Dagbók Eignastýringar

Dagbókinni er ætlað að upplýsa lesendur um framvindu á innlendum og erlendum fjármálamarkaði. Megináhersla er á þá þætti sem hafa áhrif á ávöxtun verðbréfa og stýringu eigna innanlands og utan. | Nánar um Dagbók Eignastýringar

-

Hækkun á verði hlutabréfa heldur áfram um allan heim, gengi dollara lækkar

Ræða Bernankes seðlabankastjóra Bandaríkjanna eftir fund peningamálanefndar miðvikudaginn 25. janúar vekur gleði á meðal fjárfesta. Hlutabréf á Wall Street rjúka upp síðari hluta dags og fyrri hluta fimmtudags og S&P500 nær fyrsta hágildi ársins 2012 í 1333,47. Bernanke telur að vextir seðlabankans verði óbreyttir um langa hríð, til miðs árs 2013 og jafnvel til 2014. Nýjar tölur sýna að hagvöxtur í Bandaríkjunum á fjórða fjórðungi 2011 er 2,8% en 1,7% á árinu öllu. Árið 2010 er hagvöxtur þar 3% og spár eru um 2,5% fyrir árið 2012.

Líklega koma áhrif af ræðu seðlabankastjóra skýrast fram í gullverði og á gjaldeyrismarkaði þótt hugsanlega sé það ekki jákvætt í augum hans. Gengi dollara lækkar um 1,7% í vikunni til föstudags 27. janúar og verð á gulli og silfri hækkar um 4,3% og 5,6%. Hlutabréf í gullnámufyrirtækjum rjúka upp um 9,5% eftir 3,5% lækkun í vikunni á undan. Dollari og hlutabréf á alþjóðlegum markaði virðast hafa tekið upp neikvæðu fylgni sína á nýjan leik eins og mynd 3 sýnir hér á eftir.

 

 

Mynd 1 Nasdaq Composite, vísitala tæknifyrirtækja á Wall Street, hækkar um 7,8% fyrstu fjórar vikur 2012. Aðeins 2% eru eftir að hágildi ársins 2011 (sjá töflu 1).

Vikukort af Nasdaq á mynd 1 sýnir vel snúning í síðustu viku 2011 og hækkun fyrstu fjögurra vikna 2012. Neðan við kortið er hlutfallslegur styrkur Nasdaq á móti S&P 500. Hann eykst frá miðjum desember 2011 eftir að Nasdaq hefur farið halloka gagnvart vísitölu stórfyrirtækjanna frá september það ár. Ofan við kortið er RSI (14) sem sýnir stöðu vísitölunnar í samanburði við fyrri gildi á vikukorti. RSI gildið er 59 og getur brotist upp úr viðnámsblokk á milli 50 og 60 á næstu dögum. Á þann mælikvarða er nægilegt rými fyrir Nasdaq Composite til að skjótast yfir hágildið 2011 í nýjar hæðir 2012.

Hlutabréf í Evrópu styrkjast og Grikkir reyna samninga um niðurfellingu skulda

Hækkun á verði hlutabréfa á Wall Street er vel viðunandi eins og framangreindar tölur sýna en hlutabréf í Asíu og Evrópu hafa þó styrkt stöðu sína gagnvart þeim fyrstnefndu.

Mynd 2 Dax vísitalan er leiðandi á Evrópumarkaði og hækkar um 11% á fyrstu fjórum vikum 2012. Enn eru 13 til 14% eftir að hágildi 2011 þann 29. apríl.

Vikukort á mynd 2 sýnir hvernig DAX skýst yfir viðnám (niðurhallandi brotna línan) um síðustu áramót og hefur nú hækkað í sex vikur samfellt. Takið eftir að DAX skýst án fyrirhafnar yfir hágildi frá október 2011 svo og 34 vikna vegið meðaltal. Skammt er nú uns Þýskaland færist á grænt ljós, líklega tvær vikur fremur en ein.

Kauphöllin í Frankfurt er leiðandi á vettvangi evrópskra kaupahalla rétt eins og Merkel Þýskalandskanslari veitir forystu á stjórnmálasviði Evrópusambandsins. Þessu er óhætt að halda fram í ljósi þeirra staðreyndar að Evrópuvísitalan hækkar nú meira en heimsvísitala hlutabréfa; hlutfallslegur styrkur Evrópuhlutabréfa eykst á heimsvísu eins sést í glugga neðan við kortið á mynd 2. Tekið skal fram til að forðast misskilning að höfundur þessara orða er ekki fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hér er um greiningu á hlutabréfum á alþjóðlegum markaði að ræða og til að njóta fyllsta ávinnings af hækkun þeirra hlutabréfa er nauðsynlegt að fylgjast grannt með hlutfallslegum styrk. Styrkur kauphalla í Asíu- og Kyrrahafslöndum er einnig að aukast á gagnvart heimsvísitölu.

Evru-dollaraás breytir um stefnu á fyrstu vikum 2012

Engum vafa er undirorpið að gengi evru gagnvart dollara nær hágildi í 1,4854 gagnvart dollara í lok apríl 2011 og fer síðan lækkandi allt það ár. Af fréttum í engilsaxneskum fjölmiðlum mætti ætla að gengi evru gagnvart dollara stefni í 1,00 á allra næstu vikum. Á vikukorti á mynd 3 sést að stefna evru-dollaráss snýst í þriðju viku janúar 2012.

 

Mynd 3 Gengi evru gagnvart dollara frá miðju ári 2010. Hágildi er í 1,4554 um mánaðamótin apríl/maí 2011 og eftir það tekur við fall evru á móti dollara.

Snúningurinn er við gildið 1,26 og á líkum slóðum og annar slíkur varð haustið 2010. Þar myndast stuðningur sem stöðvar frekari lækkun í annarri viku 2012. Hve lengi núverandi hækkun evru gagnvart dollara varir árið 2012 veit enginn. Til lengdar ræðst gengi gjaldmiðla af því hve mikil prentun þess gjaldmiðils er umfram framleiðsluaukningu á gjaldmiðilssvæðinu. Martin Feldman prófessor við Harvard háskólann í Massachusettes og fyrrum ráðgjafi Reagans Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum telur í nýlegu viðtali við CNBC að frekari lausung í peningamálum Bandaríkjamanna sé ekki til ábata í efnahagsmálum. Bandaríkjamenn hafa ugglaust gengið lengst á meðal iðnríkja í því að leysa vanda í kjölfar samdráttarskeiðsins frá 2007 með því að slaka á aðhaldi í peningamálum – kaupa ríkisskuldabréf á markaði fyrir nýprentaða peninga.

Þjóðverjar sem lifðu óðaverðbólgu áranna eftir fyrri heimsstyrjöld kenna börnum sínum kynslóð fyrir kynslóð að aðhaldssöm peningastefna er nauðsynleg til að halda verðlagi stöðugu til langs tíma litið. Aðhald og íhaldssöm stefna í peningamálum hefur á stundum haldið aftur af hagvexti í Þýskalandi í samanburði við önnur lönd; verðbólgumarkmið hefur verið sett á oddinn. Þessi langtímahugsun Þjóðverja, til orðin í biturri lífsbaráttu fyrir hartnær eitt hundrað árum, kemur þeim til góða í umróti efnahagsmála eftir fjármálahrun á Vesturlöndum 2007 til 2008. Verðbólga er peningalegs eðlis. Gjaldmiðill heldur ekki verðgildi sínu til lengdar nema aukning peningamagns sé í samræmi við aukningu framleiðslu á gjaldmiðilssvæðinu.

Á mynd 4 sést að neikvæð fylgni dollara og alþjóðlegra hlutabréfa kann að vakna á nýjan leik. Lesendur dagbókar Eignastýringar minnast vangaveltna af þessu tilefni í dagbókinni þann 9. janúar 2012. Vikukort af S&P 500 og meðalgengi dollara árin 2009 til 2012 sýnir neikvæða fylgni sem ríkt hefur lengst af þessi árin – þar til í nóvember og desember 2011. Frá annarri viku 2012 hefur meðalgengi dollara lækkað á alþjóðlegum markaði en gengi hlutabréfa hækkað víðs vegar um heiminn. Best er að orðlengja ekki frekar um þessa áhugaverðu breytingu á gjaldeyrismarkaði þrátt fyrir mikilvæg áhrif hennar á hlutabréfamarkaði. Framvinda skýrist á allra næstu vikum.

 

Mynd 4 Fylgni dollara og S&P 500 vísitölu hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur lengst af verið neikvæð síðustu þrjú ár (raunar í meira en áratug). Nýjustu tölur benda ekki til breytingar þar.

Hvað er í stöðunni? Hlutabréf, hrávörur, gull og silfur hækka með lækkandi dollara

 

Tafla 1 Hækkun á verði hlutabréfa nær til kauphalla vítt og breitt um heiminn. Mest hækka hlutabréf í gullnámufyrirtækjum og hlutabréf í Rússlandi.

