Í Evrópu og á Wall Street hækka hlutabréfa ámóta mikið frá lokum apríl 2013, 12% og 13%, þrátt fyrir að hlutabréf í Evrópu taki þyngri dýfu í maí og júní heldur en S&P 500 á Wall Street – sem varla lækkar neitt á vikukorti. En innan Evrópuvísitölu er mikil dreifing. Sé litið á hækkun 2013 til loka nóvember er hækkun mest í Þýskalandi eða 23,6% en minnst á Bretlandi eða 12,2%. Á Norðurlöndum er hækkun 20% en 21% á Spáni og 16% á Ítalíu.

Í fyrstu viku desember 2013 ræðst hvort lokaverð nóvember reynast hágildi ársins

Samkvæmt tölfræðirannsóknum feðganna Yale og Jeffrey Hirsch hjá Stock Trader’s Almanac er algengt að þakkargjörðarvikan skili nokkurri hækkun á Wall Street en þó í dræmum

Tafla 1
Tafla 1 Hrávörur haldast nokkurn veginn stöðugar í verði síðustu fimm vikur en olía lækkar 5,3% og gull um 7,5%.

viðskiptum vegna frídaganna. Fyrsti mánudagurinn eftir þá viku hefur frá árinu 2005 verið nefndur Cyber Monday þar sem vefsölufyrirtæki eru tekin að framlengja Black Friday tilboð sín fram yfir helgina. Þann mánudag er algengt að nokkur lækkun ríð yfir á Wall Street – og aftur er hér tölfræðileg staðreynd á ferðinni frá Hirsch og Hirsch feðgunum hjá Stock Trader’s Almanac og skýring ekki alveg augljós. Þannig kann það vel að ráðast í upphafi 49. viku 2013, þ.e. í fyrstu viku desember, hvort enn meiri hækkun bætist við hækkun fyrstu 11 mánaðanna á Wall Street eða hvort leiðrétting tekur við.

Sú staðreynd að bandarísk hlutabréf eru orðin afar teygð í verði eftir langvarandi hækkun leiðir af sér að leiðrétting í desember er hugsanleg, a.m.k. í fyrri hluta desember og fram að jólasveinarallinu árvissa. Gildir einu hvort litið er til helstu vísitalna, stórra fyrirtækja eða smárra, eða framúrskarandi fyrirtækja eða atvinnugreinavísitalna (sjá töflu 1), alls staðar eru verð svo teygð að illmögulegt er að finna tækifæri til að auka við stöður í hlutabréfum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að á langvarandi bolamarkaði eins og nú kann að ríkja geta hlutabréf á markaði haldið áfram að hækka mánuðum saman án teljandi hvíldar eða leiðréttingar.

Langvarandi bolamarkaður í hlutabréfum getur leitt til bjarnarmarkaðs í olíu og gulli

John J. Murphy hinn reyndi aðalhagfræðingur StockCharts.com hefur bent á að langvarandi bolamarkaður í hlutabréfum á Wall Street kann að leiða af sér bjarnarmarkað í hrávörum, ekki síst í gulli og á olíumarkaði. Á myndum 3 og 4 eru sýnd mánaðakort af olíuverði og gullverði síðasta aldarfjórðung eða svo. Í glugga ofan við mánaðakortin sýnir purpuralínan viðkomandi vísitölu, þ.e. olíuverð eða gullverð, í samanburði við S&P 500. Á þessum kortum er greinilegt hvernig bjarnarmarkaðurinn í hlutabréfum árin 2000 til 2013 leiðir til bolamarkaðs í olíu og gulli og jafnfram hvernig bolamarkaður í hlutabréfum fyrir árið 2000 leiðir til bjarnarmarkaðs í olíu og gulli.

Mynd 3
Mynd 3 Olíumarkaðurinn frá 1988: Nýr bjarnarmarkaður í uppsiglingu frá 2012?

Hvort þetta neikvæða langtímasamband á milli olíu- og gullverðs og hlutabréfaverðs á mælikvarða S&P 500 leiðir til bjarnarmarkaðs hinna fyrrnefndu næstu árin er ekki vitað á þessari stundu – en fyrstu vísbendingar á mánaðakortum á myndum 3 og 4 benda í þá átt.

Mynd 4
Mynd 4 Bolar og birnir á gullmarkaði: hlutfalllegur styrkur gagnvart hlutabréfum hrynur frá 2012.

Jafnframt þarf að hafa í huga að ný tækni í olíu- og gasvinnslu kann að leiða til þess að Bandaríkin verði stærsti útflytjandi olíu og gass að fáeinum árum liðnum. Olíuútflutningur Bandaríkjamanna kann að fara fram út útflutningi Saudi-Araba og gasútflutningur þeirra kann að fara fram úr gasútflutningi Rússa. Í Bandaríkjunum hefur verið unnið að þróun þessarar nýju tækni í orkuvinnslu í þrjátíu ár. Enn eru ýmis mál óleyst, bæði á lagasviði, sviði umhverfismála og markaðsmála ef svo mætti að orði komast. Enn er ekki lifandi markaður fyrir gas í Bandaríkjunum þótt sú þjóð noti mesta orku allra. Verð á gasi þar er því aðeins brot af núverandi verði sem Rússar fá fyrir útflutning sinn til ríkja Evrópusambandsins. Líklegt er að öll þessi mál muni breytast á næstu árum og orkufyrirtæki af ýmsu tagi kunna að verða næst til að bera upp langvarandi hækkun hlutabréfa á Wall Street á eftir tæknifyrirtækjum 1992 til 2000 og fjármálafyrirtækjum 2003 til 2007.

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Góðar horfur eru á innlendum hlutabréfamarkaði næstu misseri

Rólegt er á innlendum verðbréfamarkaði síðustu vikur til loka föstudags 11. október í 41. viku 2013. Verðbreyting er lítil bæði á markaði hlutabréfa og skuldabréfa en óverðtryggð skuldabréfa hafa þó hækkað í verði lítillega. Sem dæmi má nefna (sjá töflu 1 hér að neðan) að síðustu fimm vikur til föstudags 11. október hafa skráð innlend hlutabréf hækkað um 1,6%, verðtryggð skuldabréf hafa lækkað 0,1% en óverðtryggð ríkisskuldabréf hafa hækkað um 2,6%. Töludálkur tvö í töflu 1 sýnir að markaðskrafa flestra flokka ríkistryggðra skuldabréfa hefur lækkað á árinu 2013 til 41. viku. Einu undantekningar eru HFF14, RIKB15 og RIKB14, m.ö.o. stystu flokkar verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa.