Hvernig sem því víkur við er eins og ræða Bernankes seðlabankastjóra miðvikudaginn 25. janúar 2012 eftir fund peningamálanefndar hafi hrundið af stað hækkun á verði hlutabréfa, hrávöru, eðalmálma og olíu en sölu á dollara á móti. Það er í rökréttu framhaldi af boðskapi ræðunnar. Stýrivextir haldast nærri núlli fram á árið 2013 eða lengur. Til greina kemur að beita enn frekari tilslökunum í peningamálum (e. QE3, quantitative easing III) ef til þess kemur að örva þurfi atvinnustarfsemi og hagvöxt. Hljómar í andstöðu við hinn þýska boðskap um íhaldssemi í peningamálum og stöðugt verðlag. Hafa verður í huga að lög um bandaríska seðlabankann fela í sér að taka tillit til bæði atvinnustigs, eftirspurnar í hagkerfinu og stöðu peningamála við ákvörðun stýrivaxta. Í lögum um seðlabanka í Evrópu er að jafnaði aðeins eitt hlutverk: að halda verðlagi stöðugu (verðbólgu innan tiltekinna marka).

Tafla 2 Alls 28 litabreytingar til hins betra hafa orðið í litakerfi Eignastýringar í annarri, þriðju og fjórðu viku 2012.

Hver sem ástæðan er hefur verð á hlutabréfum á alþjóðlegum markaði hækkað samfellt frá síðustu viku desember 2011. Breytingar í litakerfi Eignastýringar sem sýndar eru í töflu 2 frá rauðu ljósi á gult og af gulu á grænt eru tólf í annarri viku 2012, tíu í þriðju vikunni og sex í fjórðu viku. Síðastnefndu breytingarnar eru í dálkinum lengst til hægri í töflu 2. Ljóst er að samtals 28 breytingar í átt til hins betra fela í sér vísbendingu um snúning á stefnu hlutabréfa á alþjóðlegum markaði frá lækkun til hækkunar.

Gengi dollara hefur lækkað um 2,3% frá áramótum gagnvart viðskiptamyntum að meðaltali og gengi evru hefur hækkað í ölduróti fjölmiðla og langri röð svokallaðra neyðarfunda Evrópuleiðtoga um 1,9% frá byrjun árs 2012 til föstudags 27. janúar. Heimsvísitala hlutabréfa hefur hækkað um 5 til 6% á sama tíma. Þessar staðreyndir færa okkur heim sanninn um að fjárfestar á alþjóðlegum markaði láta ekki fréttir í fjölmiðlum og þaðan af síður stjórnmálamenn hafa áhrif á ákvarðanir sínar. Þeir lesa merki um viðskipti af fjármálamarkaði, viðskipti þar sem þátttakendur eru þeir allir í heiminum sem búa yfir bestu upplýsingum sem fáanlegar eru á hverjum tíma. Þeir taka ákvarðanir eftir væntingum og lesa að jafnaði merki markaðsins sex til tólf mánuði fram í tímann.

Þau merki sem lesin eru af alþjóðlegum markaði hlutabréfa eru ekki í samræmi við barlóm stjórnmálamanna og væntingar alþjóðastofnana um minni hagvöxt á næstu misserum en áður var talið. Hugsanlega er spurningin um hvort glasið er hálftómt eða hálffullt. Sannleikurinn er sá að hagnaður fyrirtækja er oft ekki minni þegar spenna í efnahagsmálum er ekki of mikil. Stærri hluti afraksturs starfsemi þeirra rennur þá til fjármagns og minni til vinnuafls þar sem framboð á þeim markaði er meira en eftirspurn svo að laun haldast í jafnvægi.Vextir eru auk þess afar lágir í sögulegu samhengi. Fyrir alþjóðlega fjárfesta sem haga viðskiptum sínum eftir stefnu markaðsins gildir að ,,the trend is your friend... until it ends“. Enginn veit á þessari stundu hve langur núverandi hækkunarleggur á alþjóðlegum markaði hlutabréfa reynist – en mikilvægt er að nýta hækkunina á meðan hún lifir til að byggja upp eignir.

Dow Theory, alþjóðavæðing og hlutabréfamarkaður á 21. öldinni

Charles H. Dow, stofnandi Wall Street Journal og annar af stofnendum Dow Jones fyrirtækisins sem rekur og birtir vísitölur undir því nafni á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði,
ritaði merkar ritstjórnargreinar í blað sitt fyrir og um aldamótin 1900. Dow lést árið 1902 en skrif hans urðu síðar, og í höndum eftirmanna hans, að svonefndri Dow Theory um eðli hlutabréfaviðskipta. Kenningar Dows hafa staðist tímans tönn. Enn í dag eru þær á meðal þess besta sem hægt er að reiða sig á í viðskiptum með alþjóðleg hlutabréf þótt þær hafi orðið til fyrir meira en 110 árum.

Kenningar Dows eru í sex hlutum og einn þeirra segir að til að staðfesta stefnu markaðsins þurfi bæði Dow Industrials og Dow Transports vísitölurnar að stefna í sömu átt. Dow Industrials mælir breytingar á verði hlutabréfa í framleiðslufyrirtækjum en Dow Transports mælir breytingar á hlutabréfaverði flutningafyrirtækja. Hugsun Dows var sú að í heilbrigðu efnahagskerfi þurfa framleiðslufyrirtæki að starfa eðlilega og með hagnaði og hlutabréfaverð þeirra að haldast sterkt. Til að koma framleiðsluvörum á markað og til neytenda þarf flutninga og til að kerfið í heild sé heilbrigt og eðlilegt þurfa því hlutabréf í flutningafyrirtækjum einnig að vera sterk.

Í tímans rás hefur kenning Dows verið víkkuð út þótt enn sé hún notuð í Bandaríkjunum á upprunalegu formi. Alþjóðavæðing felur í sér að oft eru vörur framleiddar í öðru landi en þær eru hannaðar og síðan seldar til neyslu. Bylting í upplýsingatækni og flutningum á síðustu þremur áratugum felur í sér aukið mikilvægi þessara greina.

Í dagbók Eignastýringar er gengið svo langt að líta til hlutabréfamarkaðs í öllum helstu kauphöllum til að greina og fá staðfestingu á stefnu markaðsins. Rökin eru í senn að alþjóðlegur hlutabréfamarkaður er ein heild sem er í gangi nærri 24 tíma hvern virkan dag, svo og að viðskipti með vörur og þjónustu eru alþjóðleg. Flutningar og upplýsingatækni færa helstu lönd og heimsálfur saman til að mynda eina heild.

 

Mynd 5 Heimsvísitala Dow Jones og hlutfallslegur styrkur hlutabréfa í þremur heimsálfum, Evrópu efst en Bandaríkjanna og Asíu og Kyrrahafslanda neðan við vikukortið.

Mynd 5 sýnir heimsvísitölu Dow Jones á vikukorti frá maí 2010. Eftir hágildi í apríl 2011 tekur við lækkun eins og kunnugt er og síðan lægsta lággildi í byrjun október. Eftir það hefur heimsvísitalan hækkað hægt og bítandi en hækkun er um 10% ef miðað er við lággildi í 210. Tilgangurinn með því að sýna heimsvísitöluna á mynd 5 er að draga skýrt fram að nú eru allir helstu þættir alþjóðlegs hlutabréfamarkaðs að hækka saman í takt. Eftir mikla lækkun á síðari hluta ársins 2011 (og lækkun í Asíu og í Brasilíu allt frá árinu 2010 og jafnvel 2009) eru hlutabréf á góðu verði og því eftirsóknarverð í augum fjárfesta.

Í glugga ofan við vikukortið og tveimur gluggum neðan við það er að finna hlutfallslegan styrk Evrópu, Bandaríkjanna og Asíu gagnvart heimsvísitölu. Lóðrétta punktalínan er dregin til að sýna hugsanlegan snúning á fyrstu dögum 2012 (fyrr í tilviki Bandaríkjanna og Asíu). Hlutabréf í Evrópu hafa styrkst hlutfallslega og hlutabréf frá Asíu líka en á móti hefur S&P 500 á Wall Street aðeins veikst hlutfallslega – jafnvel þótt allar hafi vísitölurnar hækkað á árinu 2012. Á næstunni munum við fylgjast grannt með hvernig svæðavísitölunum reiðir af; þar mun felast vísbending um það hvenær núverandi hækkunarleggur gufar upp og nær ekki lengra.

Loks má benda á að heimsvísitalan hefur ekki náð að rífa sig yfir hágildi frá október 2011. Það hafa margar af sterkustu vísitölum gert nú þegar og því verður að teljast líklegra en ekki að heimsvísitala, meðaltal meðaltalanna, fylgi á eftir. Hvort svo verður kemur í ljós á allra næstu dögum, í fimmtu eða sjöttu viku ársins 2012.

 

Rólegt er yfir hlutabréfum á Wall Street í þakkargjörðarvikunni 2013

Lítil breyting á verði hlutabréfa í þakkargjörðarvikunni í Bandaríkjunum er alvanaleg. Þannig hefur það verið í áranna rás hver sem skýringin er. Hún liggur ekki í augum uppi þar sem um 60% alþjóðlegra hlutabréfa að markaðsvirði eru utan Bandaríkjanna. Svo virðist sem einhvers konar huglægt samband sé á milli Wall Street og kauphalla annarra heimsálfa. Í þakkargjörðarvikunni er lokað allan fimmtudag og eftir hádegið á föstudag.