Rólegt er á innlendum verðbréfamarkaði síðustu vikur til loka föstudags 11. október í 41. viku 2013. Verðbreyting er lítil bæði á markaði hlutabréfa og skuldabréfa en óverðtryggð skuldabréfa hafa þó hækkað í verði lítillega. Sem dæmi má nefna (sjá töflu 1 hér að neðan) að síðustu fimm vikur til föstudags 11. október hafa skráð innlend hlutabréf hækkað um 1,6%, verðtryggð skuldabréf hafa lækkað 0,1% en óverðtryggð ríkisskuldabréf hafa hækkað um 2,6%. Töludálkur tvö í töflu 1 sýnir að markaðskrafa flestra flokka ríkistryggðra skuldabréfa hefur lækkað á árinu 2013 til 41. viku. Einu undantekningar eru HFF14, RIKB15 og RIKB14, m.ö.o. stystu flokkar verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa.

Eftir um sex mánaða flatan tíma á hlutabréfamarkaði er hlutdeild skráðu félaganna átta í heildarmarkaðsverðmæti hlutabréfa og skuldabréfa 13,3% (tafla 1). Á þessum sex mánuðum hefur skuldabréfasafnið hækkað að verðmæti um 4 til 5%. Markaðsverðmæti verðtryggðra ríkistryggðra skuldabréfa er 65,3% eða 1.637 ma. kr. og þeirra óverðtryggðu er 21,4% eða 536 ma. kr. Við hækkun þessara stóru flokka verðbréfa hefur aðeins dregið úr markaðsvægi hlutabréfa eða úr um 15% í 13%. Myndir 1 og 2 gefa yfirlit um núverandi samsetningu innlends verðbréfamarkaðs, fyrst skiptingu í meginflokka (mynd 1) og síðan hlutabréfasafnsins í hlutabréf skráðu innlendu félaganna (mynd 2).

Mynd 1
Mynd 1 Markaðsverðmæti skráðra innlendra hlutabréfa og ríkistryggðra skuldabréfa er um 2.506 ma. kr. við lokun föstudags 11. október 2013. Hlutfallsleg skipting er sýnd á kökuriti.
Mynd 2
Mynd 2 Hlutfallsleg skipting innlendra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni, samtals að verðmæti 334 ma. kr. við lokun föstudags 11. október 2013. Samtals vægi fjögurra stærri félaganna er 77%.

Gott jafnvægi á markaði merkir engan veginn að ládeyða eða slaki sé á ferðinni

Á yfirborðinu kann „flatur“ tími á markaði í fáeinar vikur eða jafnvel lengri tíma að sýnast bera vott um deyfð, áhugaleysi, óáhugaverð verðbréf eða fjárfesta sem eru alveg ráðalausir. Ekkert er fjær sanni. „Flöt“ tímabil eru jafneðlilegur hluti af lífinu á verðbréfamarkaði eins og góðir hækkunarleggir og harðar niðurstrokur. Flatur tími á innlendum hlutabréfamarkaði þar sem verð um miðjan október 2013 er á sömu slóðum og um miðjan mars sl. er gott dæmi. Flata tímabilið hófst eftir meira en 30% verðhækkun frá síðari hluta nóvember 2012 til miðs mars 2013. Eftir slíkt tímabil er eðlilegt að fjárfestar þurfi tíma, svolítinn meltingartíma, til að aðlagast nýju verði í hæstum hæðum. Á þeim tíma voru áhyggjur af bólumyndun títtnefndar. Frá bæjardyrum skráðra fyrirtækjanna er þessi tími um leið mánuðir þegar nýr hagnaður byggist upp til að standa undir frekari hækkun verðs (vonandi) á næstu mánuðum.

Nákvæmlega sama á við á skuldabréfamarkaði. Virðisfjárfestar miða við hugtakið innra verðmæti hlutabréfa, þ.e. afvaxtaðan framtíðarhagnað fyrirtækja, sem þeir leggja að grunni við mat á fyrirtækjum. Á sama hátt eiga skuldabréf sér einnig innra verðmæti. Skuldabréf bera flest jákvæða nafnvexti, t.d. 3,75% í tilviki allra flokka verðtryggðra íbúðabréfa. Daglega bætist við verðmæti skuldabréfa áfallnir vextir ásamt áföllnum verðbótum. Þannig má finna reiknað innra verðmæti skuldabréfaflokka á hverjum tíma. Við getum bókað fyrirfram að markaðsverðmæti er sjaldan nákvæmlega á þeirri línu, ekki frekar en í tilviki hlutabréfa.

Í töflu 1 sést að hækkun markaðssafnsins (15% hlutabréf skráðu innlendu hlutafélaganna, 85% skuldabréf) er 8,6% frá áramótum til loka föstudags 11. október í 41. viku. Uppfært til árshraða nemur sú hækkun um 11% sem getur talist ásættanlegt í vel samsettu safni.

Tafla 1
Tafla 1 Yfirlit um innlendan verðbréfamarkað. Hækkun markaðssafnsins (85% skuldabréf, 15% hlutabréf) er 10,7% síðustu 52 vikur til loka föstudags 11. október 2013.

Óverðtryggð skuldabréf taka við af verðtryggðum sem leiðandi í október 2013

Mynd 3 sýnir dagkort af verðtryggða safninu árið 2013. Vissulega eru sveiflur í markaðsverði frá áramótum og ekki fer á milli mála að sveiflur umhverfis reiknað innra verðmæti verðtryggða safnsins eru töluverðar þótt þær séu ekki sýndar á þessu korti. Niðurstroka frá miðjum febrúar 2013 til fyrri hluta maí sl. (eða frá toppnum í maí til lággildis í fyrri hluta júní sl.) er liðlega 3% sem ekki getur talist alvarlegt í heimi skuldabréfa á markaði. Mikilvægt er að núverandi „meltingartími“ eða flatur grunnur frá síðari hluta september er aðeins 1,2% að dýpt, a.m.k. enn sem komið er. Hafa ber í huga að 3,75% nafnvextir af íbúðabréfum (91% verðtryggða safnsins) og 3,8% RIKS 21 leiða til 0,3% mánaðarlegrar hækkunar. Mánaðarlegar verðbætur eru að sjálfsögðu mismunandi en að jafnaði eru þær 0,37% m.v. 4,5% árshraða verðbólgu.

Mynd 3
Mynd 3 Verðtryggða safnið byrjar með góðri roku í janúar til miðs febrúar en þá tekur við slakur tími til 12. júní sl. Eftir góðan hækkunarlegg til 18. september sl. tekur við nýr meltingartími sem til þessa lítur vel út, 1,2% flatt band.

Mjög góður hækkunarleggur óverðtryggða safnsins frá apríl 2012 til júní 2013 (sjá mynd 4) skilar því safni góðum ávinningi. Eftir meltingartíma frá júní til síðari hluta september 2013 er óverðtryggða safnið leiðandi á skuldabréfamarkaði á nýjan leik (sjá mynd 4). Hér eru það einkum löngu óverðtryggu flokkarnir sem skila góðum ávinningi, þ.e. RIKB19, RIKB22, RIKB25 og RIKB31, sem eru með hækkun frá 1,1% til 2,7% síðustu fimm vikurnar til loka föstudags 11. október sl. (tafla 1). Það er ekki síst vegna góðrar ávöxtunar þessara lengri flokka óverðtryggða safnsins sem hver og einn fjárfestir ætti að ávaxta hluta af safni sínu í þessum flokkum skuldabréfa.

Mynd 4
Mynd 4 Óverðtryggða safnið hækkar um 30% frá miðju ári 2010 eða um nálægt 6% árlega að jafnaði.
Mynd 5
Mynd 5 Ríkisskuldabréfasafnið (verðtryggð og óverðtryggð) sýnir góða og stöðuga hækkun árin 2011 til miðs október 2013.

Mynd 5 sýnir svo vikukort af markaðssafni ríkistryggðra skuldabréfa, verðtryggðra og óverðtryggðra. Þar sem þau fyrrnefndu og síðarnefndu skiptast nokkuð á að vera leiðandi eftir því hvernig stendur á verðbólguvæntingum fjárfesta á hverjum tíma er samsetta safnið stöðugra en verðtryggða safnið eitt og sér. Ávöxtun samsetta safnsins er lítið eitt lægri en þess verðtryggða en margur mun fús til að fórna broti úr prósenti fyrir minni sveiflur í safni.

Góðar horfur eru á hlutabréfamarkaði með vaxandi hagnaði fyrirtækja

Dagkort á mynd 6 sýnir verð og veltu skráðu innlendu hlutafélaganna í Kauphöllinni á árinu 2013 til miðs október. Bratt ris (raunar frá síðari hluta nóvember 2012) tekur enda í mars sl. og þá dregur úr veltu um hríð. Grunnur (meltingartími) tekur að myndast og eftir reynslu fyrri ára (sjá vikukort á mynd 7) mátti búast við því að hann tæki fáeina mánuði áður en kæmi að uppbroti. Á markaði gerist jafnan hið óvænta. Uppbrot verður í fyrri hluta júlí og nýtt hágildi myndast í fyrri hluta ágúst sl. Eftir það lækkar verð aftur, þó ekki í mikilli veltu (bendir ekki til alvarlegrar losunar af hálfu stórra fjárfesta) og stuðningur myndast við viðnámslínu grunnsins frá mars sl.

Mynd 6
Mynd 6 Á alþjóðlegum markaði þykir mikilvægt að verð á hlutabréfum í hækkun haldist ofan við 50 daga línuna. Við lokun föstudags 11. október sl. hvílir lokaverðið 218,10 hársbreidd ofan við þá línu (217,64).

Allt þetta er hefðbundið og í dagbók Eignastýringar af innlendum markaði frá 3. september sl. er dæmi sýnt af líftæknifyrirtækinu Celgene á Wall Street sem myndar grunn ofan á grunn um mitt árið 2012, bolla með haldi, áður en kemur til uppbrots í lok desember það ár. Frá þeim tíma hefur Celgene hækkað úr um 80 dollurum í 150 dollara. Ef svo fer sem horfir er nýr grunnur ofan á fyrri grunn frá mars sl. hér á innlendum markaði merki um styrk fremur en veikleika. Nýr grunnur getur tekið vikur eða mánuði – en eftir reynslu fyrri ára virðist líklegt að uppbrot við gengið 230 gæti orðið í lok árs 2013 eða í byrjun árs 2014.

Mynd 7
Mynd 7 Vikukort af skráðu innlendu félögunum sem í október 2013 eru átta. Grænir (og einn rauður) hringir á kortinu sýna reiknað innra verðmæti hlutabréfanna m.v. VH hlutfallið 15 (jafngildir 6,7% ávöxtunarkröfu fjárfesta).

Það er skemmtilegt viðfangsefni að reyna að átta sig því hver framvinda getur orðið á árinu 2014. Hve mikið gæti verð á innlendum skráðum hlutabréfum hækkað án þess að komi til teygingar á hlutfallslegum verðum (t.d. á mælikvarða VH hlutfallsins)? Á vikukorti á mynd 7 hefur verið dregið inn reiknað innra verðmæti skráðu félaganna á hverjum tíma miðað við VH hlutfallið 15. Andhverfa VH hlutfallsins, þ.e 1/15, sýnir þá ávöxtunarkröfu markaðsins við slíkar aðstæður sem er 6,7%.

Myndin sýnir að árin 2011 og 2012 voru hlutabréf á markaði undirverðlögð á þennan mælikvarða. VH hlutfall er lægra en 15 á þeim tíma m.v. sögulegan hagnað. Einnig má snúa þessari niðurstöðu við. Árin 2011 og 2012 eru þau fyrstu sem teljandi viðskipti eru á markaði með skráð hlutabréf eftir alvarlegt bakslag haustið 2008. Fjárfestar hafa þá gert hærri ávöxtunarkröfu til hlutabréfa en sem svarar 6,7%. Vorið 2013 eftir yfir 30% roku frá nóvember er verð komið yfir reiknað innra verðmæti eftir VH hlutfallinu 15. Um miðjan október 2013 má heita að markaðsverð sé rétt við innra verðmæti reiknað á þennan hátt.

Mynd 8
Mynd 8 Hagnaður og velta Icelandair eftir ársfjórðungum frá síðasta fjórðungi 2009. Hver súla sýnir hagnað síðustu fjögurra fjórðunga í ISK m.v. gengi í lok hvers fjórðungs.
Mynd 9
Mynd 9 Hagnaður og velta Marels frá fjórða fjórðungi 2009 í ISK eftir gengi í lok hvers ársfjórðungs.
Mynd 10
Mynd 10 Hagnaður og velta Haga. Hver súla sýnir hagnað síðustu fjögurra fjórðunga, hver punktur á bláu línunni sýnir veltu síðustu fjögurra fjórðunga. Ath. að skali á myndum 8 til 11 er ekki sá sami.
Mynd 11
Mynd 11 Hagnaður og velta Eimskips fjóra fjórðunga til loka 1. fjórðungs 2013 og til miðs árs 2013. Uppgjör í EUR er fært í ISK m.v. lokagengi hvors fjórðungs.

Hér er í öllum tilvikum reiknað eftir hagnaði skráðra fyrirtækja síðustu fjóra ársfjórðunga. Á myndum 8 til 11 er að finna hagnað og veltu fjögurra stærstu félaganna, Icelandair, Marels, Haga og Eimskips til miðs árs 2013 (síðustu þekkt uppgjör). 