Lítil breyting á verði hlutabréfa í þakkargjörðarvikunni í Bandaríkjunum er alvanaleg. Þannig hefur það verið í áranna rás hver sem skýringin er. Hún liggur ekki í augum uppi þar sem um 60% alþjóðlegra hlutabréfa að markaðsvirði eru utan Bandaríkjanna. Svo virðist sem einhvers konar huglægt samband sé á milli Wall Street og kauphalla annarra heimsálfa. Í þakkargjörðarvikunni er lokað allan fimmtudag og eftir hádegið á föstudag. Í vikunni hækkar S&P 500 um 0,1%, í Evrópu er hækkun 1,4% og í Asíu og Kyrrahafsríkjum hækka hlutabréf í verði um 0,5%. Á mynd 1 er dagkort af heimsvísitölu hlutabréfa og sýnir 0,27% hækkun föstudaginn 29. nóvember en hækkun í vikunni 25. til 29. október er 0,3%.

Mynd 1
Mynd 1 Heimsvísitala hlutabréfa er á sömu slóðum og í síðari hluta október 2013.

Á mynd 1 í neðri glugga neðan við dagkortið er sýnd Money Line Joanne Klein sem ritar Above the Green Line bloggvefinn hjá StockCharts.com. Red Zone merkir að Slow Stochastic sveifluvísirinn með einkennum (5,1) er ofan við 80. Í skammtímaviðskiptum merkir Red Zone að tími sé til að selja; í langtímaviðskiptum að ekki sé tími til að kaupa. Heimsvísitala hlutabréfa er rétt neðan við mörkin við lokun föstudag 29. nóvember sl. Í kerfi Joanne er Green Zone merki um að kaupa, þ.e. þegar Slow Stochastic hefur farið niður fyrir gildið 20 en snúið upp aftur og hækkað yfir 20.

Mynd 2 sýnir samanburð á hækkun hlutabréfa á heimsmarkaði frá lokum apríl 2013 á vikulegu árangurskorti. Því má skjóta inn hér að með nýrri litatækni á kortum frá StockCharts.com eru dagkort okkar sýnd með fölgulum (e. solar) bakgrunni (mynd 1), vikukort eru ljósgræn (e. spruce, mynd 2) og mánaðakort og fjórðungakort eru gráleit (e. graphite, myndir 3 og 4). Kort innan dags eru sýnd með fölrósrauðum lit (e. rose), þ.e. t.d. 15 mínútna kort, klukkutímakort eða jafnvel fimm mínútna og einnar mínútu kort. Á mynd 2 er sem sagt vikulegt árangurskort af S&P 500, Evrópuvísitölu og vísitölu Asíu og Kyrrahafslanda. Þar kemur fram veikleiki hlutabréfa í Asíu – jafnvel þótt Japan sé í myndinni og hafi þungt vægi en þar hafa hlutabréf hækkað 50% frá ársbyrjun 2013 (sjá töflu 1).

Mynd 2
Mynd 2 Evrópa og Wall Street hækka 12 til 13% frá lokum apríl 2013 en vísitala Asíu og Kyrrahafslanda stendur í stað.

Í Evrópu og á Wall Street hækka hlutabréfa ámóta mikið frá lokum apríl 2013, 12% og 13%, þrátt fyrir að hlutabréf í Evrópu taki þyngri dýfu í maí og júní heldur en S&P 500 á Wall Street – sem varla lækkar neitt á vikukorti. En innan Evrópuvísitölu er mikil dreifing. Sé litið á hækkun 2013 til loka nóvember er hækkun mest í Þýskalandi eða 23,6% en minnst á Bretlandi eða 12,2%. Á Norðurlöndum er hækkun 20% en 21% á Spáni og 16% á Ítalíu.

Í fyrstu viku desember 2013 ræðst hvort lokaverð nóvember reynast hágildi ársins

Samkvæmt tölfræðirannsóknum feðganna Yale og Jeffrey Hirsch hjá Stock Trader’s Almanac er algengt að þakkargjörðarvikan skili nokkurri hækkun á Wall Street en þó í dræmum

Tafla 1
Tafla 1 Hrávörur haldast nokkurn veginn stöðugar í verði síðustu fimm vikur en olía lækkar 5,3% og gull um 7,5%.

viðskiptum vegna frídaganna. Fyrsti mánudagurinn eftir þá viku hefur frá árinu 2005 verið nefndur Cyber Monday þar sem vefsölufyrirtæki eru tekin að framlengja Black Friday tilboð sín fram yfir helgina. Þann mánudag er algengt að nokkur lækkun ríð yfir á Wall Street – og aftur er hér tölfræðileg staðreynd á ferðinni frá Hirsch og Hirsch feðgunum hjá Stock Trader’s Almanac og skýring ekki alveg augljós. Þannig kann það vel að ráðast í upphafi 49. viku 2013, þ.e. í fyrstu viku desember, hvort enn meiri hækkun bætist við hækkun fyrstu 11 mánaðanna á Wall Street eða hvort leiðrétting tekur við.

Sú staðreynd að bandarísk hlutabréf eru orðin afar teygð í verði eftir langvarandi hækkun leiðir af sér að leiðrétting í desember er hugsanleg, a.m.k. í fyrri hluta desember og fram að jólasveinarallinu árvissa. Gildir einu hvort litið er til helstu vísitalna, stórra fyrirtækja eða smárra, eða framúrskarandi fyrirtækja eða atvinnugreinavísitalna (sjá töflu 1), alls staðar eru verð svo teygð að illmögulegt er að finna tækifæri til að auka við stöður í hlutabréfum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að á langvarandi bolamarkaði eins og nú kann að ríkja geta hlutabréf á markaði haldið áfram að hækka mánuðum saman án teljandi hvíldar eða leiðréttingar.

Langvarandi bolamarkaður í hlutabréfum getur leitt til bjarnarmarkaðs í olíu og gulli

John J. Murphy hinn reyndi aðalhagfræðingur StockCharts.com hefur bent á að langvarandi bolamarkaður í hlutabréfum á Wall Street kann að leiða af sér bjarnarmarkað í hrávörum, ekki síst í gulli og á olíumarkaði. Á myndum 3 og 4 eru sýnd mánaðakort af olíuverði og gullverði síðasta aldarfjórðung eða svo. Í glugga ofan við mánaðakortin sýnir purpuralínan viðkomandi vísitölu, þ.e. olíuverð eða gullverð, í samanburði við S&P 500. Á þessum kortum er greinilegt hvernig bjarnarmarkaðurinn í hlutabréfum árin 2000 til 2013 leiðir til bolamarkaðs í olíu og gulli og jafnfram hvernig bolamarkaður í hlutabréfum fyrir árið 2000 leiðir til bjarnarmarkaðs í olíu og gulli.

Mynd 3
Mynd 3 Olíumarkaðurinn frá 1988: Nýr bjarnarmarkaður í uppsiglingu frá 2012?

Hvort þetta neikvæða langtímasamband á milli olíu- og gullverðs og hlutabréfaverðs á mælikvarða S&P 500 leiðir til bjarnarmarkaðs hinna fyrrnefndu næstu árin er ekki vitað á þessari stundu – en fyrstu vísbendingar á mánaðakortum á myndum 3 og 4 benda í þá átt.

Mynd 4
Mynd 4 Bolar og birnir á gullmarkaði: hlutfalllegur styrkur gagnvart hlutabréfum hrynur frá 2012.

Jafnframt þarf að hafa í huga að ný tækni í olíu- og gasvinnslu kann að leiða til þess að Bandaríkin verði stærsti útflytjandi olíu og gass að fáeinum árum liðnum. Olíuútflutningur Bandaríkjamanna kann að fara fram út útflutningi Saudi-Araba og gasútflutningur þeirra kann að fara fram úr gasútflutningi Rússa. Í Bandaríkjunum hefur verið unnið að þróun þessarar nýju tækni í orkuvinnslu í þrjátíu ár. Enn eru ýmis mál óleyst, bæði á lagasviði, sviði umhverfismála og markaðsmála ef svo mætti að orði komast. Enn er ekki lifandi markaður fyrir gas í Bandaríkjunum þótt sú þjóð noti mesta orku allra. Verð á gasi þar er því aðeins brot af núverandi verði sem Rússar fá fyrir útflutning sinn til ríkja Evrópusambandsins. Líklegt er að öll þessi mál muni breytast á næstu árum og orkufyrirtæki af ýmsu tagi kunna að verða næst til að bera upp langvarandi hækkun hlutabréfa á Wall Street á eftir tæknifyrirtækjum 1992 til 2000 og fjármálafyrirtækjum 2003 til 2007.

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Alþjóðleg hlutabréf hækka til miðs nóvember 2013 eftir skamma hvíld

Á Wall Street brjótast hlutabréf upp úr flötum tveggja vikna grunni miðvikudag 13. nóvember sl. Í Asíu og Evrópu gætir ekki jafnmikillar eftirspurnar þótt snúningur frá lággildi verði á sama tíma. Mynd 1 sýnir hvernig heimsvísitala hlutabréfa tekur að hækka aftur miðvikudaginn 13. nóvember sl. eftir nær þriggja vikna leiðréttingu. Í lok föstudags 15. nóvember hvílir gildi heimsvísitölu undir viðnámi frá hágildi þann 22. október sl. Leiðrétting í tæpar þrjár vikur er væg og einkum í Bandaríkjunum. Heimsvísitala fær stuðning og snýr til hækkunar þar sem 38% (sjá Fibonacci hlutföll á mynd 1) fyrri hækkunarleggs hafa gengið til baka. Í bakslagi millistefnu gengur að jafnaði 38 til 50% til baka af hækkunarleggnum næst á undan.

Á Wall Street brjótast hlutabréf upp úr flötum tveggja vikna grunni miðvikudag 13. nóvember sl. Í Asíu og Evrópu gætir ekki jafnmikillar eftirspurnar þótt snúningur frá lággildi verði á sama tíma. Mynd 1 sýnir hvernig heimsvísitala hlutabréfa tekur að hækka aftur miðvikudaginn 13. nóvember sl. eftir nær þriggja vikna leiðréttingu. Í lok föstudags 15. nóvember hvílir gildi heimsvísitölu undir viðnámi frá hágildi þann 22. október sl. Leiðrétting í tæpar þrjár vikur er væg og einkum í Bandaríkjunum. Heimsvísitala fær stuðning og snýr til hækkunar þar sem 38% (sjá Fibonacci hlutföll á mynd 1) fyrri hækkunarleggs hafa gengið til baka. Í bakslagi millistefnu gengur að jafnaði 38 til 50% til baka af hækkunarleggnum næst á undan.

Mynd 1
Mynd 1 Heimsvísitala hlutabréfa tekur að rjúka á ný í vikunni 11. til 15. nóvember eftir innan við þriggja vikna hvíld frá miðvikudegi 23. október sl.

Árangurskort á mynd 2 skýrir hvernig hækkun skiptist á milli heimshluta. Á Wall Street (sjá S&P 500) myndast flatur tveggja vikna grunnur frá 29. október til 13. nóvember sl. Í Evrópu og í Asíu kemur til lækkunar þótt hún sé væg og standi stutt. Á þessari stundu er ekki vitað hvort leiðréttingu millistefnu er að fullu lokið. Hlutabréf víðast hvar verða að teljast nokkuð teygð og toguð ef svo er. Skammtímasveifluvísir á dagkorti af  heimsvísitölu á 

Mynd 2
Mynd 2 Í Evrópu og Asíu næst hágildi þriðjudaginn 22. október 2013 og eru vísitölur þeirra heimshluta fjarri því hágildi um miðjan nóvember eftir þriggja vikna leiðréttingu.

mynd 1 gefur til kynna að til skamms tíma sé verð þegar orðið teygt (gildi SlowStochastic ofan við 80) þrátt fyrir leiðréttingu síðustu vikna. Á vikukorti er sú teyging jafnvel meiri á mælikvarða margra vísitalna hlutabréfa, og á það við í ríkari mæli á Wall Street en í Asíulöndum og Evrópu. Hafa skal þó í huga að verð á hlutabréfum getur haldist „teygt“ eða ofkeypt um langa hríð án þess að til teljandi leiðréttingar komi þegar eftirspurn fjárfesta á markaði umfram framboð er ríkjandi.

Hlutabréf í Asíu liggja 11% undir hágildi 2007 en 18% undir í Evrópu 

Í góðum hækkunarlegg á árinu 2013 til miðs nóvember brjótast fáeinar sterkustu vísitölur hlutabréfa, einkum á Wall Street en einnig í Þýskalandi, yfir hágildi sín frá árinu 2007, nánar tiltekið á vormánuðum, og hafa hækkað nokkuð síðan. Á mælikvarða Evrópuvísitölu liggur verð á hlutabréfum samt 18% undir hágildi ársins 2007 og hlutabréf í Asíu og Kyrrahafslöndum eru 11% undir hágildinu 2007. S&P 500 er hins vegar komin 17,5% yfir hágildi 2007 þegar mælt er frá miðjum september það ár (mynd 3).

Þessa mynd (sjá árangurskort á mynd 3) er mikilvægt að hafa í huga við túlkun á tölum og niðurstöðum í töflu 1. Fimm vikna hækkun (sjá fyrsta töludálk) er frá 0,4% í Asíu til 5,6% á Wall Street. Hækkun á árinu 2013 er frá 10,1% í Asíu og Kyrrahafslöndum til 28,2% á Wall Street. Mánaðakortið á mynd 3 sýnir að Wall Street er að geysast áfram upp í „bláan himininn“ en hækkun í öðrum heimsálfum á nokkuð í land til að ná gildum ársins 2007 – þ.e. fyrir meira en sex árum.

Tafla 1
Tafla 1 Yfirburðir Wall Street blasa við af fimm vikna hækkun í töflunni (fyrsti töludálkur).

Áhugavert er að renna augum niður strimilinn um miðja töflu 1 en hún sýnir staðsetningu hlutabréfaverðs hverrar vísitölu við lokun föstudags 15. nóvember sl. innan verðbils síðustu 52 vikna. Wall Street vísitölurnar liggja nærri því allar í efsta tíunda hluta þess verðbils. Undantekning er gullgrafarafyrirtækin sem eru alveg á hinum endanum (í neðsta tíunda hlutanum) og einnig byggingafyrirtæki og veitur.

Mynd 3
Mynd 3 Árangurskort frá september 2007: Wall Street, vísitala hlutabréfa í Asíu og Kyrrahafslöndum og Evrópuvísitalan

Á árangurskorti með mánaðatölum á mynd 3 kemur fram hvernig Wall Street sker sig úr í samanburði við vísitölur annarra heimshluta. Hafa þarf í huga að heimshlutavísitölur eru mikil meðaltöl. Innan Evrópuvísitölu eru bæði Þýskaland og Bretland. Í Þýskalandi liggur DAX um 10% yfir hágildi sínu frá 2007. Á Bretlandi hvílir FTSE vísitalan í London rétt við hágildið – en á uppbrotið ennþá eftir. Í Asíulöndum hafa fáeinar vísitölur brotist yfir viðnám frá 2007 hágildi – en af stórum löndum er aðeins að nefna Indland og þar liggur Bombei vísitalan rétt ofan við fyrrnefnt hágildi. 


Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Víða eru vísbendingar um að hágildi hlutabréfa í október sé að baki

Hlutabréf á alþjóðlegum markaði hafa hækkað í snarpri roku frá snúningi við lággildi miðvikudaginn 9. október 2013 (sjá dagkort á mynd 1). Hækkun í Evrópu er um 7% á þessum tíma en aðeins um 2% á Asíumarkaði (sjá mynd 2). Októberhækkunin 2013 er þriðja roka frá síðari hluta júní sl. og á fjórum mánuðum koma fram þrjú hækkandi hágildi og þrjú hækkandi lággildi.

Hlutabréf á alþjóðlegum markaði hafa hækkað í snarpri roku frá snúningi við lággildi miðvikudaginn 9. október 2013 (sjá dagkort á mynd 1). Hækkun í Evrópu er um 7% á þessum tíma en aðeins um 2% á Asíumarkaði (sjá mynd 2). Októberhækkunin 2013 er þriðja roka frá síðari hluta júní sl. og á fjórum mánuðum koma fram þrjú hækkandi hágildi og þrjú hækkandi lággildi. Þennan tíma, nánar tiltekið frá mánudegi 24. júní sl., er hækkun mest í Evrópu eða yfir 22% en svipuð á Wall Street og í Asíu og Kyrrahafslöndum, í grennd við 12%. Hlutfallslegur ávinningur Evrópulanda hefur vaxið hægt og bítandi allar götur frá 24. júní sl. til loka september. Frá þeim tíma heldur Wall Street í við Evrópumarkað en Asía gefur eftir.

Mynd 1
Mynd 1 Heimsvísitala hlutabréfa hækkar dagana 10. til 22. október en nær þá hágildi og sýnist stefna í meltingartíma eða hvíld næstu daga.
Mynd 2
Mynd 2 Á árangurskorti sést skýrt að síðustu vikuna er það Asía og Kyrrahafslönd sem toga heimsvísitölu hlutabréfa niður (sjá einnig töflu 1).

Dagkort af heimsvísitölunni á mynd 1 sýnir vel framvindu frá miðju ári 2013. Bakslag frá 20. september til 9. október etur upp um 50% af hækkunarlegg þar á undan; S&P 500 hækkar lítið eitt umfram heimsvísitölu í október (sjá hlutfallslegan styrk í glugga ofan við dagkortið). Á kortinu sem er sett upp í litakerfi Alexanders Elders höfum við jafnframt sýnt skemmtilegt líkan Joanne Klein sem finna má á opnum vef StockCharts.com á þessari slóð: www.stockcharts.com/public/1107832. Joanne er vinsælasti bloggarinn á opnum vef StockCharts.com og jafnframt sá virtasti að dómi lesenda. Kerfið nefnir hún Above the Green Line en græna línan vísar til 250 daga meðaltals viðkomandi hlutabréfs eða vísitölu (ath. á mynd 1 er græna línan 200 daga meðaltal í stað 250 daga línunnar).