Á mynd 7 er gerð tilraun til að áætla hagnað skráðu félaganna átta á árinu 2014. Um mitt ár 2013 er heildarhagnaður félaganna átta 22,7 ma. kr. (síðari hluti 2012, fyrri hluti 2013). Ef VH hlutfall (markaðsverðmæti á móti hagnaði) væri 15 er reiknað innra verðmæti félaganna 15x22,7 eða 340,5 ma. kr. (raunveruleg tala um miðjan október 2013 er 334 ma. kr., tafla 1). Til að fá árshagnað 2014 þarf að reikna sex fjórðunga fram í tímann. Á mynd 7 hefur verið áætlað að hagnaður fyrirtækjanna átta geti numið um 27 ma. kr. á árinu 2014 sem er um 19% aukning frá fjórum fjórðungum til miðs árs 2013. Markaðsverðmæti skráðu félaganna átta gæti þá losað 400 ma. kr. og verð hækkað frá núverandi gildi vísitölunnar 218 (myndir 6og 7) í um 260 án þess að hlutfallslegt verð á markað raskist að jafnaði. Hér er átt við meðaltal félaganna átta og án efa verða frávik frá því meðaltali. Þá þarf að hafa í huga að markaðsverð víkur oft frá reiknuðu innra verðmæti hlutabréfa í lengri eða skemmri tíma.

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Skarpur snúningur til hækkunar á skuldabréfamarkaði eftir 10. maí 2013

Umskipti hafa orðið á markaði fyrir verðtryggð ríkisskuldabréf á tveimur vikum til 24. maí 2013. Eftir nær samfellda verðlækkun í tólf vikur frá 15. febrúar sl. vegna söluþrýstings (framboðs umfram eftirspurn) og hækkandi ávöxtunarkröfu á markaði verður snúningur eftir 10. maí sl. Stórir kaupendur taka að bæta við verðtryggðum ríkisskuldabréfum í söfn sín þannig að markaðskrafan fer lækkandi á nýjan leik. Markaðssafn verðtryggðra ríkisskuldabréfa í lok föstudags 24. maí sl. vantaði aðeins hálft prósent til að hafa unnið upp að fullu um 3,6% verðlækkun á tólf vikunum frá 15. febrúar sl. Mánudaginn 27. maí hækkaði verðmæti verðtryggða safnsins um 1,0% og náðist þá nýtt sögulegt hágildi.

Umskipti hafa orðið á markaði fyrir verðtryggð ríkisskuldabréf á tveimur vikum til 24. maí 2013. Eftir nær samfellda verðlækkun í tólf vikur frá 15. febrúar sl. vegna söluþrýstings (framboðs umfram eftirspurn) og hækkandi ávöxtunarkröfu á markaði verður snúningur eftir 10. maí sl. Stórir kaupendur taka að bæta við verðtryggðum ríkisskuldabréfum í söfn sín þannig að markaðskrafan fer lækkandi á nýjan leik. Markaðssafn verðtryggðra ríkisskuldabréfa í lok föstudags 24. maí sl. vantaði aðeins hálft prósent til að hafa unnið upp að fullu um 3,6% verðlækkun á tólf vikunum frá 15. febrúar sl. Mánudaginn 27. maí hækkaði verðmæti verðtryggða safnsins um 1,0% og náðist þá nýtt sögulegt hágildi.

Tafla 1
Tafla 1 Mikill viðsnúningur hefur orðið á skuldabréfamarkaði, einkum verðtryggða hluta hans, frá 10. maí 2013.

Tafla 1 sýnir verðbreytingar skuldabréfa og hlutabréfa vikuna til föstudags 24. maí sl. (sjá vika 21, fjórði aftasti töludálkur) og síðustu fimm vikur (þriðji aftasti töludálkur). Hækkun er á verði verðtryggðu flokkanna á báðum tímabilum en óverðtryggðir flokkar lækka lítillega vikuna til föstudags 24. maí sl. Hlutabréf lækka á móti eins vel sést á mynd 5 hér á eftir, bæði síðustu fimm vikur (2,8%) og síðustu vikuna (til föstudags 24. maí sl.) (0,7%).

Miðvikudaginn 29. maí nk. birtir Hagstofa Íslands mælingu sína á vísitölu neysluverðs í maí 2013 og benda spár greiningardeilda til engrar breytingar og standa á bilinu -0,1% til 0,1%. Hið sanna kemur í ljós kl. níu að morgni þann 29. maí en í töflu 1 kemur fram að verðbætur ársins 2013 til loka föstudags 24. maí eru 2,36% (sjá næstneðstu línu) með árshraða 5,95% (neðsta lína, mælt yfir fyrstu 21 viku ársins). Ef verðbætur mánuðina maí til desember 2013 reynast hliðstæðar og sömu mánuði 2012 stefnir í að tólf mánaða verðbætur 2013 verði um 3,5%. Líklegt er að þær reynist lítið eitt hærri, hugsanlega um 4,5%.

Lækkun á markaðskröfu óverðtryggðra ríkisskuldabréfa á árinu 2013 er 0,3 til 0,8%

Í töflu 1 kemur fram lækkun á markaðskröfu óverðtryggðra flokka ríkisskuldabréfa frá áramótum til 24. maí 2013. Sú lækkun liggur frá 21 punkti (RIKB 16) til 84 punkta (RIKB 19) og eini flokkurinn sem ekki lækkar er núverandi stysti flokkur, RIKB 14 sem greiðist upp þann 14. mars 2014. Mynd 1 sýnir þessa lækkun viku fyrir viku – og hana má rekja allt aftur 

Mynd 1
Mynd 1 Markaðskrafa óverðtryggðra flokka ríkisskuldabréfa með langan meðaltíma (sjá þrjár efstu línur á vikukortinu) er lægri þann 24. maí 2013 en 10. febrúar sl.

til hæstu gilda óverðtryggðu kröfunnar í mars 2012 fyrir um 14 mánuðum. Á hinn bóginn er eins og móti fyrir snúningi til hækkunar á vikukortinu í mars eða apríl 2013 – en þau merki (sjá t.d. lággildi RIKB 31) eru svo veik að bíða verður frekari staðfestingar.

Mynd 2 sýnir markaðskröfu verðtryggðu flokkanna og þar er snúningur með meira afgerandi hætti. Markaðskrafa snýst til hækkunar eftir 15. febrúar sl. (rauða punktalínan), nær hágildi tólf vikum síðar þann 10. maí sl. og hefur lækkað síðan. Alveg er ljóst að stórir fagfjárfestar hafa varið fjármunum til kaupa á verðtryggðum flokkum frá þeim tíma og við það skapast eftirspurn umfram framboð og fallandi ávöxtunarkrafa á markaði (hækkandi verð). 

Mynd 2
Mynd 2 Markaðskrafa verðtryggðra flokka hækkar mikið tólf vikurnar frá 15. febrúar til 10. maí 2013. Sú hækkun hefur nú að nokkru gengið til baka, einkum hjá flokkum með lengstan meðaltíma.

Verðmæti verðtryggðra ríkisskuldabréfa skýst yfir febrúarhágildið 27. maí sl.