Ofan við grænu línuna: kerfi Joanne Klein er gagnlegt, einfalt og skemmtilegt

Með smáeinföldun byggist kerfi Joanne á grænu línunni (250 daga meðaltali) og Money Line sem er Slow Stochastic sveifluvísirinn stilltur á (5,1). Money Line sveiflast á milli 0 og 100 (nær þeim mörkum þó aldrei alveg) og er á Red Zone ofan við gildið 80 en á Green Zone neðan við gildið 20 (sjá myndir 1 og 5). Maður kaupir hlutabréf aðeins þegar Money Line er á græna svæðinu neðan við 20 og hugar hugsanlega að sölu þegar peningalínan skýst upp á rauða svæðið.

Að peningalína Joanne sé á græna svæðinu er þó aðeins eitt skilyrði. Grunnþáttur í kerfi Joanne er að "Eventually Markets will meet again with their Green Lines", þ.e. öll hlutabréf munu aftur og aftur snerta 250 daga meðaltal sitt. Það er orð að sönnu og þarf ekki frekar vitnanna við. Sterkustu stokkar geysast þó oft áfram lengi án þess að snerta meira en 50 daga meðaltal sitt (Red Line í kerfi Joanne) en engu að síður stendur óhaggað að stokkar munu falla í verði og snerta grænu línuna. Þar eru bestu tækifærin til að kaupa í kerfi Joanne Klein. Þegar staða markaðs er víða er eins og við lokun föstudags 25. október blasir viðvörun Joanne við á mörgum kortum hennar: CAUTION: Way Above the Green Line. Ekki er vafa bundið að hlutabréf á heimsmarkaði í lok 43. viku 2013 eru orðin teygð eftir langvarandi hækkun.

Nýmarkaður færist á grænt ljós í október 2013 en hrávörur og olía lækka áfram

Tafla 1
Tafla 1 Eftir marga mánuði á rauðu ljósi færast 10 ára ríkisskuldabréf á Wall Street á gult ljós. Gengi dollara lækkar 1,5% síðustu fimm vikur og evra vs. dollari hækkar 2,1% á sama tíma.

Tafla 1 Eftir marga mánuði á rauðu ljósi færast 10 ára ríkisskuldabréf á Wall Street á gult ljós. Gengi dollara lækkar 1,5% síðustu fimm vikur og evra vs. dollari hækkar 2,1% á sama tíma.

Eftir góða roku og 14 til 15% hækkun í Shanghai frá síðari hluta júní 2013 virðist sem slegið hafi í bakseglin í október. Shanghai vísitalan rekst upp undir styerkt viðnám af niðurhallandi stefnulínu sem nær allt aftur til júlímánaðar árið 2009 eða meira en fjögur ár. Kína hafði færst af rauðu ljósi á gult í byrjun september sl. og var rétt við að smella á grænt ljós áður en viðnám kom til skjalanna. Í 43. viku er lækkun í Shanghai 2,77% sem nægir til að færa vísitöluna aftur á rautt ljós. Örskammt er þó á milli 13 og 34 vikna meðaltalanna.

Önnur merk breyting í 43. viku er sú að bandarísk ríkisskuldabréf með meðaltíma 7 til 10 ár færast á gult ljós í litakerfi Eignastýringar eftir marga mánuði á rauðu ljósi. Lengri flokkar ríkisskuldabréfa og einnig þau verðtryggðu eru áfram á rauðu ljósi þrátt fyrir nokkra roku síðustu sex vikur. Þrátt fyrir þessa roku sem nemur um 5% á mælikvarða lengstu skuldabréfa virðist hæpið að hækkun haldi áfram lengi. Til þess þurfa markaðsvextir að lækka áfram næstu mánuði og betra er að fara gætilega þar.

Loks verður að teljast harla merkilegt að hlutabréf nýmarkaðslanda skjótast loks yfir á grænt ljós af gulu (sjá neðstu línu í efstu blokk töflu 1) eftir að hafa tekið 18 til 19% dýfu frá upphafi árs 2013 til miðs júní sl. Nýmarkaðsvísitalan lækkar að vísu 1,1% í 43. viku til loka föstudags 25. október og er þar einnig á ferðinni viðnám vegna niðurhallandi stefnulína líkt og í Shanghai nema þessi nær aftur til vorsins 2011. Nýmarkaðsvísitalan hefur hækkað um 17% frá síðari hluta júní 2013 og fjárfestar taka nú að innleysa hagnað. Hrávöruvísitalan liggur einnig neðan við viðnám vegna niðurhallandi stefnulínu sömu ættar og þeirrar í Shanghai og á nýmarkaði og nær hún einnig aftur til vorsins 2011. Lækkun á hrávörumarkaði frá áramótum 2013 er 6,4% (tafla 1).

Dow Theory bendir til aukinnar áhættu: iðnfyrirtæki dragast aftur

Eitt helsta skilyrði þess að stefna hlutabréfa sé til hækkunar er að Dow Industrials og Dow Transports vísitölurnar leiti hærri hágilda saman – þ.e. að nýtt hágildi annarrar staðfestist fljótlega með nýju hágildi hinnar. Þetta er ein af helstu kennisetningum í Dow Theory sem Charles H. Dow stofnandi og fyrsti ritstjóri Wall Street Journal setti fram í ritstjórnarskrifum í blaði sínu um aldamótin 1900.

Myndir 3 og 4 sýna dagkort af Dow Industrials og Dow Transports frá miðju ári 2013. Sölubylgja frá 20. september til 9. október sl. leikur þá fyrrnefndu mun verr en þá síðarnefndu. Eftir snúning þann 9. október sl. rýkur Dow Transports upp nærri 10% til loka föstudags 25. október sl. og fer yfir septemberhágildi sitt þegar föstudaginn 18. október.

Mynd 3
Mynd 3 Dow Jones Industrials hefur hækkað um 5% frá 9. október til lokaverðs föstudags 25. október 2013. Situr þó enn neðan við hágildi sín frá byrjun ágúst og miðjum september.
Mynd 4
Mynd 4 Dow Jones Transports hækkar nærri 10% frá 9. október til föstudags 25. október sl. Hér eru hækkandi hágildi og hækkandi lággildi þrisvar sinnum frá lokum júní 2013. Staðfesting frá Dow Jones Industrials er ekki fyrir hendi.

Allt öðru máli gegnir um Dow Industrials. Þar er niðurstrokan eftir 20. september sl. 6,3% (mynd 3). Þrátt fyrir öfluga roku þegar þann 10. október sl. hefur hækkun ekki nægt til þess að mynda nýtt hágildi. Dow Industrials liggur raunar enn neðan við hágildi sitt frá byrjun ágúst sl. Veitið athygli að lággildi 9. október er lægra en lággildi í lok ágúst sl. – og missið ekki af hvernig Dow Industrials snertir létt 200 daga línuna. Græna lína Joanne Klein (sjá hér að framan) er að vísu 250 daga meðaltalið sem liggur aðeins neðar en minnir engu að síður á reglu hennar: hlutabréf munu aftur og aftur snerta 250 daga línu sína.

Að staðfestingu á nýju hágildi Dow Transports vanti frá Dow Industrials er vissulega vísbending um varúð frá Dow Theory. John J. Murphy aðalhagfræðingur StockCharts.com bendir þó á í Market Message fimmtudaginn 24. október sl. að hægari hækkun Dow Industrials þurfi ekki jafnan að vera hættumerki. Þegar stefna hlutabréfa er til hækkunar vill oft gerast að Dow Industrials fylgi í humátt á eftir áhættusamari stokkum (t.d. minni fyrirtækjum (e. Small Caps)) og atvinnugreinum sem eru næmar fyrir áhrifum eftirspurnar (t.d. flutningafyrirtækjum). Eins og sakir standa er Dow Industrials eina vísitalan sem á eftir að sýna nýtt hágildi í hækkunarleggnum frá 20. september sl.

Hættumerki eru greinileg á dagkorti af SPY með peningalínu Joanne Klein

Mynd 5
Mynd 5 SPY hækkar með þremur hækkandi hágildum og hækkandi lággildum frá síðari hluta júní 2013. Tapar gagnvart Evrópuvísitölu júlí til september en októberroka stöðvar það tap.

Til skamms tíma litið er þó ástæða til að fara að öllu með gát. Merking Joanne Klein á svo sannarlega við á dagkortinu af SPY, kauphallarsjóði sem fylgir S&P 500: CAUTION: Way Above the Green Line. Græna línan hér er 200 daga meðaltal en ekki 250 daga eins og í kerfi Joanne. Peningalínan er á rauða svæðinu og hefur verið þar í tvær vikur. Vissulega gerist það í toppum og hún getur haldist á rauða svæðinu í mánuð eða lengri tíma – en endar þó jafnan með því að hníga og heimsækja græna svæðið á nýjan leik eftir lækkun eða leiðréttingu.

Rauðu örvarnar sýna losunardaga sem voru margir í lok ágúst og september sl. en engir frá snúningi þann 9. október sl. Veitið þó athygli hvernig dregur sí og æ úr veltu í rokunni frá þeim tíma og bendir til að lítið sé um þátttöku stórra fjárfesta í kaupum síðustu vikur.

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Góðar horfur eru á innlendum hlutabréfamarkaði næstu misseri

Rólegt er á innlendum verðbréfamarkaði síðustu vikur til loka föstudags 11. október í 41. viku 2013. Verðbreyting er lítil bæði á markaði hlutabréfa og skuldabréfa en óverðtryggð skuldabréfa hafa þó hækkað í verði lítillega. Sem dæmi má nefna (sjá töflu 1 hér að neðan) að síðustu fimm vikur til föstudags 11. október hafa skráð innlend hlutabréf hækkað um 1,6%, verðtryggð skuldabréf hafa lækkað 0,1% en óverðtryggð ríkisskuldabréf hafa hækkað um 2,6%. Töludálkur tvö í töflu 1 sýnir að markaðskrafa flestra flokka ríkistryggðra skuldabréfa hefur lækkað á árinu 2013 til 41. viku. Einu undantekningar eru HFF14, RIKB15 og RIKB14, m.ö.o. stystu flokkar verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa.

Rólegt er á innlendum verðbréfamarkaði síðustu vikur til loka föstudags 11. október í 41. viku 2013. Verðbreyting er lítil bæði á markaði hlutabréfa og skuldabréfa en óverðtryggð skuldabréfa hafa þó hækkað í verði lítillega. Sem dæmi má nefna (sjá töflu 1 hér að neðan) að síðustu fimm vikur til föstudags 11. október hafa skráð innlend hlutabréf hækkað um 1,6%, verðtryggð skuldabréf hafa lækkað 0,1% en óverðtryggð ríkisskuldabréf hafa hækkað um 2,6%. Töludálkur tvö í töflu 1 sýnir að markaðskrafa flestra flokka ríkistryggðra skuldabréfa hefur lækkað á árinu 2013 til 41. viku. Einu undantekningar eru HFF14, RIKB15 og RIKB14, m.ö.o. stystu flokkar verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa.

Eftir um sex mánaða flatan tíma á hlutabréfamarkaði er hlutdeild skráðu félaganna átta í heildarmarkaðsverðmæti hlutabréfa og skuldabréfa 13,3% (tafla 1). Á þessum sex mánuðum hefur skuldabréfasafnið hækkað að verðmæti um 4 til 5%. Markaðsverðmæti verðtryggðra ríkistryggðra skuldabréfa er 65,3% eða 1.637 ma. kr. og þeirra óverðtryggðu er 21,4% eða 536 ma. kr. Við hækkun þessara stóru flokka verðbréfa hefur aðeins dregið úr markaðsvægi hlutabréfa eða úr um 15% í 13%. Myndir 1 og 2 gefa yfirlit um núverandi samsetningu innlends verðbréfamarkaðs, fyrst skiptingu í meginflokka (mynd 1) og síðan hlutabréfasafnsins í hlutabréf skráðu innlendu félaganna (mynd 2).

Mynd 1
Mynd 1 Markaðsverðmæti skráðra innlendra hlutabréfa og ríkistryggðra skuldabréfa er um 2.506 ma. kr. við lokun föstudags 11. október 2013. Hlutfallsleg skipting er sýnd á kökuriti.
Mynd 2
Mynd 2 Hlutfallsleg skipting innlendra skráðra hlutabréfa í Kauphöllinni, samtals að verðmæti 334 ma. kr. við lokun föstudags 11. október 2013. Samtals vægi fjögurra stærri félaganna er 77%.

Gott jafnvægi á markaði merkir engan veginn að ládeyða eða slaki sé á ferðinni

Á yfirborðinu kann „flatur“ tími á markaði í fáeinar vikur eða jafnvel lengri tíma að sýnast bera vott um deyfð, áhugaleysi, óáhugaverð verðbréf eða fjárfesta sem eru alveg ráðalausir. Ekkert er fjær sanni. „Flöt“ tímabil eru jafneðlilegur hluti af lífinu á verðbréfamarkaði eins og góðir hækkunarleggir og harðar niðurstrokur. Flatur tími á innlendum hlutabréfamarkaði þar sem verð um miðjan október 2013 er á sömu slóðum og um miðjan mars sl. er gott dæmi. Flata tímabilið hófst eftir meira en 30% verðhækkun frá síðari hluta nóvember 2012 til miðs mars 2013. Eftir slíkt tímabil er eðlilegt að fjárfestar þurfi tíma, svolítinn meltingartíma, til að aðlagast nýju verði í hæstum hæðum. Á þeim tíma voru áhyggjur af bólumyndun títtnefndar. Frá bæjardyrum skráðra fyrirtækjanna er þessi tími um leið mánuðir þegar nýr hagnaður byggist upp til að standa undir frekari hækkun verðs (vonandi) á næstu mánuðum.

Nákvæmlega sama á við á skuldabréfamarkaði. Virðisfjárfestar miða við hugtakið innra verðmæti hlutabréfa, þ.e. afvaxtaðan framtíðarhagnað fyrirtækja, sem þeir leggja að grunni við mat á fyrirtækjum. Á sama hátt eiga skuldabréf sér einnig innra verðmæti. Skuldabréf bera flest jákvæða nafnvexti, t.d. 3,75% í tilviki allra flokka verðtryggðra íbúðabréfa. Daglega bætist við verðmæti skuldabréfa áfallnir vextir ásamt áföllnum verðbótum. Þannig má finna reiknað innra verðmæti skuldabréfaflokka á hverjum tíma. Við getum bókað fyrirfram að markaðsverðmæti er sjaldan nákvæmlega á þeirri línu, ekki frekar en í tilviki hlutabréfa.

Í töflu 1 sést að hækkun markaðssafnsins (15% hlutabréf skráðu innlendu hlutafélaganna, 85% skuldabréf) er 8,6% frá áramótum til loka föstudags 11. október í 41. viku. Uppfært til árshraða nemur sú hækkun um 11% sem getur talist ásættanlegt í vel samsettu safni.

Tafla 1
Tafla 1 Yfirlit um innlendan verðbréfamarkað. Hækkun markaðssafnsins (85% skuldabréf, 15% hlutabréf) er 10,7% síðustu 52 vikur til loka föstudags 11. október 2013.

Óverðtryggð skuldabréf taka við af verðtryggðum sem leiðandi í október 2013

Mynd 3 sýnir dagkort af verðtryggða safninu árið 2013. Vissulega eru sveiflur í markaðsverði frá áramótum og ekki fer á milli mála að sveiflur umhverfis reiknað innra verðmæti verðtryggða safnsins eru töluverðar þótt þær séu ekki sýndar á þessu korti. Niðurstroka frá miðjum febrúar 2013 til fyrri hluta maí sl. (eða frá toppnum í maí til lággildis í fyrri hluta júní sl.) er liðlega 3% sem ekki getur talist alvarlegt í heimi skuldabréfa á markaði. Mikilvægt er að núverandi „meltingartími“ eða flatur grunnur frá síðari hluta september er aðeins 1,2% að dýpt, a.m.k. enn sem komið er. Hafa ber í huga að 3,75% nafnvextir af íbúðabréfum (91% verðtryggða safnsins) og 3,8% RIKS 21 leiða til 0,3% mánaðarlegrar hækkunar. Mánaðarlegar verðbætur eru að sjálfsögðu mismunandi en að jafnaði eru þær 0,37% m.v. 4,5% árshraða verðbólgu.

Mynd 3
Mynd 3 Verðtryggða safnið byrjar með góðri roku í janúar til miðs febrúar en þá tekur við slakur tími til 12. júní sl. Eftir góðan hækkunarlegg til 18. september sl. tekur við nýr meltingartími sem til þessa lítur vel út, 1,2% flatt band.

Mjög góður hækkunarleggur óverðtryggða safnsins frá apríl 2012 til júní 2013 (sjá mynd 4) skilar því safni góðum ávinningi. Eftir meltingartíma frá júní til síðari hluta september 2013 er óverðtryggða safnið leiðandi á skuldabréfamarkaði á nýjan leik (sjá mynd 4). Hér eru það einkum löngu óverðtryggu flokkarnir sem skila góðum ávinningi, þ.e. RIKB19, RIKB22, RIKB25 og RIKB31, sem eru með hækkun frá 1,1% til 2,7% síðustu fimm vikurnar til loka föstudags 11. október sl. (tafla 1). Það er ekki síst vegna góðrar ávöxtunar þessara lengri flokka óverðtryggða safnsins sem hver og einn fjárfestir ætti að ávaxta hluta af safni sínu í þessum flokkum skuldabréfa.

Mynd 4
Mynd 4 Óverðtryggða safnið hækkar um 30% frá miðju ári 2010 eða um nálægt 6% árlega að jafnaði.
Mynd 5
Mynd 5 Ríkisskuldabréfasafnið (verðtryggð og óverðtryggð) sýnir góða og stöðuga hækkun árin 2011 til miðs október 2013.