Snúningur á markaði verðtryggðra ríkisskuldabréfa með aukinni eftirspurn frá 10. maí 2013 ásamt mjög háum verðbótum í mars sl. (1,64%) leiðir til þess að markaðsverðmæti verðtryggða safnsins hefur jafnað sig að fullu eftir lækkun frá 15. febrúar og stendur mánudaginn 27. maí 0,7% yfir fyrra sögulegu hágildi frá 15. febrúar sl. Tólf mánaða breyting verðtryggða safnsins föstudaginn 24. maí sl. stendur í 6,2% en líkur benda til þess að hún fari hækkandi næstu vikur. Á vikukorti á mynd 3 sést að markaðssafnið við lokun mánudags 27. maí sl. er 1,8% hærra að verðgildi en 15. febrúar sl. en tafla 1 sýnir að hækkun síðustu tólf mánuði er 8,1%. Halli grænu punktalínanna á mynd 3 vísar til um 10% árlegrar ávöxtunar – og bláa línan, markaðssafnið, er ekki langt frá því að ná þeim halla.

Mynd 3
Mynd 3 Verðtryggða safnið stendur 0,7% yfir hágildinu frá 15. febrúar 2013 þegar verðlækkun verðtryggðra skuldabréfa hófst á markaði. Ath. mynd 3 nær til mánudags 27. maí 2013 en allar aðrar myndir og tafla 1 miðast við lokagengi föstudags 24. maí sl.

Lækkun á verði skráðra hlutabréfa er 2,8% síðustu fimm vikur

Eftir góða roku á hlutabréfamarkaði frá lokum nóvember 2012 fram í miðjan mars 2013 (um 15 vikur) hefur myndast jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs á mælikvarða safns hlutabréfa skráðu félaganna átta (VÍS og TM eru með aðeins frá apríl og maí 2013). Vikukort á mynd 4 sýnir þessa þróun vísitölunnar. Hágildi við 202,8 myndast á vikukortinu 15. mars sl. og nýtt hágildi 203,7 föstudaginn 10. maí sl. en síðan tekur við lækkun að gildinu 194,9.

Nú gæti einhverjum flogið í hug að 4,3% lækkun á verði skráðra hlutabréfa standi í samhengi við 2,7% hækkun á verðmæti skuldabréfasafnsins á sama tíma. Eru stórir fagfjárfestar að draga úr áhættu sinni og selja hlutabréf til að kaupa verðtryggð ríkisskuldabréf? Vissulega er það hugsanlegt – en vægi þeirra fjármuna sem fengist fyrir sölu hlutabréfanna er lítið í samanburði við það sem þarf til að hækka verð á ríkisskuldabréfum um 2,7% (m.v. lokagengi föstudags 24. maí en 3,3% m.v. lokagengi mánudags 27. maí sl.) Líklegra er að þetta tvennt eigi hvort sína skýringu. Dagkort á mynd 5 sýnir að lækkun á hlutabréfasafninu gerist á fáum dögum. Lækkun á skráðu gengi hlutabréfa Marels úr 150 í 142 skiptir þar máli vegna þess hve vægi félagsins á markaði er mikið. Dagkortið sýnir að vísitala safnsins liggur rétt 

Mynd 4
Mynd 4 Safn innlendra skráðra hlutabréfa tekur nú til átta félaga eftir skráningu VÍS og TM í Kauphöllinni í apríl og maí 2013. Markaðsverðmæti skráðu félaganna er um 330 milljarðar króna.
Mynd 5
Mynd 5 Dagkort af hlutabréfavísitölu skráðuð félaganna sýnir breytingar síðustu vikna, hágildi um miðjan mars 2013, lággildi um mánuði síðar og nýtt hágildi í 203,6 þann 8. maí sl.

neðan við 50 daga línuna en ofan við lággildi sem myndaðist um miðjan apríl sl. við gildið 191. Tólf mánaða hækkun á verði innlendra skráðra hlutabréfa er 19,7% m.v. lokagengi föstudags 24. maí – og ætti ekki að vekja sérstakar áhyggjur ráðamanna um bólumyndun. Hagnaðaraukning á hlut hjá skráðu félögunum stendur vel undir 20% árlegri hækkun – og ef 20% hækkun vekur áhyggjur, hvað mætti þá segja um Nikkei vísitöluna í Japan sem hefur hækkað um nærri 70% á hálfu ári (sjá dagbók Eignastýringar um alþjóðlega markaðinn mánudaginn 27. maí 2013).

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Alþjóðleg hlutabréf eru enn við hágildi fyrri ára: Hækkun á Wall Street, lækkun í Asíu

Í annarri viku mars 2013 hækka hlutabréf um 0,6% á Wall Street, 0,7% í Frankfurt og 0,1% í London. Í Tokíó hækka hlutabréf um 2,3% og halda áfram í bröttum hækkunarlegg frá byrjun nóvember 2012 sem tekur við eftir slaka útkomu 2011 og fyrstu tíu mánuði 2012. Nikkei vísitalan í Tokíó er við gildið 12500 en þar var hún síðast sumarið 2008 er hlutabréf voru í frjálsu falli í aðdraganda fjármálahruns þá um haustið. Hæsta gildi hennar er frá árslokum 1989 og rétt við 39000, ríflega þrefalt lokaverðið um miðjan mars 2013.

Í skugga vægrar hækkunar á Wall Street og í Evrópu þar sem hlutabréf liggja við hágildi ársins 2007 er alvarleg lækkun á verði hlutabréfa í Kína, á Indlandi, Hong Kong og Taiwan, svo og í Brasilíu og í Mexíkó. Á mynd 1 er mánaðakort af heimsvísitölu hlutabréfa sem lokar

Í annarri viku mars 2013 hækka hlutabréf um 0,6% á Wall Street, 0,7% í Frankfurt og 0,1% í London. Í Tokíó hækka hlutabréf um 2,3% og halda áfram í bröttum hækkunarlegg frá byrjun nóvember 2012 sem tekur við eftir slaka útkomu 2011 og fyrstu tíu mánuði 2012. Nikkei vísitalan í Tokíó er við gildið 12500 en þar var hún síðast sumarið 2008 er hlutabréf voru í frjálsu falli í aðdraganda fjármálahruns þá um haustið. Hæsta gildi hennar er frá árslokum 1989 og rétt við 39000, ríflega þrefalt lokaverðið um miðjan mars 2013.

Í skugga vægrar hækkunar á Wall Street og í Evrópu þar sem hlutabréf liggja við hágildi ársins 2007 er alvarleg lækkun á verði hlutabréfa í Kína, á Indlandi, Hong Kong og Taiwan, svo og í Brasilíu og í Mexíkó. Á mynd 1 er mánaðakort af heimsvísitölu hlutabréfa sem lokar

Mynd 1
Mynd 1 Heimsvísitala hlutabréfa lokar í 11. viku 2013 rétt við hágildi sitt frá miðjum mars 2011 fyrir réttum tveimur árum.

í 11. viku 2013 rétt við hágildi sitt frá því fyrir réttum tveimur árum, um miðjan mars 2011. Frá lokagildinu föstudag 15. mars upp að hæsta gildi allra tíma frá október 2007 eru 7,22%. Til 7% hækkunar þarf rífandi hækkun bæði á Wall Street og í Evrópu á næstunni í ljósi þess hve markaður í Asíu (utan Japan) er veikur. Slík hækkun verður að teljast ólíkleg á næstu vikum.