Mynd 5 sýnir svo vikukort af markaðssafni ríkistryggðra skuldabréfa, verðtryggðra og óverðtryggðra. Þar sem þau fyrrnefndu og síðarnefndu skiptast nokkuð á að vera leiðandi eftir því hvernig stendur á verðbólguvæntingum fjárfesta á hverjum tíma er samsetta safnið stöðugra en verðtryggða safnið eitt og sér. Ávöxtun samsetta safnsins er lítið eitt lægri en þess verðtryggða en margur mun fús til að fórna broti úr prósenti fyrir minni sveiflur í safni.

Góðar horfur eru á hlutabréfamarkaði með vaxandi hagnaði fyrirtækja

Dagkort á mynd 6 sýnir verð og veltu skráðu innlendu hlutafélaganna í Kauphöllinni á árinu 2013 til miðs október. Bratt ris (raunar frá síðari hluta nóvember 2012) tekur enda í mars sl. og þá dregur úr veltu um hríð. Grunnur (meltingartími) tekur að myndast og eftir reynslu fyrri ára (sjá vikukort á mynd 7) mátti búast við því að hann tæki fáeina mánuði áður en kæmi að uppbroti. Á markaði gerist jafnan hið óvænta. Uppbrot verður í fyrri hluta júlí og nýtt hágildi myndast í fyrri hluta ágúst sl. Eftir það lækkar verð aftur, þó ekki í mikilli veltu (bendir ekki til alvarlegrar losunar af hálfu stórra fjárfesta) og stuðningur myndast við viðnámslínu grunnsins frá mars sl.

Mynd 6
Mynd 6 Á alþjóðlegum markaði þykir mikilvægt að verð á hlutabréfum í hækkun haldist ofan við 50 daga línuna. Við lokun föstudags 11. október sl. hvílir lokaverðið 218,10 hársbreidd ofan við þá línu (217,64).

Allt þetta er hefðbundið og í dagbók Eignastýringar af innlendum markaði frá 3. september sl. er dæmi sýnt af líftæknifyrirtækinu Celgene á Wall Street sem myndar grunn ofan á grunn um mitt árið 2012, bolla með haldi, áður en kemur til uppbrots í lok desember það ár. Frá þeim tíma hefur Celgene hækkað úr um 80 dollurum í 150 dollara. Ef svo fer sem horfir er nýr grunnur ofan á fyrri grunn frá mars sl. hér á innlendum markaði merki um styrk fremur en veikleika. Nýr grunnur getur tekið vikur eða mánuði – en eftir reynslu fyrri ára virðist líklegt að uppbrot við gengið 230 gæti orðið í lok árs 2013 eða í byrjun árs 2014.

Mynd 7
Mynd 7 Vikukort af skráðu innlendu félögunum sem í október 2013 eru átta. Grænir (og einn rauður) hringir á kortinu sýna reiknað innra verðmæti hlutabréfanna m.v. VH hlutfallið 15 (jafngildir 6,7% ávöxtunarkröfu fjárfesta).

Það er skemmtilegt viðfangsefni að reyna að átta sig því hver framvinda getur orðið á árinu 2014. Hve mikið gæti verð á innlendum skráðum hlutabréfum hækkað án þess að komi til teygingar á hlutfallslegum verðum (t.d. á mælikvarða VH hlutfallsins)? Á vikukorti á mynd 7 hefur verið dregið inn reiknað innra verðmæti skráðu félaganna á hverjum tíma miðað við VH hlutfallið 15. Andhverfa VH hlutfallsins, þ.e 1/15, sýnir þá ávöxtunarkröfu markaðsins við slíkar aðstæður sem er 6,7%.

Myndin sýnir að árin 2011 og 2012 voru hlutabréf á markaði undirverðlögð á þennan mælikvarða. VH hlutfall er lægra en 15 á þeim tíma m.v. sögulegan hagnað. Einnig má snúa þessari niðurstöðu við. Árin 2011 og 2012 eru þau fyrstu sem teljandi viðskipti eru á markaði með skráð hlutabréf eftir alvarlegt bakslag haustið 2008. Fjárfestar hafa þá gert hærri ávöxtunarkröfu til hlutabréfa en sem svarar 6,7%. Vorið 2013 eftir yfir 30% roku frá nóvember er verð komið yfir reiknað innra verðmæti eftir VH hlutfallinu 15. Um miðjan október 2013 má heita að markaðsverð sé rétt við innra verðmæti reiknað á þennan hátt.

Mynd 8
Mynd 8 Hagnaður og velta Icelandair eftir ársfjórðungum frá síðasta fjórðungi 2009. Hver súla sýnir hagnað síðustu fjögurra fjórðunga í ISK m.v. gengi í lok hvers fjórðungs.
Mynd 9
Mynd 9 Hagnaður og velta Marels frá fjórða fjórðungi 2009 í ISK eftir gengi í lok hvers ársfjórðungs.
Mynd 10
Mynd 10 Hagnaður og velta Haga. Hver súla sýnir hagnað síðustu fjögurra fjórðunga, hver punktur á bláu línunni sýnir veltu síðustu fjögurra fjórðunga. Ath. að skali á myndum 8 til 11 er ekki sá sami.
Mynd 11
Mynd 11 Hagnaður og velta Eimskips fjóra fjórðunga til loka 1. fjórðungs 2013 og til miðs árs 2013. Uppgjör í EUR er fært í ISK m.v. lokagengi hvors fjórðungs.

Hér er í öllum tilvikum reiknað eftir hagnaði skráðra fyrirtækja síðustu fjóra ársfjórðunga. Á myndum 8 til 11 er að finna hagnað og veltu fjögurra stærstu félaganna, Icelandair, Marels, Haga og Eimskips til miðs árs 2013 (síðustu þekkt uppgjör). 

Á mynd 7 er gerð tilraun til að áætla hagnað skráðu félaganna átta á árinu 2014. Um mitt ár 2013 er heildarhagnaður félaganna átta 22,7 ma. kr. (síðari hluti 2012, fyrri hluti 2013). Ef VH hlutfall (markaðsverðmæti á móti hagnaði) væri 15 er reiknað innra verðmæti félaganna 15x22,7 eða 340,5 ma. kr. (raunveruleg tala um miðjan október 2013 er 334 ma. kr., tafla 1). Til að fá árshagnað 2014 þarf að reikna sex fjórðunga fram í tímann. Á mynd 7 hefur verið áætlað að hagnaður fyrirtækjanna átta geti numið um 27 ma. kr. á árinu 2014 sem er um 19% aukning frá fjórum fjórðungum til miðs árs 2013. Markaðsverðmæti skráðu félaganna átta gæti þá losað 400 ma. kr. og verð hækkað frá núverandi gildi vísitölunnar 218 (myndir 6og 7) í um 260 án þess að hlutfallslegt verð á markað raskist að jafnaði. Hér er átt við meðaltal félaganna átta og án efa verða frávik frá því meðaltali. Þá þarf að hafa í huga að markaðsverð víkur oft frá reiknuðu innra verðmæti hlutabréfa í lengri eða skemmri tíma.

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein

Líf og fjör er á Wall Street en lokað hjá ríkisstofnunum Bandaríkjamanna

Eftir hægfarandi leiðréttingu og lækkun á heimsmarkaði hlutabréfa frá miðjum september 2013 dregur til tíðinda í 41. viku 2013 til loka föstudags 14. október. Mikil dramatík er í gangi á Wall Street á meðan deilur standa yfir á milli Bandaríkjaforseta og deilda þingsins um fjárlög næsta árs og hámarksskuldir ríkisins. Óvissa um hvort stærsta ríki veraldar nær að standa í skilum með skuldir sínar veldur óróa á fjármálamarkaði víða um heim. Hlutabréf á Wall Street ná lággildi miðvikudag 9. október (sjá myndir 1 og 2) og fimmtudag og föstudag tekur við hressileg hækkun. Í kauphöllum í Evrópu og Asíu er sami taktur sleginn. Hlutabréf taka að hækka eftir að fjárfestar hrista af sér hrollinn af tilhugsun um greiðsluþrot á Wall Street.

Eftir hægfarandi leiðréttingu og lækkun á heimsmarkaði hlutabréfa frá miðjum september 2013 dregur til tíðinda í 41. viku 2013 til loka föstudags 14. október. Mikil dramatík er í gangi á Wall Street á meðan deilur standa yfir á milli Bandaríkjaforseta og deilda þingsins um fjárlög næsta árs og hámarksskuldir ríkisins. Óvissa um hvort stærsta ríki veraldar nær að standa í skilum með skuldir sínar veldur óróa á fjármálamarkaði víða um heim. Hlutabréf á Wall Street ná lággildi miðvikudag 9. október (sjá myndir 1 og 2) og fimmtudag og föstudag tekur við hressileg hækkun. Í kauphöllum í Evrópu og Asíu er sami taktur sleginn. Hlutabréf taka að hækka eftir að fjárfestar hrista af sér hrollinn af tilhugsun um greiðsluþrot á Wall Street.

Mynd 1
Mynd 1 Dagkort af Dow Jones Industrials (meðalverð 30 fyrirtækja) sýnir verðfall frá miðjum september að lággildi þann 9. október sl. Rétt um hádegisbil þann dag verður harður snúningur til hækkunar á Wall Street.