DAX vísitalan í Frankfurt er við hæsta gildi allra tíma 8151 – en uppbrot er eftir

DAX vísitalan í Þýskalandi á um miðjan mars 2013 að baki nærri níu mánaða hækkunarlegg þegar reiknað er frá mánaðakorti á mynd 2. MACD stöplarit í neðri glugga sýnir að dregið hefur úr krafti hækkunar (eftirspurn) en hækkun í fyrri hluta mars er engu að síður 3,89%. Föstudag 15. mars sl. lokar DAX í 8043 og aðeins hársbreidd undir hágildi allra tíma sem er 8151,57 á mánaðakorti. Vel kann að fara svo að DAX haldi áfram hækkun síðar á árinu 2013

Mynd 2
Mynd 2 DAX vísitalan í Frankfurt við hæstu sögulegu gildi. Gula línan í efri glugga sýnir mánaðarlegan breytingarhraða sem hefur verið jákvæður og hár allt frá miðju ári 2012.

en umtalsverðar líkur eru á að það verði ekki fyrr en eftir nokkra leiðréttingu eða lækkun á meðan fjárfestar aðlagast að nýju og hærra verði um eða yfir gildinu 8000. Þýskaland ásamt Bretlandi eru enn sem áður sterkasti hluti hlutabréfamarkaðs í Evrópu. Erfiðleikar í þjóðarbúskap Spánverja og Ítala og jafnvel Frakka hafa leitt til lakari árangurs í kauphöllum í þeim löndum.

Í flestum kauphöllum í Bandaríkjunum og í Evrópu er verð á hlutabréfum ofurteygt eftir langan hækkunarlegg án hvíldar. Að baki eru vikurnar frá síðari hluta október fram í miðjan mars sem að jafnaði er sá árstími þegar hækkun á verði hlutabréfa er hvað mest. Tölfræðin sýnir að hækkun yfir mánuðina maí til október er aðeins um 1% að jafnaði en um 7% yfir mánuðina nóvember til apríl. Sé þetta tímabil fært fram um tvær vikur (frá miðjum október fram í miðjan apríl) verður munurinn enn meira afgerandi.

BRIC-löndin sýna veikleika, lækkun hefur staðið í fimm til níu síðustu vikur 2013

Hlutabréf í BRIC-löndunum Brasilíu, Rússlandi, Indlandi og Kína hækkuðu mikið vikurnar á síðasta hluta ársins 2012 og í janúar 2013 (nema í Brasilíu) en eftir það breiðir úr sér veikleiki og lækkun á markaði hlutabréfa. Á dagkorti á mynd 3 sést dágóð hækkun í desember 2012 á markaði í Brasilíu, Indlandi, Kína og Hong Kong en í febrúar sl. tekur við lækkun. Hvort snúningur á stefnu hlutabréfa til lækkunar í þessum löndum verður leiðandi á heimsmarkaði kemur í ljós á næstu vikum og hugsanlegt er að hér sé aðeins um tímabundna lækkun á millistefnu að ræða. BRIC-löndin eru í hópi þeirra ríkja sem leggja hvað mest fram til aukningar heimsframleiðslu á hverju ári, þ.e. til tekjuaukningar jarðarbúa, og því er áhyggjuefni hve verð á hlutabréfum í kauphöllum þar er hlutfallslega veikt.

Mynd 3
Mynd 3 Rauðu hringirnir sýna hágildi á verði hlutbréfa í Brasilíu, Kína, Indlandi og Hong Kong eftir hækkunarlegg frá árinu 2012. Hér er um lækkun á millistefnu að ræða.

Að jafnaði eru hlutabréf leiðandi hagvísir. Veikleiki, sem hefur varað í sumum þessara landa miklu lengur en dagkortið sýnir (t.d. frá ágúst 2009 í tilviki Kína), veit naumast á gott í heimsbúskapnum.

Hlutabréf á Wall Street hafa hækkað um 11% í tveimur lotum frá júní 2012

Augu fjárfesta á hlutabréfamarkaði beinast að Wall Street á næstu dögum þar sem aðeins hársbreidd vantar til að S&P 500 hækki yfir hágildi sitt frá árinu 2007. Reglubundinn fundur peningamálanefndar seðlabankans er haldinn þriðjudag og miðvikudag í 12. viku 2013. Ræðu Bens Bernanke seðlabankastjóra í lok þess fundar kl. 14 á austurstrandartíma er beðið með mikilli eftirvæntingu. Talið er að jákvæð ummæli hans geti nægt til þess að vísitala stórfyrirtækjanna fljúgi yfir mótstöðu við gildin 1570 til 1580 og jafnvel upp fyrir 1600. Ekkert getur þó breytt þeirri stöðu að hlutabréf á Wall Street eru mjög hátt teygð, ofkeypt eins og það er kallað á eyrinni, og því aðeins tímaspursmál hvenær kemur að næstu hvíldarlækkun (10 til 20% eða minna) – eða lengri tíma leiðréttingu (yfir 20%) sem kalla má bjarndýrsmarkað.

Mynd 4
Mynd 4 S&P 500 hefur hækkað um 3% í fyrri hluta mars 2013. Aðeins hársbreidd vantar til að hlutabréf stórfyrirtækjanna rísi yfir hæsta gildi allra tíma 1576,09 frá lokum september 2007.

Gullverð er 16% lægra en í september 2011; hlutabréf gullnámufyrirtækja 43% lægri

Í töflunni Hver er staðan á alþjóðlegum fjármálamarkaði? hér fyrir neðan sést að verð á gulli hefur farið hækkandi í 10. og 11. viku 2013 þótt hækkunin sé ekki mikil. Lokaverð föstudag 15. mars 2013 er 1540 dollarar únsan og rétt ofan við lægstu gildi ársins 2012 og desember

tafla 1
Tafla 1 Hlutabréf hækka áfram í Evrópu og á Wall Street en veikleiki segir til sín í Asíulöndum tengdum Kína, og í Brasilíu og Mexíkó.

2011 þar sem myndast hefur sterkur stuðningur. Gullverð reis í hæsta gildi allra tíma í um 1895 dollarar únsan í september 2011 en hefur síðan myndað flatan grunn í 20 mánuði og leikið á bilinu 1530 til 1720 eða á 10 til 12% bili. Lokaverðið 15. mars sl. er aðeins rétt yfir neðra borði þessa flata bils og ekki kemur í ljós hvort uppbrot næst upp úr efri mörkum fyrr en eftir ríflega 10% hækkun frá því lokaverði.

Breyting á gullverði er ekki síst spennandi vegna áhrifa á hlutabréfaverð gullnámufyrirtækja á Wall Street. Þau hlutabréf hafa lækkað um 43% til miðs mars 2013 frá september 2011. Um leið og vissa fæst fyrir því að gullverð hafi færst í nýjan hækkunarlegg er líklegt að hlutabréf í gullnámufyrirtækjum rjúki verulega og líklega um tugi prósenta.

Tafla 1 sýnir einnig ríflega lækkun á verði bandarískra ríkisskuldabréfa í 10. viku 2013 en hækkun aftur til baka í 11. viku til föstudags 15. mars. Lengsti flokkur skuldabréfanna er nú 4,5% neðan við upphafsgildi ársins 2013 en hinir tveir flokkarnir aðeins um 1% neðan við áramótagildið.

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Bjartsýni og aukinn hagvöxtur í Bandaríkjunum knýr áfram hækkun hlutabréfa

Hlutabréf á alþjóðlegum markaði hafa hækkað umtalsvert í verði tvær vikur í röð eftir krappan snúning frá lággildi föstudaginn 16. nóvember 2012. Kauphallir í Evrópu (Frankfurt, París, Stokkhólmur) eru leiðandi í þessari hækkun en hana má rekja til meiri bjartsýni fjárfesta á þjóðarbúskap Bandaríkjamanna, hagvöxt þar og væntanlegt samkomulag þarlendra þingmanna sem leiðir til úrlausnar á fjárlagahengifluginu svonefnda.

Hlutabréf hafa hækkað í verði um allan heim í 47. og 48. viku eftir snúning upp frá lággildi föstudaginn 16. nóvember sl. Hækkun er þó meiri í 47. viku eins og vænta má eftir snúning upp frá tveggja mánaða hjöðnunar- eða leiðréttingarskeiði (e. consolidation). Við getum ekki slegið föstu enn að nýr leggur hækkunar sé hafinn, til þess nægja ekki tvær vikur, en líkur benda vissulega í þá átt. Jákvæðar fréttir úr þjóðarbúskap Bandaríkjamanna í vikunni eru að verg landsframleiðsla vex 2,7% yfir sumarmánuðina júlí til september sem er töluvert meiri vöxtur en fyrstu spár benda til. Þá eru tölur um atvinnustig, bjartsýni neytenda og jafnvel viðræður ráðamanna vegna fjárlagahengiflugs allar fremur jákvæðar.

Dagkort af S&P 500 á mynd 1 sýnir hvernig líklegt er að vísitala stórfyrirtækjanna (og fjölmargar aðrar) hægi aðeins á sér næstu daga á meðan brotist er í gegnum

Mynd 1
Mynd 1 S&P 500 hækkar frá lággildi í 1343,35 og liggur í miðri viðnámsblokk á bilinu 1400 til 1430. Allar líkur eru á því að uppbrots úr því bandi sé að vænta í desember 2012.

blokk viðnáms sem liggur á milli gildanna 1400 og 1430. Þá má einnig hafa í huga að ótrúlega oft kemur í ljós mynstur sem Gerald Appel nefnir T-Formation. Gerald er höfundur MACD sveifluvísisins frá áttunda áratug síðustu aldar og er búsettur í Great Neck á Long Island í New York. T-mynstrin sem hann nefnir svo eru samhverfar myndir sem oft koma í ljós umhverfis snúningspunkta frá lággildi eða frá hágildi. T-mynstrið á mynd 1 (sem er alls ekki líkt T-i heldur líkist það bókstafnum V með smábörðum sitt hvorum megin niður) nær frá síðustu dögum október 2012 og væntanlega fram í desember 2012.

Reynum að lýsa T-mynstrinu stuttlega: S&P 500 hækkar lítillega síðustu daga október að hágildinu 1434,27 (vinstra barð). Þá tekur við lækkunarleggur niður að lággildinu 1343,35 föstudaginn 16. nóvember. Þar er punkturinn sem mynstrið er samhverft um (sýmmetríst) og hægri hliðin hefst. Fyrst kemur hækkunarleggur frá lággildinu sem staðið hefur yfir í vikum 47 og 48 og e.t.v. inn í 49. viku. Er við nálgumst gildið 1430 (eða 1434) getum við vænst þess að hægra barðið taki að myndast með smávægilegri lækkun sem gæti tekið fáeina daga.

T-mynstrin eru ótrúlega algeng á kortum yfir hlutabréf í hvaða tímavídd sem er (á vikukorti, dagkorti, klukkutímakorti o.s.frv.) og þau eru oft gagnleg til að hjálpa spákaupmanninum að átta sig á líkum á því hvað gerist á næstu dögum eða vikum. Sjá nánar um T-mynstrin í Technical Analysis – Power Tools for Active Investors sem Gerald sendi frá sér árið 2005. Sú bók er í flokki með þeim allra bestu sem ritaðar hafa verið um tæknigreiningu á síðustu árum.

Þýskaland er áfram leiðandi á hlutabréfamarkaði: aðeins 1% frá hágildi 2012

ROC tæknivísirinn efst á dagkorti af DAX á mynd 2 er einnig í uppáhaldi hjá Gerald Appel (raunar líka hjá Arthur Hill sem er ásamt John Murphy ritstjóri Market Message hjá StockCharts.com). ROC stendur fyrir Rate of Change og sýnir hér prósentubreytingu í verði yfir síðustu 12 daga, 4,27% í tilviki DAX til lokagengis föstudag 30. nóvember 2012 sem er 7405,50. Það gengi er aðeins 1% undir hágildinu frá þriðju viku september 2012 (sjá mynd 2). Á vikukorti af DAX á mynd 3 sést raunar að hágildið 2012 er rétt aðeins undir hágildi vorsins 2011 sem er 7600,41. Tafla 1 sýnir að lokagengi DAX í 48. viku er 1,5% undir hágildi vorsins 2011 – en DAX er raunar 2,5% neðan við 7600,41.

Mismunurinn felst í því að á vikukortinu á mynd 3 eru sýnd hæstu og lægstu gildi innan hverrar viku en í töflu 1 er unnið út frá lokagildum hverrar viku. Í því tilviki sem hér um ræðir er munurinn um 1%.

Mynd 2
Mynd 2 DAX vísitalan í Þýskalandi situr 1% undir hágildi sínu 7478,53 frá þriðju viku september – sem jafnframt er hágildi ársins 2012 til þessa (hágildi í mars sl. var við 7200).
Mynd 3
Mynd 3 Vikukort af DAX sýnir að lokagengi föstudaginn 30. nóvember 2012 liggur 2,5% undir hágildi frá maí 2011.