Á mynd 1 er dagkort sem sýnir framvindu á mælikvarða Dow Jones Industrials frá miðju ári 2013. Snúningur þann 9. október sl. er vissulega dramatískur og hækkun mikil dagana 10. og 11. október. Velta er afar dræm og bendir til þess að hér séu almennir fjárfestar á ferð en ekki Big Money, fagfjárfestar sem mega sig hvergi hræra nema þess sjáist stað á klukkutíma- og dagtölum um veltu á markaði. 

Mynd 2
Mynd 2 Klukkutímakort af Dow Jones í fyrri hluta október 2013 sýnir krappan snúning um hádegisleytið miðvikudag 9. október. Slow Stochastic er þá langt neðan við gildið 20 og er í lok fimmtudags 10. október langt ofan við gildið 80.

Þá veldur nokkrum áhyggjum á mynd 1 að þar eru tvö hágildi jafnhá og tvö lággildi jafnlág (nokkurn veginn). Úr þeim skilaboðum má lesa á tvo vegu. Framhaldsmynstur er það fyrsta sem kemur í hugann. Meginstefna er til hækkunar, Dow Jones nær hágildi í lok júlí sl., lækkar aftur, hækkar á ný að fyrra hágildi, niður aftur – og síðan áfram upp. Hliðstætt mynstur er að finna hjá S&P 500 sem nær yfir allan síðasta áratug frá mars 2000 til mars 2013 þegar hlutabréf stórfyrirtækjanna brjótast upp úr 13 ára löngum grunni. Mynd 2 sýnir snúning þann 9. október sl. í nánari smáatriðum.

Dagkort af heimsvísitölu hlutabréfa sýnir skýr merki um meginstefnu til hækkunar

Sú túlkun sem hér er lýst á Dow Jones frá júlí til október 2013 hefur þann ókost að tveir toppar geta einnig verið toppmynstur. Á sama hátt og tvöfaldur botn er eitt þekktasta, elsta og eitt hið öruggasta merki um snúning frá lækkun til hækkunar gildir hið sama um tvöfaldan topp þótt það merki sé ekki jafnalgengt og ekki jafnöruggt.

Mynd 3
Mynd 3 Heimsvísitala hlutabréfa hefur hækkað um 17% frá byrjun árs 2013. MACD er rétt við að skera merkjalínu sína neðan frá sem merkir að nýr leggur hækkunar kann senn að mótast.

Stórlega dregur úr þeim vafa sem hér er lýst við lestur á dagkorti af heimsvísitölu hlutabréfa en þar er vægi Bandaríkjamarkaðs um 40%. „Tæknigreining er vindpoki en ekki kristalskúla“ segir Carl Svenlin hjá www.decisionpoint.com (vindpokar sýna vindátt við flugvelli) og það eru orð að sönnu. Fátítt er þó að sjá jafnskýrt kort eins og dagkortið af heimsvísitölu á mynd 3. Hér eru hækkandi hágildi og hækkandi lággildi, eitt helsta skilyrði þess að meginstefna sé til hækkunar. Hér er bakslag millistefnu sem tekur um þrjár vikur (frá 19. september til 9. október) og nemur á brott nákvæmlega 50% af verðhækkun fyrri hækkunarleggs (sjá 50% Fibonacci hlutfallið við 290,46).

Allt er þetta nákvæmlega eftir bókinni og frá Dow Theory (eftir Charles H. Dow (1851 – 1902). Jafnframt má bæta við að snúningur til hækkunar þann 9. október er nákvæmlega þar sem hlutabréfin fá stuðning frá 50 daga línu sinni. Loks hefur 50% lína Fibonacci hlutfallsins verið lengd aftur í tímann með punktalínu til að sýna að hún fellur saman við stuðningslínu frá hágildi heimsvísitölu frá 24. júlí sl. við gildið 290. 

Þrefaldur stuðningur er mikilvægur og er til þess að auka líkur á að snúningur þar verði árangursríkur. Kunnir fræðimenn á sviði tæknigreiningar svo sem Arthur Hill hjá www.StockCharts.com og Constance Brown (sjá t.d. Technical Analysis for the Trading Professional, 2. útg., McGraw-Hill 2011) minna á að samsláttur (e. Cluster) stuðningslína eða merkja sem benda í sömu átt eykur líkur á að það gangi eftir sem merkin boða.

Deilur um ný fjárlög og nýtt skuldaþak valda titringi á Wall Street

Titringur vegna þess að ekki næst samkomulag um hækkun skuldaþaks í Bandaríkjunum er ekki óþekkt fyrirbæri í sögunni. Til marks um að hann kemur fjárfestum ekki alveg í opna skjöldu er að gengi Bandaríkjadollara hefur haldist án mikilli breytinga í fyrri hluta október. Hlutfallsleg veiking hlutabréfa á Wall Street gagnvart hlutabréfum í Evrópulöndum og í Asíu er líklega mun mikilvægari þótt boðskapurinn sé ókunnur í bráð. Þar hafa þau síðastnefndu unnið á markvisst allar götur síðan um mitt ár 2013. Frá miðju ári hefur gengi dollara líka veikst um 4 til 5%. Þar af eru 2,2% síðustu fimm vikur til föstudags 11. október eins og tafla 1 sýnir (fremsti töludálkur, neðsta blokk). Sú lækkun hefur stöðvast á tveimur vikum í október (annar og þriðji töludálkur, sama lína).

Umtalsverð veiking hlutabréfa á Wall Street gagnvart Evrópu og Asíu kemur skýrt fram í töflu 1 (þótt jafnvel auðveldara sé að lesa hana úr myndum 1 og 3, sjá glugga ofan við dagkort með Relative Strength, vaxandi fyrir DAX gagnvart Dow Jones í fyrra tilviki og fallandi fyrir S&P 500 gagnvart heimsvísitölu í síðara tilviki. Í töflunni er aðeins unnt að greina tímapunkta, t.d. 5,7% og 4,9% hækkun Asíu- og Kyrrahafsvísitölu og Evrópuvísitölu á meðan S&P 500 hækkar um 2,9% á síðustu fimm vikum. Í töflunni fæst samt góð sundurliðun á hækkun síðustu fimm vikna. Þar kemur fram, svo að dæmi séu tekin, 1,1% lækkun í Brasilíu, 8,6% lækkun gullverðs, 2,2% lækkun dollara eins og fyrr er nefnt og 1,9% verðlækkun á hrávörum.

Tafla 1
Tafla 1 Þrátt fyrir miklar hræringar á verði hlutabréfa í vikunni er aðeins ein breyting í litakerfi Eignastýringar: Thailand færist af rauðu ljósi á gult. Rússland er alveg við að færast af gulu ljósi á grænt.

Hækkunarleggur dollara er í hættu ef fallið verður meira

Það er ekki nýlunda að neikvæð fylgni sé á milli verðs á hrávörum og Bandaríkjadollara. Hrávöruverð er skráð í þeirri mynt og sambandið því reikningslega neikvætt. Jákvæð fylgni á milli dollara og hlutabréfa á Wall Street er hins vegar ekki lögmál og til eru tímabil í sögunni þar sem sambandið er ýmist jákvætt eða neikvætt. Árið 2013 hefur fylgni til þessa verið jákvæð, öfugt við fyrri ár allt frá miðjum síðasta áratug. Það mun að líkindum verða til þess að styrkja stöðu hlutabréfa á Wall Street ef dollari snýr til hækkunar eftir 4 til 5% lækkun frá miðju ári 2013. Hugsanlega er orsakasamhengi á hinn veginn; hækkun dollara kann að vera háð því að hlutabréf á Wall Street vinni upp fyrri styrk sinn.

Vikukort á mynd 4 sýnir skýrt neikvæða fylgni hrávöruverðs og Bandaríkjadollara. Í tveimur gluggum neðan við vikukortið sjást Bovespa vísitalan í Brasilíu og Shanghai vísitalan í Kína. Gengi þeirra er fallandi frá apríl 2011 en það er sá tími sem verð á hrávörum hefur farið lækkandi og gengi dollarans hefur farið hækkandi.

Mynd 4
Mynd 4 Gengisvísitala dollara hefur lækkað frá miðju ári 2013. Örlítinn snúning til hækkunar er að merkja í 41. viku til föstudags 11. október.

Stóra spurningin er hvort gengi dollara nær senn að snúa til hækkunar á nýjan leik. Það hefur fallið niður í gegnum upphallandi stefnulínu frá apríl 2011 – en ekki þó með dýpri skurði en svo að hann teldist fullbættur ef hækkun tekur við þegar í stað. Verði framvinda ekki á þann veg kann að birtast ný sviðsmynd á alþjóðlegum fjármálamarkaði á næstunni þar sem kauphallir utan Wall Street halda hlutfallslegum ávinningi áfram og meðalgengi dollara fellur niður fyrir gildin 78 til 79 á nýjan leik. 

Hvað fannst þér um þessa grein? Láttu okkur vita

Lesa grein


Lagalegur fyrirvari

  • Þær upplýsingar sem er að finna á þessu vefsvæði eru unnar af starfsmönnum Landsbankans og eru þær eingöngu veittar í upplýsinga- og fræðsluskyni. Upplýsingarnar fela ekki í sér ráðgjöf um fjármál einstaklinga eða fjárfestingaráðgjöf. Lesa allan fyrirvarann