Þess má að lokum geta að allra hæsta gildi DAX vísitölunnar í Frankfurt er 8151,57 og er frá byrjun júlímánaðar árið 2007, rétt áður en lækkun á hlutabréfaverði vegna yfirvofandi hruns á fjármálamarkaði tók að segja til sín. Hágildið 8151,57 frá 2077 er yfir hágildinu frá mars árið 2000 en það er 8136,16. Í lok 48. viku á DAX eftir 9,2% til að ná yfir hágildið frá 2007 og setja nýtt hæsta gildi allra tíma (nú 8151,57). Þegar fjórar vikur eru eftir af árinu 2012 er ekki líklegt að slík hækkun náist fyrir áramót. Vikukortið á mynd 3 sýnir að DAX liggur uppi undir sterku viðnámi frá hágildum áranna 2011 og 2012 og enginn veit hvernig ganga mun að brjótast í gegnum þau. Ef það tekst á síðustu vikum 2012 eða á árinu 2013 er ekki óraleið eftir upp að allra tíma hágildunum 8151,57 og 8126,16.

Hvað er í stöðunni? Mild hækkun í 48. viku eftir rokuna góðu í viku 47

Heimsvísitala Dow Jones, vísitala vísitalnanna, er jafngóð og hver önnur til að lýsa atburðarás 47. viku og 48. viku 2012. Fyrri vikuna hækkar heimsvísitalan um 4,1% en þá síðari um 0,8%, samtals því um nærri 5%. Hækkun í evrópskum kauphöllum er meiri að jafnaði en minni í Bandaríkjunum og í Asíu og Kyrrahafslöndum (sjá yfirlitsvísitölur í efstu línu í blokkum í töflu 1).

Breytingar í litakerfi Eignastýringar eru fáar í 48. viku eftir metvikuna á undan með 20 breytingar. Aðeins þrjár breytingar eru í Asíu (sjá feitletruðu töluna 48 í viðkomandi línum) og ein í Bandaríkjunum. Af 37 vísitölum hlutabréfa í töflu 1 eru 29 á grænu ljósi, aðeins þrjár í rauðu ljósi (Kína, Rússland og Brasilía) og fjórar á gulu ljósi.

Tafla 1
Tafla 1 Hækkun heldur áfram í 48. viku 2012 eftir mjög góða viku 47. Tölur í S&P 500 línu lengst til hægri sýna meðalhækkun vísitölunnar síðustu 12 mánuði og síðustu 48 mánuði (nánar hér fyrir neðan).

Hlutfallslegur styrkur (Relative Strength, RS) til 12 og 48 mánaða

Tveir dálkarnir lengst til hægri í töflu 1 sýna hlutfallslegan styrk (e. Relative Strength) en hugtak þetta er rótgróið í tæknigreiningu og munu fyrstu skrif um það hafa birst um 1930. Dálkurinn næstlengst til hægri sýnir hlutfallslegan styrk yfir 12 mánuði (RS12) en sá lengst til hægri sýnir RS yfir 48 mánuði (RS48). Fátítt er að hlutfallslegur styrkur sé reiknaður yfir svo langan tíma (við þekkjum ekki til annarra dæma en hér í dagbókinni) en langa tímabilið felur í sér nýtt sjónarhorn sem stundum er gagnlegt.

Í dálkum töflu 1 lengst til hægri hafa nýlega verið gerðar þrjár breytingar. Sú fyrsta er einfaldlega sú að dálkarnir lengst til hægri nefnast nú RS12 og RS48 í staðinn fyrir RS.ST og RS.LT (stóð fyrir skammtíma- og langtímastyrk).

Þriðji dálkur frá hægri sýnir þá viku ársins þegar síðast varð breyting á viðkomandi vísitölu í litakerfi Eignastýringar og var bætt inn fyrir skömmu. Talan 47 í allmörgum línum sýnir að í 47. viku urðu óvenjulega margar litabreytingar en í þeirri viku færast 17 vísitölur hlutabréfa af gulu ljósi á grænt. Breytingar í yfirstandandi viku eru feitletraðar svo að auðvelt sé að greina þær frá (sjá t.d. 48 í tilviki Taiwans, næstneðstu línu í efstu blokk töflunnar, sem færist af rauðu ljósi á gult).

Þriðja breytingin er í línunni fyrir S&P 500 (efstu línu í þriðju blokk töflunnar ofan frá). Tölur í öllum öðrum línum í RS12 og RS 48 dálkum sýna hækkun viðkomandi vísitölu umfram S&P 500. Sem sagt,

Mynd 4
Mynd 4 Skýringarkort með mælingum á hækkun S&P 500 síðustu 12 og síðustu 48 mánuði.

S&P 500 vísitalan er viðmið við útreikning á hlutfallslegum styrk annarra vísitalna. Af þeim ástæðum hefur til þessa staðið 0 í línunni fyrir S&P 500 (þar sem vísitalan breytist ekki neitt umfram sjálfa sig). Frá og með 48. viku 2012 sýna tölurnar í S&P 500 línunni hækkun hennar síðustu 12 og 48 mánuði. Þar er því ekki um hlutfallslegan styrk að ræða heldur raunverulega hækkun (eða lækkun). Eins og við útreikning á hlutfallslegum styrk í töflunni er hækkun S&P 500 þannig metin að reiknað er geometrískt meðaltal af hækkunarhraða vísitölunnar yfir 12 mánuði og 48 mánuði.

Mánaðakorti á mynd 4 er ætlað að bregða ljósi á þessa útreikninga. Í rauða kassanum eru sýndir síðustu tólf mánuðir (til og með 48. viku 2012, föstudagsins 30. nóvember). Hér er farið ársfjórðungi lengra aftur í tímann (til 35. viku 2011) þannig að unnt sé að reikna hækkun S&P 500 yfir einn ársfjórðung. Síðan er slík ársfjórðungsleg hækkun (yfir 13 vikur) reiknuð hlaupandi allt til og með 48. viku 2012. Þá er reiknað geometrískt meðaltal þannig að síðasti fjórðungur fær tvöfalt vægi á við hina þrjá á undan. Loks er það meðaltal hafið í fjórða veldi til að færa 13 vikna tölu til árshraða.

Guli kassinn á mynd 4 sýnir síðustu 48 mánuði til 48. viku 2012. Þar þarf einnig að fara tólf mánuði aftar í tímann (til viku 48 árið 2007) til að geta reiknað 12 mánaða hækkun í viku 48 árið 2008. Þannig tólf mánaða hækkunartölur eru reiknaðar allt til viku 48 2012 (alls 48 tölur) og þær eru loks vegnar saman í geometríst meðaltal með sama hætti og lýst var fyrir RS12 – hér hefur síðasta árið tvöfalt vægi á við hin þrjú á undan. Skýringin á því hve lág RS48 talan er fyrir S&P 500 fyrir 48. viku 2012 er að fyrsta árið sýna tölur um 12 mánaða hækkun há neikvæð gildi (breyting frá 2007/2008 til 2008/2009).

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein


Lagalegur fyrirvari

  • Þær upplýsingar sem er að finna á þessu vefsvæði eru unnar af starfsmönnum Landsbankans og eru þær eingöngu veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni. Upplýsingarnar fela ekki í sér ráðgjöf um fjármál einstaklinga eða fjárfestingaráðgjöf. Lesa allan fyrirvarann